Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2014, Page 8

Víkurfréttir - 23.01.2014, Page 8
fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 Fylgist ágætlega með því sem er að gerast í gamla heimabænum LIST ÁN LANDAMÆRA LISTAHÁTÍÐ FJÖLBREYTILEIKANS List án landamæra er Listahátíð sem haldin er á landsvísu einu sinni á ári. Þar er pláss fyrir alls konar fólk og alls konar atriði. List án landamæra á Suðurnesjum, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, leitar að atriðum og þátakendum, til þátöku í hátíðinni 2014 sem hefst 24. apríl og stendur yfir í um tvær vikur. Listafólk, aðstandendur listafólks, listnemar, leiðbeinendur, gallerýrekendur, leikhússtjórar, tónleikahaldarar, forsetar, hugmyndasmiðir, smiðir og aðrir þeir sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg eru sérstaklega hvair til að hafa samband. Áhugasamir hafi samband fyrir 5. febrúar á netfangið menningarfulltrui@reykjanesbaer.is eða í síma 863-4989. FJÖLSKYLDUVÆNN VINNUSTAÐUR 2014 Vinnur þú á Ÿölskylduvænum vinnustað? Leitast fyrirtækið sem þú vinnur hjá við að gera starfsmönnum sínum kleiŽ að samræma sem best ‘ölskyldu- og atvinnulíf? Hefur þú og samstarfsmenn þínir áhuga á að tilnefna ykkar vinnustað fyrir jákvæ viðmót til ‘ölskyldunnar og stuðla þannig að því að fyrirtækið fái viðurkenningu Reykjanesbæjar sem ‘ölskylduvænt fyrirtæki? Ef svarið við spurningunum er jákvæ, þá eruð þið hvö til að senda inn tilnefningu á olskyldan@reykjanesbaer.is fyrir 28. janúar 2014. Ke f l v í k i n g u r i n n G e o r g Brynjarsson var áberandi í Reykjanesbæ upp úr aldamót- unum síðustu. Hann hóf ungur rekstur á tölvufyrirtækinu Gjorby margmiðlun og lét m.a. að sér kveða í stjórnmálum í bænum. Hann hálfpartinn hvarf af sjónar- sviðinu þegar hann fór í háskóla- nám fyrir rúmum sjö árum síðan. Georg dúkkaði upp á dögunum þegar hann var ráðinn til starfa sem hagfræðingur Bandalags háskólamanna (BHM). Blaða- maður Víkurfrétta sló á þráðinn til Georgs og spurði hann hvað hefði á daga hans drifið síðan hann kvaddi heimaslóðirnar, en Keflvíkingurinn hefur ýmislegt verið að bralla hérlendis sem erlendis. Georg er nú kominn heim til Íslands eftir töluverða dvöl erlendis. Hann er ekki alveg viss um hvort hann sé kominn heim fyrir fullt og allt, en hann fer ekki í neinar grafgötur með það að honum þótti lærdómsríkt að læra og vinna erlendis. Hann segist því vel geta hugsað sér að taka upp þráðinn og fara aftur út í heim þegar fram líði stundir. Fyrst hefur hann þó hugsað sér að ljúka þeim verkefnum sem hann er að fást við þessi misserin og öðlast reynslu í starfi. Fannst nám vera tímasóun Georg byrjaði rekstur á eigin fyrir- tæki þegar hann var kornungur, eða aðeins 17 ára gamall. Honum var frekara nám ekki ofarlega í huga. „Mér fannst þetta ekki skipta neinu máli, fannst þetta bara vera tímasóun. Mér fannst skólinn ekkert geta kennt mér neitt sem ég þurfti að vita. Maður varð svo auðmýkri þegar skólagangan hófst aftur síðar,“ segir Georg og hlær. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt fjall að klífa að hefja nám eftir langt hlé. „Þessi ár eftir að ég hóf háskólanám hafa þó verið skemmtilegustu ár ævi minnar. Háskólanámið átti vel við mig.“ Háskólagráðurnar hans tvær samanstanda af námi við fjóra mis- munandi skóla, en hann segir að það hafi verið gott að fara út fyrir þægindahringinn þegar hann bjó m.a. í Bandaríkjunum, Danmörku og Lúxemborg. Hinn 33 ára gamli Georg starfaði eins og áður segir í tölvugeiranum en hann hóf háskólanám þegar hann var 25 ára. „Mér fannst tölvu- tæknin búin að slíta barnsskónum og mig langaði að breyta til. Mér fannst ég vera staðnaður að vissu leyti. Þegar ég fór í nám vissi ég í raun ekkert hvert þetta myndi leiða mig.“ Georg hafði þó hug á því að læra hagfræði. Áður hafði hann haft áhuga á stjórnmálafræði en fannst sem hagfræðin væri hag- nýtari. Hér á árum áður var Georg nokkuð áberandi í viðskiptalífinu og stjórn- málum í Reykjanesbæ. Hann var um tíma formaður Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna. Georg var svo kosningastjóri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesbæ fyrir al- þingiskosningarnar 2003 og fyrir bæjarstjórnarkosningar árið 2006. „Ég tók jú þátt í stjórnmálastarfi hér áður fyrr, maður var stundum duglegur við það að rífa kjaft,“ segir Georg léttur í bragði. Í dag er hann óflokksbundinn og laus við stjórn- málavírusinn í bili að eigin sögn. Georg hélt fyrst til náms við Há- skólann á Bifröst. Þaðan fór hann til Kaliforníufylkis í Bandaríkj- unum í skiptinám og þar var hann í hruninu árið 2008. Aftur fór Georg í skiptinám og nú var það Danmörk sem varð fyrir valinu, en þar lauk hann svo meistaragráðu í hagfræði árið 2012. Samhliða námi starfaði hann um tíma í Lúxemborg sem sérfræðingur hjá hagdeild EFTA sem hann segir hafa verið mikið veganesti inn í framtíðina. Að loknu námi lá leiðin í utanríkis- ráðuneytið þar sem hann vann við efnahags- og gjaldmiðilshlutann í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. „Það að vinna beint við aðildarviðræðurnar var alveg einstakt, það var afskaplega lærdómsríkt og skemmtilegt“. Það starf var eðli málsins samkvæmt tímabundið og Georg hélt á önnur mið. Þá stóð til boða að taka við starfi sem hagfræðingur BHM sem eru heildarsamtök háskólamennt- aðra á vinnumarkaði á Íslandi. Georg var í þeim hugleiðingum að leita sér að einhverju til lengri tíma. „Þetta fannst mér sérstaklega spennandi þar sem um nýja stöðu er að ræða. Mitt verk er að móta hér skrifstofu hagfræðings BHM frá grunni.“ Georg segir að BHM hafi hingað til ekki verið jafn áberandi í almennri þjóðfélagsumræðu og kannski önnur heildarsamtök launþega þótt bandalagið sé engu að síður rót- gróið. „Það má segja að þessi nýja staða (hagfræðings) sé til marks um það að bandalagið vilji gera sig breiðari í þjóðfélagsumræðunni, enda háskólamenntuðum sífellt að fjölga á vinnumarkaði og mikil- vægt að þeir eigi sér öflugan mál- svara. Fyrir mig að koma að þessu á þessum tímapunkti á mínum starfsferli er mjög áhugavert og spennandi,“ segir hann. Georg segist fylgjast ágætlega með því sem er að gerast í gamla heima- bænum, enda eigi hann þar bæði fjölskyldu og vini. „Ég heimsótti mömmu talsvert á námsárunum en eftir að ég flutti heim og til Reykjavíkur hefur hún eiginlega meira komið til mín“. Hann segir að það sé gaman að vera ættaður úr Reykjanesbæ enda sé ánægju- legt að sjá hve brottfluttir Suður- nesjamenn hafi náð langt á flestum sviðum samfélagsins á Íslandi. „Þó auðvitað sé það sérstaklega áber- andi á sviði menningar og lista“ segir Georg. Hann segist muna vel hve gaman það var að hitta brottflutta Kefl- víkinga sem komu og heimsóttu Reykjanesbæ á Ljósanótt. „Mér fannst svolítið skrítið þegar ég upp- götvaði að nú er ég orðinn einn af þeim,“ segir Georg að lokum. n Keflvíkingurinn Georg Brynjarsson: Skrítið að vera gestur á Ljósanótt -viðtal pósturu eythor@vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.