Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.2014, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 16.01.2014, Blaðsíða 17
Fríhöfnin ehf. óskar eftir að ráða starfsfólk í sumarafleysingar Um er að ræða störf á lager, skrifstofu, í verslanir Fríhafnarinnar og Dutyfree Fashion á Keflavíkurflugvelli. Leitað er að þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eiga auðvelt með að nálgast fólk, hafa lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir, geta unnið undir álagi og sýnt frumkvæði í starfi. Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 20 ára. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf um miðjan maí. Umsóknafrestur er til og með 7. febrúar. Umsóknum skal skila inn rafrænt á www.dutyfree.is/atvinna. Helstu upplýsingar um starfið veitir Sóley Ragnarsdóttir mannauðsstjóri, soley.ragnarsdottir@dutyfree.is. Fríhöfnin er fyrirmyndarfyrirtæki, fjölskylduvænt og hefur hlotið viðurkenningu fyrir menntastefnu sína. Fríhöfnin hefur sett sér það markmið að vera ávallt til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Í jafnréttisáætlun félags- ins er unnið að því markmiði með margvíslegum hætti og leggur Fríhöfnin áherslu á að jafna hlutfall kynjanna í sambærilegum stöðum. SUMARSTÖRF Í FRÍHÖFNINNI LANGAR ÞIG AÐ VINNA Í BESTU FRÍHÖFN EVRÓPU? Verslun Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskipta- vini fyrirtækisins og áfyllingum í verslun. Unnið er í vaktavinnu. Hæfniskröfur: • Góður sölumaður með ríka þjónustulund • Reynsla af verslunarstörfum • Hæfni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslenskri og enskri tungu Skrifstofa Um er að ræða starf í móttöku félagsins sem felst í símsvörun, umsjón með fundaaðstöðu félagsins og almennum skrifstofustörfum. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 8 til 16. Hæfniskröfur: • Stúdentspróf er skilyrði • Reynsla af skrifstofustörfum er skilyrði • Hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla af Navision Financial er æskileg • Góð tölvu- og enskukunnátta Vöruhús Starfið felst í almennum lagerstörfum. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 7 til 16 og annan hvern laugardag frá kl. 7 til 11. Hæfniskröfur: • Meirapróf er skilyrði • Góð tölvukunnátta • Hæfni í mannlegum samskiptum www.dutyfree.isHVÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -0 1 3 0

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.