Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2014, Side 4

Víkurfréttir - 23.01.2014, Side 4
fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 Hugmyndir að hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur voru kynntar á opnum fundi á Ásbrú í vikunni. Hraðlest gæti hafið starf- semi árið 2022 miðað við að farið verði í verkefnið strax á næsta ári. Stofnkostnaður yrði á bilinu 95-105 milljarðar króna. Run- ólfur Ágústsson ráðgjafi fór yfir möguleika hraðlestarsamgangna á þessari leið en hann hefur verið að skoða verkefnið fyrir Kadeco - Þróunarfélag Keflavíkurflug- vallar, verkfræðistofuna Eflu, fyrirtækjaráðgjöf Landsbank- ans, Isavia, Ístak, Reykjavíkur- borg, fasteignafélagið Reiti og Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum. Markmið verkefnis var að kanna kostnað og hagkvæmni þess að byggja og reka hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og mið- borgar Reykjavíkur í einkafram- kvæmd. Hámark 20 mínútna ferðatími Forsendur hraðlestar eru að ferða- tími verði innan við 20 mínútur að hámarki og að ferðatíðni verði á 15 mínútna bili á annatíma. Undir- búningstími vegna hraðlestar er 4 ár og framkvæmdatíminn er 3 ár. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir 3-4 milljónum far- þega á ári 2023 en 5-6,5 milljónum ársfarþega 10 árum síðar. Stofn- kostnaður vegna hraðlestar er á bilinu 95-105 milljarðar króna en gert er ráð fyrir um 10 milljarða ársbrúttótekjum við opnun. Fjórar lestareiningar á tvöföldum teinum Hraðlestin mun notast við tvöfalda teina eftir yfirboði frá Keflavík að Hafnarfirði. Einfaldur teinn liggur svo um göng frá Straumsvík að miðborg Reykjavíkur. Lengd leiðar er 46 km, þar af 12,3 í göngum. Meðalhraði lestarinnar er u.þ.b. 180 km/klst. Hámarkshraði rúm- lega 200 km/klst. Fjórar lestarein- ingar sem geta í upphafi annað allt að 1.000 manns á klukkustund í hvora átt. Möguleiki á að a.m.k. tvöfalda þá getu síðar. Hugmyndin gerir ráð fyrir að aðeins séu tvær lestarstöðvar, önnur sem yfirbyggð lestarstöð við flugstöðina, hin neðanjarðarstöð við gangaendann í miðborg Reykjavíkur. Fjórir mis- munandi farþegahópar myndu nýta sér lestarsamgöngurnar. Fyrst skal nefna erlenda ferðamenn á leið til og frá landinu, þá íslenska ferðamenn í sömu erindum. Þriðji hópurinn eru svokallaðir skiptifar- þegar og loks almennir innlendir farþegar. - KEFLAVÍKURHRAÐLESTIN // Möguleikar á lest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar skoðaðir: Þetta er gríðarlega stór fram-kvæmd. Við erum að áætla kostnað upp á 95-105 milljarða króna og að framkvæmdin taki um 4 ár í undirbúningi og um 3 ár í framkvæmd. Þetta er mjög stórt verkefni sem myndi hafa mikil áhrif á Suðurnesjum og myndi færa Suðurnes í sömu stöðu og úthverfi Reykjavíkur, sem myndi hækka fasteignaverð og bæta atvinnulífið“. Þetta segir Runólfur Ágústsson, ráðgjafi, sem vinnur að úttekt á því hvort hagkvæmt sé að ráðast í lagningu lestarspors milli Kefla- víkurflugvallar og miðborgar Reykavíkur. - Nú heyrum við áhyggjur hjá ferðaþjónustunni að þetta muni senda alla útlendingana beint til Reykjavíkur. „Lestin virkar í báðar áttir. Ég held að það sé að skapast með þessu, ef af verður, miklu stærri og fleiri tækifæri heldur en þær ógnanir sem mögulegar breytingar hafa í för með sér. Menn þurfa að mæta því með opnu og jákvæðu hugarfari og skynja tækifærin sem breytingar hafa í för með sér. - Er þetta raunhæft verkefni? „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Almennt er talið að það þurfi þrjár milljónir far- þega til að standa undir svona framkvæmd að lágmarki. Við erum að gera ráð fyrir 3 til 4 millj- ónum farþega árið 2024 og svo hóflegum vexti þaðan í frá. Við teljum að þetta geti verið og sé klárlega raunhæft verkefni. Við erum að reikna arðsemina og erum hóflega bjartsýn á að þetta gangi upp“. - Miðað við þá stóru tölu sem þetta kostar, þetta er þá lengi að borga sig upp. Hverjir eru til- búnir að kaupa sig inn í svona fyrirtæki? „Verkefnið og framtíð þess ræðst af slíku að hægt sé að selja það fjárfestum. Við erum að horfa á þetta til 30 ára; að menn fái á þeim tíma sína peninga til baka“. - Þú vilt meina að innan 10 ára verði þetta raunhæft og að fram að þeim tíma noti menn tímann til að vinna í málinu? „Það er hugmyndin. Við erum að vinna að viðskiptaáætlun og ætlum að skila henni af okkur um miðjan febrúar. Við erum komin með stofnkostnaðinn nokkuð vel framsettan. Við höfum nokkuð góða hugmynd um mögulegar tekjur og erum núna að vinna í rekstrarkostnaði, sem skiptir verulegu máli“. - Stendur þetta ekki og fellur með því að einhverjir séu tilbúnir að borga brúsann? Ertu með hug- myndir um fjárfesta, t.d. lífeyris- sjóði? „Ég ætla ekki að hafa hugmyndir um það. Verkefnið stendur og fellur með því að sterkir fjárfestar séu tilbúnir að leggja í það fjár- magn vegna þess að þeir sjá arð- semina og sjá sér hag í því. Svona framkvæmd þarf bæði að fram- kvæma með eigin fé og lánsfé. - Þú fékkst margar spurningar úr sal á kynningarfundinum og þær voru alls ekki allar jákvæðar. „Þær voru bæði jákvæðar og neikvæðar. Ég held að heildar- áhrifin hér suðurfrá af þessari framkvæmd verði afar jákvæð en auðvitað breytingar fyrir ákveðna aðila. Það er ljóst að þessi sam- göngumáti verður í samkeppni við aðra samgöngumáta eins og rútur, bíla og vegi. Þetta er kannski bara partur af því sem koma skal í okkar samfélagi“. Hraðlestin raunhæft verkefni Fjórar hraðlestir í förum á milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur? - segir Runólfur Ágústsson ráðgjafi Hraðlest við Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Gæti verið raunveruleiki innan áratugar. Texti og myndir: Hilmar Bragi Bárðarson / Páll Ketilsson Lestin virkar í báðar áttir. Ég held að það sé að skapast með þessu, ef af verður, miklu stærri og fleiri tækifæri heldur en þær ógnanir sem mögulegar breytingar hafa í för með sér. RUNÓLFUR ÁGÚSTSSON Frá opnum fundi á Ásbrú í vikunni þar sem hugmyndin um hraðlest var kynnt.tjú tjú! Ekki nauðsynlegt að flytja innanlandsflugið Flutningur innanlandsflugs úr Vatnsmýri til Keflavíkurflugvallar er ekki for- senda lestar en hún skapar stóraukin sóknarfæri í innanlandsflugi. Farþegar í innanlandsflugi myndu litlu bæta við heildarfarþegafjölda. Styttri tengitími milli alþjóða- og innanlandsflugs myndu skapa innanlandsfluginu ný tæki- færi en fáir erlendir ferðamenn nýta innanlandsflugið sem samgöngukost. Skiptar skoðanir Á fundinum á Ásbrú í dag komu fram mjög skiptar skoðanir á hugmyndinni um hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur. Áhyggjur manna beinast helst að ferðaþjónustu á Suðurnesjum og að með lest sé verið að flytja ferðafólk beint út af svæðinu. Þá var einnig talað fyrir því að með því að tvöfalda Reykjanesbrautina alla leið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og til Reykjavíkur þá væri hægt að stytta ferðatíma enn frekar og með þreföldun brautarinnar væri einnig hægt að auka ferðahraða umtalsvert og nálgast þau markmið sem sett eru með ferðatíma hraðlestar á milli þessara staða.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.