Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.2014, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 16.01.2014, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. janúar 2014 13 voru á þrotum. Ég mæli ekkert sér- staklega með vínarbrauði en konan keypti handa mér vínarbrauð þegar ég var kominn í Varmahlíð eftir 200 km törn. Þá kláraði ég hálfa vínarbrauðslengju ásamt banönum og fleiru; sársvangur og með lágar orkubirgðir.“ Hann bætir við að ekki sé rétti tíminn til að fara spara við sig hitaeiningar í svona ferð. Morgunmaturinn hafi t.d. saman staðið af kornflögum, múslí og stundum eggi og beikoni. „Það voru um 700-800 hitaeiningar og veitti ekki af. Mjög mikilvægt að borða þannig að maturinn var næstum kominn upp í kok. Ekkert eins slæmt og að vera orkulaus í svona ferð,“ segir Klemenz. Með mikla hreyfiþörf Varðandi lífsstíl segist Klemenz alltaf hafa verið í íþróttum. „Ég var sem gutti í fótbolta, körfu og júdó og spilaði með meistaraflokki Víðis í Garði. Þegar ég hætti í bolt- anum hafði ég áfram hreyfiþörf og fór að hlaupa og hjóla. Hef í raun aldrei stoppað. Dætur mínar þrjár mínar hafa einnig verið í íþróttum. Við höfum gaman af að ganga og höfum gengið töluvert um landið. Þá hjóla ég mjög mikið og áður en ég fór í ferðina tók ég 9-10 daga þar sem ég hjólaði 4-5 tíma á dag á Suðurnesjum; yfir 100 km á dag, alls um 1200 km. Eftir það vissi ég að þetta yrði ekkert mál.“ Frábærar viðtökur Klemenz segir það hafa verið virki- lega gaman að finna stuðninginn við verkefnið og hversu margir fylgdust með. „Það kom skemmti- lega á óvart að það komu nokkrir starfsmenn frá blóðlækninga- deildinni og löbbuðu „Klemmann“ með mér í lokin eftir að hafa fylgst með á Facebook.“ Hann segir söfnunina hafa gengið ótrúlega vel. „Ég hélt að fjárhæðin yrði 200- 400 þúsund en varð tæp milljón. Margir lögðu málefninu lið, bæði einstaklingar og fyrirtæki og kann ég þeim miklar þakkir fyrir. Á síð- asta deginum, þegar við gengum Klemmann, komu inn vel yfir 200 þúsund.“ Svo hafi bætst enn við á meðan þau hafi haldið þessu opnu. „Við fengum svo frábærar viðtökur á blóðlækningadeildinni þegar þau komum með styrkinn. Hann fer í að bæta aðstöðu sjúklinga og að- standenda þeirra á sjúkrahúsinu,“ segir Klemenz. Hann hvetur fólk sem hefur áhuga á áskorun sem þessari á að láta drauminn rætast. Vissulega þurfi að reyna á sig en það gefi mikið til baka. „Það er um að gera að fara af stað, setja sér raunhæf mark- mið samt með áskorun. Í leiðinni er gott að styrkja gott málefni. Það er gott að gefa,“ segir Klemenz að lokum. 1990 - Dagbjartur Einarsson 1991 - Hjörtur Magni Jóhannsson 1992 - Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 1993 - Guðjón Stefánsson 1994 - Júlíus Jónsson 1995 - Þorsteinn Erlingsson 1996 - Logi Þormóðsson 1997 - Steinþór Jónsson 1998 - Aðalheiður Héðinsdóttir 1999 - Sigfús Ingvason 2000 - Bláa lónið / Rúnar Júlíusson / Íþróttafélagið Nes 2001 - Freyja Siguðardóttir / Norðuróp / Fræðasetrið í Sandgerði 2002 - Guðmundur Jens Knútsson 2003 - Áhöfnin á Happasæl KE fyrir björgunarafrek 2004 - Tómas J. Knútsson 2005 - Guðmundur Kristinn Jónsson / Krístin Kristjánsdóttir 2006 - Hjörleifur Már Jóhannsson / Bergþóra Ólöf Björnsdóttir 2007 - Erlingur Jónsson 2008 - Sigður Wíum Árnason 2009 - Jóhann Rúnar Kristjánsson 2010 - Axel Jónsson 2011 - Guðmundur Stefán Gunnarsson 2012 - Nanna Bryndís Hilmarsdóttir / Brynjar Leifsson 2013 - Klemenz Sæmundsson Suðurnesjafólk ársins 1990 til 2013 Klemenz fékk flotta afmæl- istertu í Íslandshringnum. Á síðustu kílómetrunum í Klemmanum í nágrenni veið golfskálann í Leiru. Fjölskyldan afhenti blóðlækningadeild LSH milljón kr. sem söfnuðust Katrín aðstoðar eiginmanninn í hjólahringnum. Á lokakaflanum á Reykjanesbrautinni við Voga með nokkrum hjólafélögum. Klemenz með Katrínu eiginkonu og Soffíu móður sinni á góðri stundu í hringferðinni góðu. Hringvegurinn og „Klemminn“ að baki.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.