Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 16. apríl 2014 17 Nýinnréttað 200m2 sérrými í Krossmóa 4a. 2. hæð suðvestur hlið. 5 sjálfstæðar skrifstofur og alrými fyrir 7 vinnustöðvar Fundarherbergi, tæknirými, móttaka og eldhúsinnrétting í kaffirými. Gardínur fyrir gluggum og lagnir að vinnustöðvum. Steinteppi í ljós gráum lit er á gólfum og kerfisloft í hvítum lit. Fundarsalur á 5. hæð fylgir leigurými til frjálsra afnota fyrir leigutaka hússins. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Nánari upplýsingar gefa: Hafnargata 20 - 230 Reykjanesbæ S. 420 4000 - studlaberg@studlaberg.is Hafnargötu 90, 230 Reykjanesbæ S. 420 6070 - julli@betrileiga.is Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ S. 421 5460 - skuli@urtusteinn.is tillaga að starfsleyfi KÍSILIÐJA Í HELGUVÍK - OPINN KYNNINGARFUNDUR 29. APRÍL Akureyri - Egilsstaðir - Hella - Ísaörður - Mývatn Patreksörður - Reykjavík - Snæfellsnes - Vestmannaeyjar Umhverfisstofnun hefur til meðferðar umsókn Stakksbrautar 9 ehf. um starfsleyfi til reksturs kísilverksmiðju á lóðinni Stakksbraut 9 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi vegna framleiðslunnar. Í tillögunni er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að framleiða allt að 100.000 tonn á ári af hrákísli og allt að 38.000 tonnum af kísilryki og 6.000 tonnum af kísilgjalli. Tillagan mun liggja frammi ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, á tímabilinu 16. apríl til 11. júní 2014. Tillöguna má einnig nálgast á vefsíðu Umhverfisstofnunar, http://www. umhverfisstofnun.is/, ásamt ýmsum fylgigögnum. Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um tillöguna í Duushúsi í Reykjanesbæ kl.17 þann 29. apríl 2014. Á fundinum verður fjallað um tillöguna og lög og reglur um starfsleyfisveitingar á vegum Umhverfisstofnunar. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 11. júní 2014. skoðunar fyrir árin 2005 og 2006. Á fundi stjórnar sparisjóðsins í október 2007 fór innri endur- skoðandi yfir þau útlán sem námu meira en 70 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2007. Í fjögur skipti af 21 hafði starfs- maður farið út fyrir lánaheimildir sínar án þess að fyrir lægi skýring í afgreiðslukerfi sparisjóðsins þó að skýringar hefðu fengist við eftir- grennslan. Þá var hlutverk lána- nefndar óljóst en aðeins fjögur af 21 láni umfram 70 milljónir króna hafði farið fyrir lánanefnd. Skoðun á útlánum með veði í hlutabréfum sýndi að heildarstaða þeirra væri um 3.473 milljónir króna en þar af væri tryggingavöntun 761 milljón króna. Þá vakti innri endurskoðun athygli á hversu lítill hluti vanskila væri kominn í lögfræðiinnheimtu. Einstakir aðilar voru jafnframt taldir vera með mjög slæma trygg- ingarstöðu. Innra eftirlit ómarkvisst Fyrrum forstöðumaður innri endurskoðunar Sparisjóðsins í Keflavík, Eyrún Jana Sigurðar- dóttir, segir í skýrslu sinni fyrir rannsóknarnefndinni að verkefni deildarinnar hafi verið óljós er hún hóf störf. Hún var reglulega kölluð á stjórnarfundi og sat sparisjóðs- stjóri þá fundi er hún kynnti niður- stöður sínar. Taldi hún óeðlilegt að sparisjóðsstjórinn Geirmundur Kristinsson sæti alla stjórnarfundi og ekki hafi verið nægjanlegur að- skilnaður milli starfa sparisjóðs- stjóra og eftirlitshlutverks stjórnar. Tilkynnt var um ætluð brot á reglum sparisjóðsins á stjórnar- fundi, þar sem sparisjóðsstjóri fékk að koma sínum sjónarmiðum að, en hvorki fengust viðbrögð frá stjórninni, né vissi forstöðu- maðurinn til þess að stjórn hefði unnið eitthvað með athugasemd- irnar. Annar forstöðumaður innri endurskoðunar í Sparisjóðnum, Halldóra Guðrún Jónsdóttir, segir aðspurð um viðhorf stjórnenda og stjórnar til innra eftirlits árið 2007, að áhugaleysi hafi ríkt um innri endurskoðun og regluvörslu. Ekki hafi verið áhugi á að ráða inn öflugt fólk til að efla þessi starfs- svið. Taldi hún að veikleikar hefðu verið í eftirlitsumhverfi sparisjóðs- ins. Stjórn sparisjóðsins hefði ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu, ekki spurt réttra spurninga og stjórnar- menn hafi verið misjafnlega hæfir til stjórnarsetu. Hún taldi að for- stöðumenn hefðu haft mikið svigrúm til sinna starfa og skort hafi eftirlit með störfum þeirra. Áherslur í starfi stjórnar hafi ekki verið í takt við tímann og hafi ekki haldið í við breytingar á regluverki síðustu ára. Skýrslan er afar umfangsmikil og hér að ofan er stiklað á stóru um málefni Sparisjóðsins í Keflavík. Við lestur skýrslunnar má sjá að óvarlega var farið og eftirlit og gagnsæi nánast ekkert undir það síðasta. Ekki er ólíklegt að af 21 máli sem ratað hefur á borð sérstaks saksóknara, snúi einhver þeirra að starfsmönnum, stjórnarmönnum eða stjórnendum Sparisjóðsins í Keflavík. Þannig verður fall þessa hornsteins í samfélagi Suðurnesja- manna krufið til mergjar að lokum. Sparisjóðirnir voru farnir að haga sér eins og hinir einkareknu bank- arnir. Þeir áttu erfiðara með að fóta sig í því alþjóðlega starfsumhverfi og regluverki sem hinir viðskipta- bankarnir voru að fylgja. Ljóst er að draga má lærdóm af skýrslunni en svo virðist sem ótal viðvörunar- bjöllur hafi hringt áður en staðan varð eins slæm og raun bar vitni. Á þær var hins vegar ekki hlustað.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.