Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 16.01.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 16. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 Garðmærin Bergrún Ásbjörnsdóttir sópaði að sér verðlaunum við síðustu brautskráningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem fór fram skömmu fyrir jól. Bergrún sem verður tvítug í febrúar var með 9.57 í meðaleinkunn en hún var einungis með níur (21 stk.) og tíur (36 stk.) á meðan skólaganga hennar í FS stóð yfir. Bergrún á ekki langt að sækja námshæfileikana en báðar eldri systur hennar dúx- uðu í FS þegar þær útskrifuðust. Enginn metingur milli systra Eldri systurnar Birna og Björg sneru sér báðar að læknisnámi, önnur er útskrifuð en hin á öðru ári. „Ég gæti alveg hugsað mér að verða læknir. Ég tel að það sé krefjandi og gefandi starf. Þegar við systur hittumst þá er ósjaldan talað á latínu um hina og þessa vöðva og sinar. Kannski verð ég að skella mér í læknisfræði til þess að geta tekið þátt í sam- ræðunum,“ segir Bergrún og hlær. Hún segir al ls enga pressu hafa verið á sér frá fjöl- skyldunni þrátt f y r i r á r a n g u r systra sinna. „Við erum allar mjög nánar og góðar systur og það hefur aldrei verið neinn metingur eða samkeppni okkar á mi l l i . Èg var samt oft spurð þegar líða fór að útskrift hvort ég myndi ekki dúxa eins og þær, þannig fólk var greinilega að pæla í þessu, en við heima pældum ekkert í þessu,“ segir hún. FS er frábær skóli Eldri systurnar létu vel af FS og því varð skólinn fyrir valinu hjá Bergrúnu. „Mér finnst FS vera frábær skóli. Ég viðurkenni að í grunnskóla langaði mig mest að fara í framhaldsskóla í Reykjavík, í MR, Verzló eða MH, sérstaklega til þess að komast í nýtt umhverfi og til þess að kynnast nýju fólki. Svo heyrði ég bara góða hluti um FS og báðar systur mínar voru mjög ánægðar með skólann. Ég er sátt með val mitt, í FS eru frábærir kennarar og ég kynntist fullt af nýju yndislegu fólki.“ Bergrún sem er nýkomin til landsins úr útskriftaferð frá Mexíkó segist ekki hafa hugmynd um hvað taki við hjá henni á næstunni. Hún sé ekkert að stressa sig um of. „Ég ætla bara að hugsa mig vel um varðandi nám sem ég vil fara í. Mér finnst skemmtilegt í líf- fræði, efnafræði og lífeðlisfræði. Þannig að ég býst við að fara í eitthvað tengt því, t.d læknisfræði, líffræði eða lífefna - og sameindafræði.“ Bergrúnu langar að finna sér starfsvettvang í framtíðinni þar sem hún getur látið gott af sér leiða. „Frá því að ég var lítil hefur draumurinn verið sá að finna vinnu þar sem ég get hjálpað öðrum. Ég held að það sé mjög gefandi að starfa sem læknir. Einnig tel ég að skemmtilegt sé að vinna í Íslenskri erfðagreiningu.“ Gunnlaugur stærðfræðikennari algjör fagmaður Dúxinn segist hafa verið mjög virk í félagslífi FS. Hún byrjaði sem busi í markaðsnefnd og síðar íþróttanefnd NFS. „Ég var mjög dugleg að fara á böllin og aðra viðburði NFS og fannst það æðislegt, ég kynnist líka fullt af frábæru fólki.“ Bergrún var í FS í 3 og 1/2 ár. Henni þótti það hæfilega langur tími. „Ég tók 19 til 22 einingar á önn fyrstu þrjú árin þannig að síðasta önnin var mjög róleg og skemmtileg,“ segir B ergrún sem þá var með unga stelpu í lið- veislu samhliða n ám i . Marg i r góðir kennarar eru í FS að sögn Bergrúnar. Þrátt fyr ir að erf itt sé að gera upp á mi l l i þeirra þá verður hún að viðurkenna að Gunnlaugur s t æ r ð f r æ ð i - k e n n a r i k o m mikið við sögu á hennar skólaferli. „Það eru margir frábærir kennarar í FS en ég held að Gunnlaugur stærðfræðikennari sé í uppáhaldi, kannski af því hann kenndi mér flestu áfangana,“ segir Bergrún en stærð- fræði var í miklu uppáhaldi hjá henni í FS. „Gunn- laugur er líka algjör fagmaður, mikill snillingur sem gerir námið mjög skemmtilegt.“ „Frá því að ég var lítil hefur draumurinn verið sá að finna vinnu þar sem ég get hjálpað öðrum“ Bergrún uppgvötaði ung að hún vildi alltaf gera sitt besta í öllu því sem hún tæki sér fyrir hendur. „Það fannst mér gott mottó, ef maður gerir sitt besta þá uppsker maður vel,“ segir hún enda gekk henni strax vel í grunnskóla. Bergrún á sér ýmis áhugamál en hún hefur mjög gaman að íþróttum og stundaði hún m.a. fótbolta í mörg ár. Hún lærði á píanó um nokkurra ára skeið og hefur mikinn áhuga á tísku. „Ég eyði miklum tíma í að skoða tískublogg á netinu og tískublöð. Ég fór einmitt í fatahönnunaráfanga á seinustu önninni í FS og fannst það virkilega gaman.“ -ritstjórnarbréf vf.is Klemenz í hóp góðs fólks Klemenz Sæmundsson bætist í hóp margra góðra einstaklinga sem Víkur- fréttir hafa útnefnt sem „Mann ársins á Suðurnesjum“. Klemenz ákvað að fara ótroðnar slóðir í afmælishaldi ef svo má segja og slá tvær flugur í einu risa- stóru höggi þegar hann ákvað að hjóla hringinn í kringum Ísland og hlaupa svo „Klemmann“ í lokin, en kappinn varð fimmtugur á árinu. Nota svo verk- efnið til að safna peningum til styrktar blóðlækningadeild Landspítalans. Það var greinilegt að uppátækið vakti athygli því söfn- unin gekk vel og afhenti Klemenz og fjölskylda um milljón króna til blóðlækningadeildarinnar. Víkur- fréttir telja að með óvanalegu einstaklingsfram- taki hafi Klemenz gert samfélagið okkar betra og verið í leiðinni öðrum hvatning og fyrirmynd. Klemenz kemur víða við í viðtali við VF í tilefni af út- nefningunni. Hann hvetur fólk sem hefur áhuga á áskorun sem þessari á að láta drauminn rætast. Vissu- lega þurfi að reyna á sig en það gefi mikið til baka. „Það er um að gera að fara af stað, setja sér raunhæf markmið samt með áskorun. Í leiðinni er gott að styrkja gott mál- efni. Það er gott að gefa,“ segir Klemenz að lokum. Þetta er í tuttugasta og fjórða skipti sem Víkurfréttir standa fyrir vali á „Manni ársins á Suðurnesjum“. Í fyrra var tón- listarfólkið okkar í „Of Monsters and Men“, þau Nanna Bryndís og Brynjar Leifsson, valin og árið þar á undan júdóþjálfarinn Guðmundur Gunnarsson úr Njarðvík. Við höfum kosið fólk sem hefur skarað fram úr í viðskipta- lífinu í allmörg skipti, m.a. Kaffitárs-konuna Aðalheiði Héðinsdóttur en einnig prestinn Hjört Magna Jóhanns- son og útgerðar- og fjárbóndann Dagbjart Einarsson, en hann var fyrsti Suðurnesjamaðurinn sem var kjörinn árið 1990. Fleiri dæmi mætti nefna og erfitt að gera upp á milli þeirra sem hafa hlotið útnefningu okkar á Víkurfréttum en þessi upptalning er ekki gerð með það í huga heldur einungis til að rifja nokkur nöfn upp úr fjölbreyttum hópi. Útnefning á manni ársins á Suðurnesjum er fyrst og fremst hugsuð sem hvatning til okkar allra en einnig viðurkenning fyrir frumkvæði og frábæra frammistöðu á ýmsum sviðum. Allir sem hafa hlotið þennan heiður eiga það sameiginlegt að hafa skarað framúr, sýnt frum- kvæði og eldmóð í hinum ýmsu þáttum samfélagsins. Nú sem aldrei fyrr þurfum við hér á Suður- nesjum svona fólk sem þorir og gerir á ýmsum sviðum. Stöndum saman um að styðja það til góðra verka, svæðinu til framfara og heilla. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Páll Ketilsson skrifar SÍMI 421 0000 Dúx! Bergrún var með 9,57 í meðaleinkunn en hún var bara með níur og tíur yfir ferilinn í FS, alls 36 tíur og 21 níur. Mynd: Páll Ketilsson // pket@vf.is Þriðja systirin sem dúxar í FS -samræður á heimilinu á latínu Íslandspóstur Keflavík óskar eftir gjaldkera. Starfið felst m.a. í afgreiðslu o.fl. Vinnutími er frá kl. 8:45-17:00 alla virka daga. Umsækjandi þarf að búa yfir ríkri þjónustulund, samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 23. janúar 2014 Starfsumsóknar eyðublað er á www.postur.is ATVINNA Bergrún með systrum sínum Björgu og Birnu og foreldrunum, Ásbirni og Auði á útskriftardaginn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.