Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 23.01.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 HVATAGREIÐSLUR 2014 Íþróa- og tómstundasvið Reykjanesbæjar biður gjaldkera íþróa- og tómstundafélaga (einig listgreina s.s. dans, söngur og ballet) í Reykjanesbæ að senda á rafrænu formi (excelskjal) e­irfarandi upplýsingar á netfangið hvatagreidslur@reykjanesbaer.is • Staðfestingu á að iðkandi/þátakandi hjá deild/félagi hafi grei æfinga- eða þátökugjald vegna ársins 2014 • Upphæð gjaldsins • Kennitölu og nafn barns og kennitölu og nafn foreldris/forráðamanns Þegar þessar upplýsingar hafa borist Þjónustuveri bæjarins mun Reykjanesbær greiða kr. 10.000.- til foreldra barna í gegnum kerfið Mi Reykjanes. Greiðsla fer fram 10. hvers mánaðar, í fyrsta skipti 10. febrúar og lýkur 10. desember 2014. Hvatagreiðslur nýtast ekki fyrir Frístundaskólann. Greiðslurnar eru fyrir grunnskólanemendur þ.e. 6-16 ára. Íþróa- og tómstundasvið LISTASAFN REYKJANESBÆJAR KRÍA/KLETTUR/MÝ Verið velkomin við opnun einkasýningar Svövu Björnsdóur í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum laugardaginn 25. janúar kl. 15.00. Sýningin stendur til 9. mars. Ókeypis aðgangur. EKUR ÞÚ VARLEGA? 30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega Sýnum tillitssemi – ökum varlega. 30 NESVELLIR LÉTTUR FÖSTUDAGUR 24. JAN. KL. 14:00 Sigurður Guðmundsson frá UMFÍ kynnir landsmót 50+ á Húsavík Allir hjartanlega velkomnir -fréttir pósturu vf@vf.is Vantar starfsmenn í sumarafleysingar við eldsneytisáfyllingar á flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Vaktavinna Viðkomandi þarf að hafa meirapróf og trailer réttindi. Hreint sakavottorð er skilyrði. Upplýsingar veitir Helgi í síma 425-0752 og helgi@eak.is Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli MEIRAPRÓFSBÍLSTJÓRI Spennandi verkefni á norður- slóðum kynnt á Ásbrú -kynningarfundur í dag kl. 17:00. Hvað eru norðurslóðir? Svörin við því fást á kynn- ingarfundi sem verkefnastjórn á vegum Heklunnar - Atvinnuþró- unarfélags Suðurnesja, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi og Isavia halda nk. fimmtudag, 23. janúar kl. 17-19. Fundurinn verður haldinn í þróunarsetr- inu Eldey, Grænásbraut 506, á Ásbrú. Allir eru velkomnir á fundinn. Mikilvægt er að fyrirtæki á Reykjanesi og aðrir sem hafa áhuga á málefninu, komi og kynni sér hvaða framtíðartækifæri fel- ast í verkefnum á Grænlandi og Norður-Íshafinu. Samtök atvinnurekenda á Reykja- nesi, Heklan og ISAVIA skipuðu fulltrúa í verkefnishóp til að skoða tækifæri sem gætu skapast með verkefnum á norðurslóðum þegar skipaumferð eykst, verkefni á Grænlandi aukast og það verði farið að bora fyrir olíu og gasi á Drekasvæðinu. „Lögð er áhersla á að markaðs- setja Ísland sem aðila til að takast á við þessi verkefni og þurfum við að vinna ötullega að undirbúningi þessara verkefna þannig að við séum tilbúin þegar þau koma. Í þessu tilefni þá hafa SAR og Heklan skrifað undir samstarfs- yfirlýsingu við atvinnuþróunar- félag Eyfirðinga þess efnis,“ segir Guðmundur Pétursson, formaður SAR, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi í samtali við Víkur- fréttir. „Næsta skref í ferlinu er að sam- starfsaðilar okkar á Norðurlandi koma hingað þann 23. janúar til að kynna þá aðila sem helst koma að þessu á Norðurlandi. Ísland á alla möguleika á að geta þjónað þessum verkefnum ef staðið er saman sem ein heild í undir- búningi og skipulagi. Tækifærin eru fjölmörg og má nefna að hér á svæðinu er alþjóðaflugvöllur með mannvirki sem mætti nýta sem birgðastöð, alþjóðlega höfn og mikið af mannvirkjum sem gætu nýst í þeim efnum. Þarna gætu skapast tækifæri í að efla ferðaþjónustu í báðar áttir og þar með stuðla betur að beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Norður- lands og til baka. Hér var í mörg ár rekin björgunarsveit Varnar- liðsins og eru mörg mannvirkin sem notuð voru enn til staðar og má skoða það í þessu samhengi,“ segir Guðmundur Pétursson jafn- framt. Frá Grænlandi. Þar eru ýmis verkefni sem þjónustua má frá Suðurnesjum. Ljósmynd: Haraldur Haraldsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.