Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 23.01.2014, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 Flestir koma vegna líðan Guðrún Inga viðurkennir að flestir leiti til hennar vegna líðan leiti einnig til hennar vegna námstækni. „Við erum með sálfræðing sem sér aðallega um að greina nemendur. Svo tekur námsráðgjafi við varðandi það sem þarf að vinna í með nemendum. Námsráðgjafar vilja fæstir hafa þetta svona. Þetta er hluti af mínu starfi og ég nýt leiðsagnar sálfræðings og félags- ráðgjafa í þessari vinnu. Ég hef aukið menntun mína á þessu sviði til að komast til móts við þarfir nemenda,“ segir Guðrún Inga og leggur sérstaka áherslu á að undirstaða náms sé líðan nemanda og því þurfi að passa vel upp á hana. Marktæk könnun með nafngreiningu Gerð er könnun árlega á líðan nemenda í 3. - 10. bekk þar sem þeir svara spurn- ingum undir nafni. Einnig geta nemendur nafngreint þá sem mögulega valda þeim vanlíðan og þolendur ein- eltis eru einnig nafngreindir. Guðrún Inga vinnur úr könnuninni og kemur upplýsingum til kennara sem fer yfir mál umsjónarnemenda sinna. Í framhaldinu er nemendum boðið að koma til Guðrúnar Ingu í viðtal. „Við fengum gagnrýni um nafngreiningu frá örfáum, en svo fékkst samþykki frá foreldrum um að hafa könnunina eins og áður. Nú síðast voru 93% nemenda sem tóku þátt í könnuninni. Hún er því vel marktæk,“ segir Guðrún Inga og bætir við að helst séu það eldri nemendur sem nenni ekki að taka þátt. Þeir sem hafi eitthvað að segja svari allir könnuninni. „Könnunin gefur góða mynd af líðan barna en ég held að aðrir grunnskólar á landinu hafi sína könnun nafnlausa.“ Ofbeldismál mjög falin Erfiðustu mál sem koma á borð Guðrúnar Ingu eru barnaverndarmál. „Það koma upp ofbeld- ismál en þau eru ofboðslega falin. Samstarf lögreglunnar, félagsþjónustunnar og hinna á Suðurnesjum í þessum málum er mjög gott. „Við höfum fengið til okkar nemendur sem segja frá og jafnvel í fyrsta sinn,“ segir Guðrún Inga og bætir við að nemendur geti komið við hjá henni hvenær sem er. Hún sé oftast með opið í frímínútum og þeir viti hvar hana er að finna. Þeir þurfi ekki beiðni frá foreldrum eins og áður var. Það nægi bara tölvupóstur frá for- eldrum eða símtal til að panta viðtal og þeir séu ánægðir með það. „Ég er fyrst og fremst talsmaður nemenda og starfa með nemendafulltrúaráði skólans sem við köllum Stuðboltana. Hver bekkur hefur sinn full- trúa í ráðinu sem er ætlað að auka lýðræði nemenda og koma með hugmyndir að bættum skólabrag. Ég funda með Stuðboltum f imm sinnum á ári og kem þeirra hugmyndum áfram til starfs- fólks og stjórnenda. Það er gefandi og gaman að vinna með Stuðboltum í þessari vinnu,“ segir Guðrún Inga. Fleiri strákar en stelpur leita til hennar Þá segir Guðrún Inga fleiri drengi leita til hennar en áður. Hundrað fleiri strákar en stelpur komu til hennar á síðasta skólaári en árið áður. „Kannski eru þeir opnari og tilbúnari að leita lausna. Mér finnst það jákvætt. Ég er einnig með reiðinámskeið, prófkvíðanámskeið, kvíðahópa og sjálfstyrkingarnámskeið.“ Hún segir að börn þurfi að geta tjáð sig og að for- eldrar leiti til hennar til að tala við barnið sitt ef eitthvað amar að. Allir séu að verða opnari. „Svo þurfa börn stundum bara slökun og við höfum slökunarrými til þess. Ég fór á námskeið þar sem ég lærði að tileinka mér sjálfstyrking- araðferð sem kallast Baujan. Allir fundir enda með slökun sem mér finnst virka mjög vel á nemendur. Börnin koma stundum fjögur í einu og láta ekkert trufla sig. Segjast bara hafa andað niður í maga og þá lagaðist allt,“ segir Guðrún Inga brosandi. - fréttaskýring // Náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum Suðurnesjum ÞAR SEM HJÖRTU SKÓLANNA SLÁ Texti og mynd: Olgabjort@vf.is Náms- og starfsráðgjafar sinna afar mikilvægu starfi í samfélagi okkar, meðal annars innan skólakerfisins. Með því að ræða við þá gefast tækifæri til að skoða og meta eigin stöðu, til dæmis áhuga og hæfni, átta sig á hvaða möguleikar eru í boði og gera áætlun um hvert skal stefna. Að mati náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum á Suðurnesjum hefur áhersla breyst á undanförnum áratug úr því að vera það sem lög- verndað starfsheiti þeirra gefur til kynna yfir í viðtöl vegna líðan skólabarna. Í sumum tilfellum hafa ofbeldismál á heimilum eða vitneskja um slæmt bakland komið fyrst í ljós í slíkum viðtölum. Olga Björt hitti þau sem sinna þessu starfi í grunnskólunum og ræddi við þau um afar fjölbreytt verkefni sem þau fást við og það sem skiptir þau mestu máli, velferð barnanna. Fjallað verður um þetta í þessu tölublaði og næstu blöðum. n Könnun um líðan ber meiri árangur með nafngreiningu: Er fyrst og fremst talsmaður nemenda Kannski eru strákar opnari og tilbúnari að leita lausna. Mér finnst það jákvætt Í alls kyns erindagjörðum Starfið felst í náms- og starfsfræðslu, sjálfs- styrkingarnámskeiðum, aðstoð við markmið- setningu, námstækni og persónulegum við- tölum. Nemendum er frjálst að nálgast hana og geti t.d. bara bankað upp á. Hún er með dyrnar opnar þegar hún er laus. „Þau koma í alls kyns erindagjörðum. Unglingarnir eru að spá í hvað þeir vilji gera eftir grunnskóla. Aðrir koma til að spjalla. Þau fara oft léttari í anda út ef þeim hefur liðið illa. Þau opna sig stundum mjög mikið og það hefur komið mér á óvart hversu mikið þau treysta mér. Þau vita að það sem þau ræða við mig fer ekki lengra,“ segir Steinunn. „Hún þarf aðeins að tala við þig“ Steinunn segir brosandi að oft komi félagar með vini sína með sér og segi: „Hún þarf að- eins að tala við þig“ og krakkarnir styðji oft hvert annað. Hún sé í vinnunni til klukkan fjögur síðdegis og nemendur hafi því tækifæri til að lauma sér til hennar eftir skólatíma ef þau vilji ekki að aðrir taki eftir því. „Annars eru þau frekar ófeimin við þetta. Kynjahlutföll eru ekki áberandi og bæði strákar og stelpur mjög dugleg að kíkja við.“ Tekin í einkaviðtöl í 10. bekk Steinunn fer inn í bekkina með fræðslu um nám sem eru í boði eftir grunnskóla, talar við nemendur um hvað hentar þeim best miðað við hvað þau langar að vinna við að námi loknu. Hún hjálpar þeim við að finna út hvað skiptir þau mestu máli þegar velja á starf og nám við hæfi. Nemendur í 10. bekk eru teknir í einka- viðtöl þar sem hugleiðingar þeirra eru ræddar og þeir aðstoðaðir við að velja það sem hentar hverjum og einum. Meiri kvíði og andleg vanlíðan Hún segist hafa fundið mun á líðan barna undanfarin ár. „Meiri kvíði og andleg vanlíðan. Ég hef spurt sjálfa mig hvort um væri að ræða tilviljun því svona komi stundum í bylgjum eða hvort ástandið í þjóðfélaginu hafi sitt að segja. Erfitt sé að greina orsakavaldinn. Slík tilfelli eru unnin í samvinnu við aðra fagaðila eða vísað til skólasálfræðingsins,“ segir Steinunn. Sigrarnir mest gefandi Ef nýr nemandi byrjar í skólanum kynnir Stein- unn sig fyrir honum svo að hann viti hver hún er. Svo spyr hún hann hvernig gengur, hvort hann sé búinn að eignast vini og hvernig námið leggist í hann. „Það sem er mest gefandi við starfið eru mannlegu samskiptin og sjá sigrana sem krakkarnir ná. Að sjá þau blómstra,“ segir Steinunn að lokum. Stelpur almennt opnari „Yngri börnin eru dálítið opnari en sum feimin. Stelpur eru almennt opnari og duglegri að tala um tilfinningar. Strákar eru aftur á móti oft hræddir við hvern annan eða hræddir um við- brögð hinna,“ segir Sigríður. Félagar barnanna komi líka og láta vita um leið ef eitthvað er að hjá vini sínum. Sumir komi í hópum og þá oftast stelpur. Stundum koma þau með við- komandi með sér og í öllum tilfellum komi stelpur með stráka með sér. Einhverjir segjast ekki hafa neinn til að tala við og um er að ræða stráka í öllum þeim tilfellum. Foreldrar eiga of annríkt Sigríður segir dálítið um að börn leiti til hennar vegna samskiptavanda. Þau ímyndi sér að þessi eða hinn hugsi svona eða hinsegin. „Oft kunna þau ekki að leysa úr málum. Fá allskonar upp- lýsingar að heiman því foreldrar vilja hjálpa til og eru duglegir við það. Börnin eru bara oft klaufar í þessu og vantar réttu verkfærin. En þau eru dugleg að ráðleggja hvert öðru.“ Henni börn eiga lítil samskipti með fullorðnu fólki almennt. Það vanti að setjast niður og tala við börnin. Foreldrar geri marga góða hluti en sinni svo miklu og eigi annríkt. Börnin þurfi að hlustað sé á þau og spjallað við þau í 20 - 30 mínútur á dag. Það skipti svo miklu máli. Erfitt þegar nemandi er að bugast Sigríður segir ungt fólk opnara í dag en það var fyrir 10 árum. En því fylgi kostir og gallar. „Þau kunna ekki mörk og halda að það sé í lagi að gera eitthvað eða segja og segja svo bara „djók“. Þau átta sig til dæmis oft ekki á því hvað er ein- elti og hvað ekki. En ég hef gaman að þeim sem hafa frumkvæði að einhverju eins og hvernig þau opna sig.“ Erfiðustu málin sem koma á borð Sigríðar eru t.d. prófkvkíðamál. Sigríður notar mælitæki sem metur hvort þörf sé á meðferð hjá sálfræðingi. Þá þarf stundum meðferð hjá sálfræðingi sem notar mælitæki sem greinir frávik. Einnig hafa kvíðaköst komið upp og slík mál fara oft einnig til skólasálfræðingsins. „Krakkar hafa talað um sjálfsvíg og stundum er það í gríni en það er alltaf kannað af fyllstu alvöru. Á hverju ári kemur til mín nemandi sem er að bugast og mér finnst það alltaf jafn ótrúlegt og erfitt.“ Mannorð skiptir máli Mannorð er meðal hugtaka sem Sigríður hefur rætt um við nemendur á námskeiðum sem hún heldur. „Mannorð fylgir okkur mjög lengi og jafnvel alla tíð. Ef einhver var leiðinlegur við alla í skóla þá gleymist það ekki og fylgir jafnvel viðkomandi í framhaldsskóla. Stundum þarf að flytja burt til að byggja upp nýtt mannorð,“ segir Sigríður og bætir við að til dæmis ef einhver sem tilheyrði hóp komist ekki aftur inn vegna mannorðsins sem hann er búinn að skapa sér. „Það er eiginlega það versta og erfitt að horfa upp á. Sumir fá bara ekkert að vera með. Fá ekki tækifæri aftur. Getur verið erfitt að koma viðkomandi í skilning um hvað hann þarf að gera til að komast aftur inn. Hvernig skaparðu þér mannorð og á hvaða hátt hafa aðrir áhrif á mannorð? Ákveða 11 ára hvað eru kvenna- og karlastörf „Börn í dag læra svo margt sem þeim er ekki kennt. Eitthvað sem þau tileinka sér. Við vitum ekki hvað börn læra sem fá að vera í tölvu óá- reitt. Þar er orðaval og ýmislegt annað sem þau tileinka sér,“ segir Sigríður. Tölvunotkun geti nýst þeim vel ef þeim er leiðbeint og fylgst með. T.a.m. læri börn unglingar í 10. bekk í Holta- skóla að gera ferilskrá á tölvutæki formi sem þau geta notað þegar þau fara á vinnumarkað- inn síðar. Þá öðlist þau grunnþekkingu í að búa til skrána og aðferðir við að leita að vinnu. Í Holtaskóla er náms- og starfsfræðsla með nemendum í 7.-10. bekk. „Þau skoða styrkleika sína og gildismat. Náms- og starfsfræðsla er mikilvæg. Samkvæmt ýmsum rannsóknum eru börn um ellefu ára aldur í raun búin að ákveða hvað eru kvenna- og karlastörf og þá er erfiðara að fá nemendur til að skoða störf út frá áhuga,“ segir Sigríður. n Nemendur bera mikið traust til Steinunnar í Heiðarskóla: Eru frekar ófeimin við að opna sig n Börn eru seig en þurfa að hlustað sé á þau: Læra svo margt sem þeim er ekki kennt fi ri 16 Guðrún Inga Bragadóttir hefur verið náms- og starfsráðgjafi við Grunnskólann í Grindavík frá árinu 2005. Hún segir starfið afar fjölbreytt og það hafi breyst töluvert á þessum árum. „Það komu 515 nemendur til mín í viðtöl í fyrra og það er fyrir utan þá sem koma í náms- og starfsfræðslu í 10. bekk. Þessi tala fer hækkandi ár frá ári. Ég tel að kennarar, nemendur og foreldrar séu orðnir meðvitaðri um starfið og leiti oftar námsráðgjafa.“ Steinunn Snorradóttir er menntuð náms- og starfsráðgjafi og hefur starfað sem slíkur í Heiðarskóla síðan 2007. Hún segir starfið mjög fjölbreytt og skemmtilegt að fá að kynnast nemendum á öllum aldri, allt frá 6 ára börnum sem eru að hefja sína skóla- göngu og upp í unglingana sem eru að velja sér það nám sem hentar framtíðaráformum þeirra best. Sigríður Bílddal er náms- og starfsráðgjafi í Holtaskóla. Hún segir að börn séu ótrú- lega seig miðað við oft erfiðar aðstæður. Þau geri bara það sem þau geti hverju sinni. „Þau hafa aðgang að svo mörgum innan skólans til að ræða sín mál. Foreldrar hafa einnig samband ef eitthvað er. Misjafnt er þó á milli krakka hvað þeir eru tilbúnir að ræða. Stundum þarf að ganga eftir því án þess að þau átti sig á tengingunni.“ Sigríður segir að áherslan sé á að þau tali við einhvern. Stundum komi beiðnir í gegnum foreldra, umsjónarkennara eða aðra starfsmenn skólans.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.