Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2014, Síða 1

Víkurfréttir - 23.01.2014, Síða 1
Friðjón Einarsson, bæjar-fulltrúi Samfylkingar í Reykjanesbæ, spyr hvar þing- menn Suðurnesja séu nú þegar þarf á þeim að halda. Almenn- ingssamgöngur á Suðurnesjum voru aftur teknar til umræðu á bæjarstjórnarfundi í Reykja- nesbæ á þriðjudagskvöld vegna þeirrar stöðu sem komin er upp eftir að Vegagerðin sleit ein- hliða samningi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum um einkaleyfi á akstursleiðinni milli Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar og Reykjavíkur. „Er þöggun í gangi?,“ spurði Friðjón á fundinum og vill sjá þingmenn svæðisins taka málið upp, enda hafi tugir milljóna króna verið teknar af sveitar- félögum á Suðurnesjum með því að slíta samningnum; milljónir sem átti að nota til að byggja upp öflugt kerfi almenningssam- gangna á Suðurnesjum. Friðjón fullyrti á bæjarstjórnar- fundinum að hann hefði sent þingmönnum fyrirspurn um málið og ekki fengið svör. „Af hverju hafa þeir ekki dug í að tala við okkur?,“ spurði Frið- jón. Hann hvatti jafnframt fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Reykjanesbæjar til að tala við sitt fólk á þingi. Eysteinn Eyjólfsson, bæjarfull- trúi Samfylkingar, sagði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innan- ríkisráðherra, vera að eyðileggja uppbyggingu í samgöngumálum á Suðurnesjum. Það væri runnið undan rifjum hennar að Vega- gerðin hefði slitið samningnum við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Málið væri tilbúin úlfakreppa af hálfu innanríkis- ráðherra. Nú ætti að einkanýta feitu bitana en þjóðnýta tapið. „Hverra hagsmuna er verið að gæta?,“ spurði Eysteinn og vildi meina að með þessu væri verið að draga taum stórfyrirtækja. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, SSS, væri að vinna sína vinnu vel og að SSS væri með sterka stöðu í málinu. Böðvar Jónsson, forseti bæjar- stjórnar og bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, sagði það ósmekk- legt þegar talað væri um að verið væri að gæta hagsmuna stór- fyrirtækja. Hann benti jafnframt á að búið hefði verið að gera samning við Samband sveitar- félaga á Suðurnesja og ljóst sé að það eigi að greiða bætur fyrir hann. vf.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 FIMMTUDAGURINN 23. JANÚAR 2014 • 3 . TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Full búð af sp enna ndi v örum fyri r han n BÓN DA- DAG UR af lyfjum utan greiðsluþátttöku af lausasölulyfjum og öðrum vörum Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ 16% afsláttur 12% afsláttur Lyfja Reykjanesbæ Krossmóa 4 Sími 421 6565 www.lyfja.is Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19 laugard. 10–16 sunnud. 12–16 Betri kjör fyrir heldri borgara Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ. Við stefnum að vellíðan. - Fjörugar umræður um almenningssamgöngur í bæjarstjórn Reykjanesbæjar Hvar eru þingmennirnir? REGNBOGI Í REYKJANESBÆ Flóabandalagið og Verslunarmanna- félag Suðurnesja fella kjarasamning Flóabandalagið, sem Verka-lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis á aðila að, hefur fellt kjarasamning sem gerður var milli Alþýðu- sambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsfélag Grindavíkur hefur einnig fellt samninginn og sömu sögu er að segja af Verslunarmanna- félagi Suðurnesja. Verkalýðs- félag Sandgerðis samþykkti hins vegar samninginn. Flóabandalagið (Efling, Hlíf og VSFK) Já 46% Nei 53% Auðir og ógildir 1% Samningurinn er felldur. Verkalýðsfélag Grindavíkur Á kjörskrá 648, atkvæði greiddu 172 eða 26% Já 29 eða 17% Nei 136 eða 79% Auðir 7 Samningurinn felldur. Verslunarmannafélag Suðurnesja Á kjörskrá voru 1.222. 139 greiddu atkvæði eða 11.37& Já 44 eða 32%, Nei 93 eða 67% Auðir 2 eða 1% Samningurinn felldur. Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis Á kjörskrá 360, atkvæði greiddu 107 eða 30% Já 63 eða 59% Nei 40 eða 37% Auðir og ógildir 4 eða 4% Samningurinn samþykktur. - Sjá nánar á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.