Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 16. apríl 2014 13 AÐALFUNDUR Björgunarveitarinnar Þorbjörns, Björgunarbátasjóðs Grindavíkur og unglingadeildarinnar Hafbjörgu verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar að Seljabót 10, fimmtudaginn 1. maí kl. 17:00.   Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál.   Félagar fjölmennum! Björgunarsveitin Þorbjörn Björgunarbátasjóður Grindavíkur Unglingadeildin Hafbjörg   Unglingaapp samþykkt í bæjarstjórn XXÁ afmælisfundi bæjarstjórnar Grindavíkur voru samþykktar ti l lögur frá ungmennaráði bæjarins m.a. um gerð við- burðarapps, þ.e. smáforrits fyrir unglinga. Ungmennaráð lagði fram þrjár tillögur fyrir bæjarstjórnina um málefni sem ungmennaráðinu eru hugleikin. Í fyrsta lagi að setja upp skólahreystibraut við grunnskólann, í öðru lagi að bæta í vinnu við Vinnuskólann í sumar, sérstaklega fyrir 8. bekk og í þriðja lagi að búið verði til sérstakt Grindavíkurviðburðar- app. Bæjarstjórn samþykkti að ung- mennaráðinu verði sérmerkt fjármagn á fjárhagsáætlun áranna 2015 til 2016 til ráð- stöfunar fyrir opin svæði og leiktæki. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að auka fjárfram- lag til Vinnuskólans um 10% í sumar og þá var samþykkt að ungmennaráð útfæri appið nánar. Lárus Guðmundsson, for maður Ung mennaráðs Grindavíkur og Nökkvi Harðar- son, ungmennaráðsfulltrúi kynntu tillögur ráðsins á bæjar- stjórnarfundinum. 40 ára afmæli Grindavíkurbæjar í Sjónvarpi Víkurfétta á ÍNN, vf.is og á Kapal- rásinni í Reykjanesbæ NJARÐVÍKURSKÓLI NÁMSRÁÐGJAFI Námsráðgjafi óskast til starfa við Njarðvíkurskóla frá og með 1. ágúst 2014. Um er að ræða 80% stöðu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun í náms- og starfsráðgjöf • Kennslureynsla á grunnskólastigi • Hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð vinnubrögð • Skipulagshæfni, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda • Námsráðgjafi vinnur með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að störfum sem snúa að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda • Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Karlar jafnt sem konur eru hva•ir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2014. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgerður Þorgeirsdó…ir skólastjóri í síma 420 3000 / 863 2426. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið: asgerdur.thorgeirsdo…ir@njardvikurskoli.is Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar. www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf SUMARSTÖRF SELJUDAL Sumarstörf í Seljudal, íbúðakjarna fatlaðs fólks í Reykjanesbæ. Starfið felur í sér einstaklingsmiðaðan, persónulegan stuðning við íbúa í daglegu lífi, jafnt innan sem utan heimilis. Hæfniskröfur: • Frumkvæði og næmi fyrir umhverfinu og þörfum á staðnum hverju sinni. • Sjálfstæð vinnubrögð og reynsla af almennum heimilisstörfum. • Almenn heilsuhreysti, vinnugleði, jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum. • Menntun og reynsla af starfi með fötluðu fólki er kostur. • Góð íslenskukunná•a og hreint sakarvo•orð eru skilyrði. Í Seljudal er vei• sólarhringsþjónusta, starfsfólk þarf að geta unnið nætur- og helgarvaktir í bland við virka daga. Um er að ræða hlutastörf í vaktavinnu, þar sem starfshlutföll eru frá 70 - 80% eða ežir samkomulagi. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Karlar jafnt sem konur eru hvö• til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl 2014 Upplýsingar um starfið veitir: Hrönn Harðardó€ir forstöðuþroskaþjálfi, sími 544-4485 / 860-4108, netfang: hronn.hardardo€ir@reykjanesbaer.is Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf Ungir Grindavíkingar voru áhugasamir um fiskana. Bæjarstjórn Grindavíkur með forseta Íslands. Fulltrúar ungmennaráðs ásamt forseta Íslands. Nökkvi, Nökkvi, Karen Óla, Ólafur Ragnar for- seti Íslands, Ólafur og Lárus. Þrjá fulltrúa ung- mennaráðs vantaði á myndina en þeir voru á ungmennaráðstefnu á Ísafirði.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.