Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 14
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 Afi minn, Ólafur Björnsson fv. útgerðarmaður verður níræður þann 22. apríl næstkomandi. Hér er vitnað í bók Sturlaugs bróður hans, Steinabáta, um komu hans til Keflavíkur. „Þann 22. apríl 1929 (á afmæli Óla) kemur móðir mín Unnur Sturlaugsdóttir til Keflavíkur með mig og eldri bræður mína Ólaf og Magnús. Við komum frá fæðingar- stað okkar, bænum Hnúki í Klofn- ingshreppi í Dalasýslu.“ Ólafur hefur verið virkur í þjóð- félagsumræðunni og í að skrá minningar sínar, m.a. í bókunum um Baldur hf og árin hjá Skeiðar- samlaginu ásamt Faxa og sjó- mannablaðinu Víkingi og fleiri ritum. Hér er tilvitnun í Ólaf. „Á togara vildi ég helst komast. Lengst af voru keflvískir sjómenn nær ein- göngu bátamenn. Hér voru engir togarar. Þegar að ég var strákur var það fjarlægur draumur að kom- ast á togara. Ég var einn um þann draum af mínum félögum.“ Sextán ára var Ólafur orðinn haus- ari á togaranum Venus frá Hafnar- firði. Ólafur lauk hinu meira fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskóla Íslands 1945. Var verkstjóri hjá Togaraútgerð Keflavíkur 1953- 1956. Ólafur rak Baldur hf. í um þrjátíu ár og var í bæjarstjórn Keflavíkur fyrir Alþýðuflokkinn í tuttugu og fjögur ár. Hann átti hugmynd að fyrsta frambyggða bátnum sem smíðaður var við ís- lenskar aðstæður. Notaði fyrstur skutdrátt við Ísland á Baldri KE 97. Átti frumkvæði að ýmsum nýj- ungum við dragnótarveiðar. Varaþingmaður var Ólafur árin 1978–1979. Formaður Olíusamlags Keflavíkur frá 1966. Í stjórn LÍU og SÍF og í fjölda nefnda á þeirra vegum 1968–1984. Formaður stjórnar Samlags skreiðarfram- leiðenda 1983–1991. Formaður stjórnar Heilsugæslu Suðurnesja og sjúkrahúss 1986–1990. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og síðar Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og ná- grennis tilnefndi Ólaf sem heiðurs- félaga. Ólafur var einn af aðalhvata- mönnum að stofnun sjómanna- deildar VSFK og var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar og gegndi því starfi frá stofnun 1949 til árs- ins 1961. Þá var hann á sama tíma varaformaður félagsins. Hann var fulltrúi félagsins hjá Sjómannasam- bandi Íslands og sat í fyrstu fram- kvæmdastjórn sambandsins sem fyrsti varaforseti þess. Ólafur missti konu sína Margréti Zímsen Einarsdóttur árið 1966. Þau eignuðust sex börn. Árið 1970 giftist Ólafur Hrefnu Ólafsdóttur. Afkomendur Ólafs og Margrétar, sem flestir búa í Reykjanesbæ eru komir yfir sextíu. Ólafur tekur á móti gestum í Báta- safninum á afmælisdaginn milli kl. 16 og 18. Gjafir eru afþakkaðar en þeir sem vilja geta lagt Vel- ferðarsjóði Suðurnesja lið. Söfn- unarbaukur fyrir sjóðinn verður á staðnum. Ólafur Gunnarsson. Ólafur Björnsson níræður -mannlíf pósturu vf@vf.is Sameinaður Lífeyrissjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands www.festa.is Afkoma Festu lífeyrissjóðs Ársfundur 2014 Ársfundur Festu lífeyrissjóðs verður haldinn þriðjudaginn 13. maí nk. Fundarstaður: Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 Fundarstörf hefjast kl. 18:00 Dagskrá ársfundar 2014 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál, löglega upp borin Guðmundur Smári Guðmundsson, stjórnarformaður Björg Bjarnadóttir Garðar K. Vilhjálmsson Guðrún Hafsteinsdóttir Halldóra Sigr. Sveinsdóttir Ólafur S. Magnússon Gylfi Jónasson Húseignir og lóðir Hlutdeildarfélög Verðbréf með breytilegum tekjum Verðbréf með föstum tekjum Veðlán Bundin innlán og aðrar fjárfestingar Kröfur á viðskiptamenn Aðrar eignir Viðskiptaskuldir Fjárfestingar: Annað: Fjárfestingar: Annað: Hrein eign til greiðslu lífeyris: Efnahagsreikningur Iðgjöld Lífeyrir Fjárfestingartekjur Fjárfestingargjöld Rekstrarkostnaður Skattlagning hins opinbera Hækkun á hreinni eign á árinu: Hrein eign frá fyrra ári: Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris: Breytingar á hreinni eign Nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára Tryggingafræðileg staða Nafnávöxtun séreignardeildar Hrein raunávöxtun séreignardeildar 2012 í milljónum króna Ýmsar kennitölur 4.095 1.986 4.760 79 84 51 15 12 28.912 47.514 3.163 40 11,0% 6,0% -3,2% 2,2% -7,0% 9,6% 4,7% 9.717 69.881 79.598 2013 í milljónum króna 4.755 2.550 7.787 99 102 0 15 12 33.564 52.282 3.418 15 9,5% 5,5% 2,0% 1,7% -3,8% 9,7% 5,7% 1.024 584 (1.525) 9.791 79.598 89.388 89.305 79.656 83 89.388 903 872 (1.833) (59) 79.598 Frjálst afl býður fram í Reykjanesbæ XuNý stjórnmálasamtök, Frjálst afl, munu bjóða fram í sveitarstjórnar- kosningunum 31. maí n.k. í Reykjanesbæ. Stefnumál þau sem Frjálst afl berst fyrir verða kynnt innan tíðar. Frjálst afl hefur listabókstafinn Á og er nýi listinn skipaður neðangreindu fólki: Á- listi Frjálst afl 1. Gunnar Þórarinsson – viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi, Vallarási 2 2. Elín Rós Bjarnadóttir – grunnskólakennari og yogakennari, Leirdal 42 3. Davíð Páll Viðarsson – markaðsfræðingur, Suðurvöllum 16 4. Alexander Ragnarsson – húsasmíðameistari, Gónhól 11 5. Jasmina Crnac – nemi við Keili, Ásgarði 2 6. Eva Björk Sveinsdóttir – grunnskólakennari, Þórsvöllum 3 7. Guðni Jósep Einarsson – lögmaður, Djúpavogi 20 8. Guðbjörg Ingimundardóttir - sérkennari og deildarstjóri, Drangavöllum 3 9. Þórður Karlsson – rafvirki, Borgarvegi 31 10. Reynir Ólafsson – viðskiptafræðingur, Heiðarbakka 1 11. Gunnar Örlygsson – útgerðarmaður, Holtsgötu 37 12. Ásgeir Hilmarsson – útgerðarmaður, Gónhól 24 13. Baldur Rafn Sigurðsson – prestur, Starmóa 6 14. Örvar Kristjánsson – viðskiptastjóri, Lágseylu 21 15. Grétar Ólason – leigubílstjóri, Týsvöllum 1 16. Elínborg Ósk Jensdóttir – lögfræðinemi, Dalsbraut 12 17. Hólmfríður Karlsdóttir – grunnskólakennari, Gónhól 23 18. Geir Gunnarsson – stýrimaður , Hringbraut 79 19. Bryndís Guðmundsdóttir – íþróttafræðingur og flugfreyja, Heiðarenda 6b 20. Ása Ásmundsdóttir – deildarstjóri, Suðurgötu 11 21. Kristján Friðjónsson – þjónustustjóri, Hlíðarvegi 80 22. Steinn Erlingsson – vélstjóri, Stekkjagötu 9 DANSLEIKUR á Nesvöllum Félag eldri borgara heldur dansleik síðasta vetrardag (miðvikudagur 23. apríl) kl. 20:00 á Nesvöllum. Suðurnesjamenn leika fyrir dansi. Aðgangseyrir kr. 1000 Skemmtinefnd FEBS 40 ára afmæli Grindavíkurbæjar í Sjónvarpi Víkurfétta á ÍNN, vf.is og á Kapalrásinni í Reykjanesbæ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.