Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 20
vf.is miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • 15. TÖluBlað • 35. Árgangur -mundi Munið að leggja tímanlega af stað ef þið komið hjólandi í flug Bryndís Gunnlaugsdóttir Oddaleikur er uppáhald allra k ö r f u b o lta á h uga m a n n a - Grindvík mun skipta yfir í meistaragírinn og rúlla upp Njarðvík í næsta leik - ég hef engar áhyggjur. Þórður Helgi Þórðarson Hvar er allt fólkið sem venju- lega kvartar undan fótbol- tastatusum? Björgvin Ívar Þorsteinn Eggertsson tók eitt sinn saman líkindi Keflavíkur og Liverpool. Ætli það bætist eitt atriði við listann 11. maí? Agnar Mar Gunnarsson Vá er búinn að þjálfa í mörg ár en þessi sigur áðan á móti Keflavík sem gaf 7.fl kvenna ís- landsmeistaratitil i hendur er sá flottasti get ekki verið stoltari af stelp- unum mínum áfram Njarðvík. Ásgeir Elvar Þegar ég var lítill vildi ég vera blaðamaður en var lélegur í stafsetningu og það að setja illa stafsetta grein í fjölmiðla þótti mesta synd. Kristinn G. Friðriks Frábært að fá þessa snillinga til baka, Helgi Kef vs. Fringi Njarð... verða epískar rimmur veturinn ´14-´15. Helgi Arason Djöfull er ég sáttur með ráðn- inguna á Helga Jónasi. Mjög góður þjálfari. Beggi Alfons Á leiðinni á æfingu.... Hvað i andskotanum er ég búinn að láta koma mér út í. Kristján Jóhannsson Kom heim frá New York í morgun tveimur dögum fyrr en áætlað var til þess eina að láta segja mér að Isavia liðið og SA nenntu ekki að reikna út tilboðið okkar frá því á fimmtudag um helgina og leggja eitthvað að viti fram í dag. Langaði til að berja í veggi! Það er því lítið annað eftir en að byrja undirbúa vinnustöðvun nr. tvö og þrjú 23. og 25 apríl. Sýnist svefn- sýki SA mafíunnar vera algjört!BRáðum byrjar svo söngurinn í Samtökum ferða- þjónustunnar! Sannaði til. En New York var æði. Ætla þangað aftur. Fljótlega! VIKAN Á VEFNUM 5 ÁRA AFMÆLI Kæru viðskiptavinir,   Við verðum 5 ára þann 24. apríl næstkomandi. Því ætlum við að vera með afmælistilboð dagana 22. - 23. og 25. apríl.   Allur matur sem þið takið með verður á 1000.- Allur matur borðaður í  sal verður á 1300.-   Innilega til hamingju með afmælið! Starfsfólkið á Réttinum. Skiptir stærð sveitarfélaga máli? XXSamkvæmt mati foreldra á líðan barna sinna líður börnum í Reykja- nesbæ almennt vel í skólanum. Mat foreldra í Reykjanesbæ á vellíðan barna sinna er yfir meðaltali þeirra sveitarfélaga sem eru með 5000 íbúa eða fleiri og er vel einnig yfir landsmeðaltali. Þessar upplýsingar koma fram í Skólavoginni þar sem safnað er saman ýmsum upplýsingum um börn og grunnskólastarf. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri segir niðurstöðurnar ánægjulegar og bendi til þess að aðilum skólasamfélagsins með kennara í broddi fylkingar sé að takast að vinna vel saman. Gylfi Jón segir margt áhugavert koma fram þegar rýnt er í niðurstöður í Skólavoginni. Til dæmis virðist börnum í stærri sveitarfélögum að jafnaði líða betur en í smærri sveitarfélögum ef marka má mat foreldra á líðan barna. Hjólaleið milli flugstöðvar- innar og Reykjavíkur? Ný leið fyrir reiðhjól á milli Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar og Reykjavíkur verður kynnt á opnum hádegisfundi þriðjudaginn 22. apríl nk. Kynn- ingin fer fram á Gamla pósthús- inu í Vogum. Hjólreiðar njóta sífellt meiri vin- sælda hér á landi bæði sem sam- göngumáti og afþreying. Hjólaleið milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur gæti bætt aðgengi hjólreiðamanna að Reykjanesi, stuðlað að auknu öryggi veg- farenda og aukið ánægju þeirra. Eiríkur hefur kortlagt leiðina og reiknað út kostnað við gerð hennar. Kannað var sérstaklega hvar þyrfti að byggja upp nýja stíga og hvar er hægt að nota núverandi gatna- og stígakerfi. Þá var kannað hvar hugsanlegt væri að nálgast fjár- magn í framkvæmdina. Hádegisfundurinn er hluti af fyrir- lestrarröð Heklunnar, Kadeco, Keilis, Reykjanes jarðvangs og Markaðsstofu Reykjaness.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.