Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 16.01.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 16. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 -viðtal pósturu olgabjort@vf.is LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA EHF   Óskar eftir að ráða pípulagningarmeistara, svein eða mann vanan pípulögnum sem fyrst. Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið: lagnaths@simnet.is VERKALÝÐSFÉLAG GRINDAVÍKUR SEM ER AÐILI AÐ ÞEIM KJARASAMNINGUM SEM SKRIFAÐ VAR UNDIR 21. DESEMBER MUN HEFJA ATKVÆÐAGREIÐSLU SÍNA UM SAMNINGANA. FÖSTUDAGINN 17. JANÚAR KL. 13:00 Í HÚSI FÉLAGSINS OG MUN HENNI LJÚKA FÖSTUDAGINN 21. JANÚAR. „Kennsla hefst í tónlistarskól- anum 3. febrúar. Efri hæðin er komin mjög langt en skólinn verður einnig að hluta til niðri,“ segir Óli Þór Magnússon, verk- fræðingur sem fer með bygg- ingarstjórn og eftirlit í Hljóma- höllinni. Hann bætir við að ýmis- legt sé lagað, breytt og bætt á lokaspretti svona stórs verkefnis. Ólík sérþekking margra hafi þau áhrif að horft sé á verkið út frá ýmsum vinklum og mikill metn- aður í fólki. Víkurfréttir kíktu við í Hljómahöllinni fyrir helgi og hitti þar m.a. fyrir Óla Þór, ásamt Tómasi Young, framkvæmda- stjóra, og Árna Sigfússyni, bæjar- stjóra Reykjanesbæjar, sem báru saman bækur sínar. Mjög góð samvinna Óli Þór segist skynja þann mikla metnað sem Reykjanesbær setur í verkefnið og allir sem standi að þessu vilji vanda sig vel í verkefn- inu. „Það er búið að vera mjög gott að vinna með þeim öllum þátttak- endum í verkefninu, hvort sem það eru stjórnendur, hagsmunaaðilar eða verktakar og samvinnan ein- staklega góð í verkefninu.“ Margir iðnaðarmenn í mörgum rýmum Varðandi fjölda þeirra sem koma að verkefninu segir Óli Þór að að meðaltali hafi verið um að ræða 40-50 iðnaðarmenn á verkstað á verktímanum og langflestir þeirra Suðurnesjamenn. „Við höfum brotið verkliði niður og unnið markvisst. Þetta eru mjög góðir verktakar og fyrirtæki með langa reynslu sem hafa starfað að verkefninu.“ Vegna þess fjölda af rýmum sem eru í húsinu nefnir Óli Þór að gaman sé að segja frá því að oft hafi menn komið inn í hús- næðið og séð kannski 30 bíla fyrir framan húsið og ekki séð nema nokkra menn að störfum við fyrstu sýn og spurt hann hvar eiginlega mannskapurinn sé, því hópurinn hafi verið dreifður við vinnu í þeim u.þ.b. 70 rýmum sem unnið var í að staðaldri. „Þegar ég er að læsa á kvöldin verð ég oft að ganga um allt húsnæði til að tryggja að enginn væri enn að vinna í einhverju rým- inu svo ég læsa þá ekki inni,“ segir Óli Þór hlæjandi. Allt úthugsað Hvert og eitt rými í tónlistarskól- anum er úthugsað og sérstaklega hljóðeinangrað. Í sumum her- bergjum eru t.a.m. veggir sem ekki eru hornréttir eins og upptökurými og í öðrum rýmum eru sérstaklega hljóðeinangraðir veggir. Þá er 140 fermetra æfingasalur í tónlistar- skólanum og rými fyrir nemendur sem ekki hafa kost á að æfa sig heima. Mikilvægur kammersalur Við hliðina á æfingasal tónlistar- skólans er síðan fjölnota kammer- salur sem mun rýma allt að 100 gesti. Þar verður hægt að halda ýmsa viðburði. „Það á eftir að klára þennan sal. Við höfum passað okkur á að fara ekki of langt með hann í framkvæmd, því menn vilja vanda sig vel með þennan sal og annað sem er óklárað á þessari stundu. Erfiðara er að vinna sig til baka, því fylgir aukakostnaður. Safnahlutinn hulinn leynd ennþá Sjálft Poppminjasafnið verður síðan staðsett í aðalsal á neðri hæð og vill Óli Þór ekki gefa of mikið upp um það og brosir. Áætlað er að ljúka við safnahlutann í byrjun mars. Eflaust bíða margir Suður- nesjamenn og aðrir spenntir eftir því að sjá og upplifa þegar þar að kemur. n Mótun og frágangur Hljómahallarinnar gengur vel: Skemmtileg hug- myndavinna undir lokin Skólamatur leitar að jákvæðum einstaklingi til starfa í mötuneyti Sandgerðisskóla. Vinnutíminn er frá kl.9-14. Skólamatur er fjölskylduvænn vinnustaður. Umsóknir berist á fanny@skolamatur.is fyrir 24.janúar. Mötuneyti! Hollt, gott og heimilislegt Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is skolamatur.is -fréttir pósturu vf@vf.is Nettó styrkir Hjálpræðis- herinn í Reykjanesbæ Nettó gaf 100.000 krónur til Hjálpræðishersins í Reykja- nesbæ nú á aðventunni. Fram- lagið var afhent í verslun Nettó í Reykjanesbæ á Þorláksmessu. Það voru þau Bjarki Þór Árnason verslunarstjóri og Erla Valgeirs- dóttir aðstoðarverslunarstjóri sem afhentu framlagið en Hjör- dís Kristinsdóttir, forstöðumaður hjá Hjálpræðishernum í Reykja- nesbæ, veitti framlaginu viðtöku. Myndin var tekin við þetta tæki- færi. Tómas Young, Óli Þór og Árni Sigfússon í Hljómahöllinni. Framkvæmdir eru á lokastigi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.