Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 18
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 -íþróttir pósturu eythor@vf.is Njarðvíkingum tókst með harðfylgi að halda lífi í von þeirra um að komast í úr- slitaleikinn gegn KR í Domino's deildinni í körfubolta eftir sigur á Grindavík í Ljónagryfjunni í fyrrakvöld. Lokatölur urðu 77-68 fyrir heimamenn eftir að staðan í hálfleik hafði verið 26-30. „Það var frábært að vinna og nú fylgjum við því eftir með sigri á fimmtudaginn,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir leikinn í viðtali við Stöð 2. Sverrir Þór Sverris- son, þjálfari UMFG sagði að sínir menn hefðu verið arfaslakir og ekki átt skilið að vinna. Hefðu í raun hangið lengur inni í leiknum en frammistaða þeirra bauð upp á. Njarðvíkingar voru betri í fyrsta leikhluta en skoruðu svo aðeins 7 stig í næsta og voru undir í leik- hléi, 26-30. Þeir unnu svo næstu fjórðunga en munurinn var aldrei mikill. Grindvíkingar voru inni í leiknum alveg þangað til í blálokin. Elvar Már var gríðarlega öflugur á lokakaflanum og mjög góður í leiknum öllum. Það er unun að sjá drenginn spila körfubolta og það mun ekki koma neinum á óvart þó svo honum vegni vel í New York en þangað heldur hann í háskólanám og körfuboltaleik í haust. Elvar skoraði 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og Tracy Smith girti heldur betur upp bux- urnar frá síðasta leik og var með 25 stig og 3 varin skot. Logi Gunnars- son var ekki upp á sitt besta en er samt alltaf gríðarlega öflugur inni á vellinum. Hann kláraði 13 stig. Hjá Grindavík var Sigurður G. Þor- steinsson með 15 stig og 10 fráköst og 4 varin skot, Earnest Lewis skor- aði aðeins 13 stig og var ekki nærri því eins drjúgur og í fyrri leikjum og munar um minna. Ólafur Ólafs var með 12 stig, Ómar Örn 11 og Jóhann Árni 10 stig. Lokaleikurinn í þessari undanúr- slitaviðureign verður í Grindavík á skírdag kl. 19.15. Úrslitaleikur hjá Grindavík og Njarðvík -í Röstinni í Grindavík á skírdag v Helgi Jónas með Keflavík og Friðrik Ingi með Njarðvík Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í vikunni við Helga Jónas Guðfinnsson um að hann taki að sér þjálfun meistara- flokks karla. Samningurinn er til tveggja ára. Helgi Jónas ætti að vera öllum körfuboltaunnendum kunnur en hann lék um árabil með liði Grindavíkur og landsliði Íslands auk þess sem hann var um tíma atvinnumaður í Hollandi og Belgíu. Helgi Jónas þjálfaði lið Grindavíkur með góðum árangri en árið 2012 gerði hann liðið að Íslandsmeisturum. Að því tímabili loknu tók kappinn sér frí frá körfuboltaþjálfun en hann hefur þó undan- farin ár eytt miklum tíma í að mennta sig á svði þjálfunar. Þá eru Njarðvíkingar að ganga frá samningum við Friðrik Inga Rúnarsson um að þjálfa bæði karla- og kvennalið félagsins. Friðrik Ingi hefur þjálfað Njarðvíkinga áður og gerði þá að Íslandsmeist- urum 1991 og 1998. Hann gerði Grindavík líka að meisturum 1996 og hefur þjálfað að auki bæði KR og landsliðið. Allt fasteignir á Suðurnes- jum – sími 426-8890 Allt fasteignir - fasteignasa- la í Grindavík YFIR 300 EIGNIR Á SUÐURNESJUM TIL SÖLU HJÁ OKKUR Skoðið heimasíðu okkar alltfasteignir.is Grindavík sími 426-8890 Dagbjartur Willardsson sölustjóri gsm 861 7507 // Þórir Sigfússon sölufull- trúi gsm 612 2266 // Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasali gsm 898 1233. Samtals unnu sundmenn ÍRB 35 verðlaun á ÍM50 mótinu sem fram fór um sl. helgi. Þar af voru 5 gull, 16 silfur og 14 brons eða 28% allra verðlauna sem voru veitt á mótinu. Sunneva Dögg var með besta árangur ÍRB kvenna á mótinu með 714 FINA stig í 800 m skriðsundi og Kristófer Sigurðsson var með besta ár- angur ÍRB karla með 713 FINA stig í 400 m skriðsundi. Liðið eignaðist fjóra Íslands- meistara á mótinu. Þröstur Bjarnason varð Íslandsmeistari í bæði 800 og 1500 m skriðsundi, Kristófer Sigurðsson í 200 m skriðsundi, Sunneva Dögg Frið- riksdóttir í 1500 m skriðsundi og Sylwia Sienkiewicz í 200 m flugsundi. Sundlið ÍRB var með stærsta liðið á móti ÍM50 eða alls 33 sundmenn. Sunneva Dögg Friðriksdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Kar- en Mist Arngeirsdóttir settu allar íslensk aldursflokkamet á mót- inu. Sunneva sló met síðan 2005 í 1500 m skriðsundi í stúlkna- flokki og bætti það um 9 sek. Eydís Ósk sló 1500 m skriðsund- metið í telpnaflokki og bætti það um 20 sek og náði einnig að vera 7 sek undir telpnametinu í 800 skriði en var þá önnur í bakk- ann í aldursflokknum þann- ig að aðeins munaði nokkrum sekúndubrotum. Karen Mist var með metaregn um helgina en hún byrjaði mótið á því að slá telpnamet síðan 2005 í 50 og 100 m bringusundi og svo bætti hún aftur metið í 50 m bringusundi tvisvar síðasta dag mótsins. Þrjár boðsundsveitir náðu einn- ig íslandsmetum í stúlknaflokki. Íris Ósk Hilmarsdóttir, Sunneva Dögg Friðríksdóttir, Sylwia Sien- kiewicz og Eydís Ósk Kolbeins- dóttir slógu metið í 4x200 skrið- sundi og 4x100 skriðsundi og Íris, Sunneva, Sylwia og Karen Mist Arngeirsdóttir náðu metinu í 4x100 fjórsundi. Metið í 4x200 skriðsundi átti ÍRB síðan 2013 en hin tvö átti SH síðan 2008. Í ár voru tvær nýjar greinar á ÍM50. Það voru blandað 4x100 skrið- og fjórsund. ÍRB vann brons í báðum þessum greinum með A-liðið en B-liðin náðu bæði nýjum pilta/stúlkna metum í þessum greinum. Í B liðunum syndtu Eiríkur Ingi Ólafsson, Svanfriður Steingrímsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir and Björgvín Theodór Hilmars- son í 4x100 fjór og Eiríkur Ingi Ólafsson, Karen Mist Arngeirs- dóttir, Bjarndís Sól Helenudóttir and Ingi Þór Ólafsson í 4x100 skrið. Yfirburðir ÍRB á ÍM50 Unnu þriðjung verðlauna á mótinu Elvar Már Friðriksson í baráttu við Jón Guðmundsson og Daníel Guð- mundsson í Ljónagryfjunni. VF-mynd/pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.