Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 23.01.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 -ritstjórnarbréf vf.is Á háhraða út úr bænum Á fyrstu dögum þessarar viku síðla janúar- mánaðar voru tveir kappar á leið út úr bænum á miklum hraða. Hannes Friðriks- son er maður vikunnar á Suðurnesjum og Runólfur Ágústsson er örugglega númer tvö. Báðir á miklum hraða í lífinu. Þorrablóts-annáll Keflvíkinga heillaði á sjöunda hundrað gesti á blótinu og hafði síðan marg- feldisáhrif þegar Víkurfréttir og fleiri sýndu þennan skemmtilega videó-annál. Hannes Friðriksson, sem hefur staðið í framlínu bæjar- pólitíkur í Reykjanesbæ fyrir Samfylkinguna og verið duglegur að halda meirihluta Sjálfstæðismanna við efnið með skrifum í Víkurfréttir, var í hópnum sem tók gríninu illa. Hann hótaði að stinga af með fyrsta bíl út úr bænum og fann annál Keflvíkinga allt til foráttu. Keflvíkingar svöruðu því til að annállinn ætti bara að vera upplýsandi og skemmtilegur, kannski pínu kryddaður. Hvað um það. Hlutir gerðust hratt og viðbrögð við viðbrögðum Hannesar voru mikil í samfélaginu og meira að segja rataði þetta í stóru netmiðlana. Nýjustu fréttir eru þær að Hannes hefur tekið gleði sína á ný og er kominn heim eins og hann segir í grein í blaðinu. Til stóð að blása í friðarpípu og gera video-„skets“ með Hannesi „komnum heim“. Kíkið á vf.is til að sjá hann. Þetta er góður endir. Hannes segist hafa fengið fólk til að hugsa um ímynd bæjarfélagins og annálsmenn eru ánægðir að Hannes sé ekki lengur í fýlu. Fínasta niðurstaða. Allir glaðir og hressir í byrjun árs. Ef annállinn hefði farið illa í fleiri er ekki ólík- legt að það hefðu orðið miklir fólksflutningar úr bænum. Runólfur háhraðalestar-kappi kynnti í vikunni grundvöll fyrir því að koma upp lestarkerfi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Virkilega athyglis- vert mál. Áhrifin verði lang mest góð fyrir Suðurnesjamenn. Jóhann heitinn Einvarðsson, þingmaður og bæjarstjóri, reifaði fyrst þessa hug- mynd fyrir allmörgum árum síðan. Þá var hlegið og hugmyndin þótti ekki tímabær. Eflaust var Jóhann framsýnn og miðað við orð Runólfs er þetta ekki spurning um hvort þetta verður að veruleika - heldur bara hvenær. Miðað við faraþegaspár til næstu ára er líklegt að svo sé rétt. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Páll Ketilsson skrifar SÍMI 421 0000 -mundi Farðu úr bænum - hvað þetta var fyndinn annáll! Næstkomandi laugardag, 25. janúar, verður opnuð sýning á nýjum verkum Svövu Björnsdóttur, myndlistarmanns í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus- húsum, í Keflavík. Svövu þarf vart að kynna; hún hefur um árabil verið meðal þeirra lista- manna sem mest hafa lagt til endur- nýjunar þrívíddarlistarinnar á land- inu. Allt frá því hún sneri heim frá Þýska- landi við upphaf ní- unda áratugarins, eftir glæstan námsferil og margvíslegan framgang í München og víðar í Evrópu, hefur hún sent frá sér fjölda verka sem umbylt hafa viðteknum hugmyndum okkar um hlutverk og verkan þrívíddarmynda í nútíma umhverfi. Verkin hefur hún steypt úr lituðum pappírsmassa, sem hefur gert henni kleift að nýta sýn- ingarrými – og rými almennt – með nýjum hætti. Þannig virkjar Svava ekki einasta gólf og veggi, heldur einnig loft, skúmaskot og afkima sýningarrýmisins. Með markvissri sviðsetningu verka sinna gerir hún sérhvert rými að heildstæðri inn- setningu með dramatísku ívafi. Formgerð Svövu er sömuleiðis óvenjuleg. Verk hennar minna í senn á vélarhluta, form náttúrunnar og lifandi verur, og eru jafn fjölbreytileg að inntaki. Lögun og litróf verkanna skipta hana mik lu máli, en einnig léttleiki þeirra, samspil og ljóð- rænn slagkraftur. Fyrir sýninguna í Lista- safni Reykjanesbæjar s e tt i Svava saman innsetningu sem hún nefnir KRÍA/KLETTUR/MÝ, og er tilraun til að skapa samnefnara fyrir ákveðna náttúruinnlifun. Og þó að þessi innlifun sé ekki bein endur- speglun aðstæðna hér í Keflavík, er eflaust margt í henni sem Suður- nesjabúar kannast við. Sýningin er opnuð kl. 15 KRÍA/KLETTUR/MÝ Vel heppnað Keflavíkurþorrablót Rúmlega sexhundruð Keflvíkingar skemmtu sér vel á Þorrablóti Keflavíkur 2014 sem fram fór í Íþróttahúsi Keflavíkur sl. laugardag. Þrátt fyrir mikið fjör og mikinn mannfjölda fór allt vel fram. Frábær þorramatur frá Réttinum, fjöl- breytt skemmtiatriði og brekkusöngur sló í gegn. Þá var fluttur videoannáll og góð veislustjórn var í höndum Jóns Björns Ólafssonar. Ingó og veður- guðirnir sáu um danstónlistina og gerðu það með stakri prýði. Á meðfylgjandi myndum má sjá lítinn hluta af prúðbúnum þorragestum. Á efstu myndinni eru kapparnir úr Þorrablótsnefndinni. Í myndasafni á vf.is má sjá fleiri myndir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.