Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2014, Side 18

Víkurfréttir - 23.01.2014, Side 18
fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 „Við gerum þennan annál þannig að við förum yfir öll tölu- blöð Víkurfrétta á árinu og finnum þar út það helsta sem er að gerast í bæjarfélaginu. Við reynum svo að krydda það með smá húmor,“ segir Sævar Sævarsson einn höf- unda annálsins umtalaða sem sýndur var á Þorrablóti Kefla- víkur um síðustu helgi. „Það er aldrei lagt upp með að særa neinn. Við erum ekki að fjalla beint um pólitík né er annálnum ætlað að vera pólitískur á nokkurn hátt, heldur reynum við að gera hnittið efni sem fólk getur hlegið af.“ Hannes Friðriksson var vægast sagt ósáttur við þorrablótsannál Keflavíkur og gaf það út að hann hyggðist flytja úr bæjarfélaginu. Í grein sem Hannes birti á vf.is sl. sunnudagskvöld segist hann vera útmálaður sem neikvæðasti maður Reykjanesbæjar ásamt Guðbrandi Einarssyni. Sævar segir að annállinn hafi mælst vel fyrir líkt og í fyrra. „Við erum ekki að þessu til þess að særa nokk- urn. Það er það síðasta sem við förum af stað með. Sumt er fyndið eitt og sér og annað þarf aðeins að vinna með. Grínið með Hannes og Guðbrand er hugsað þannig að þarna eru menn sem eru að vinna þarft verk, með því að skrifa greinar sem gagnrýna rekstur bæjarins, auk þess sem þeir benda á ýmislegt sem betur má fara í okkar samfélagi.“ Sævar segir að eftirtektarvert hafi verið hve Hannes hafi skrifað margar greinar í Víkurfréttir og þó svo margar hverjar þeirra hafi klárlega verið þarfar, hafi þeir sem stóðu að annálnum viljað gera sak- laust grín af því. Vonum að hann haldi áfram að skrifa í blaðið og flytji ekki „Okkur þykir miður að honum hafi sárnað. Ég ítreka að þetta var bara ætlað sem saklaust grín. Ég þekki Hannes bara af góðu einu og þykir margt til hans greina koma. Þetta er síður en svo einhver atlaga að honum. Við vonum svo sannar- lega að hann haldi áfram að skrifa greinar í blaðið, það er þörf á manni eins og honum,“ segir Sævar. Garðar Örn Arnarson var leikstjóri og einn af höfundum annálsins en hann segir að stundum sé dansað á línunni í gríninu en markmiðið sé alls ekki að særa né meiða. „Þetta er nú bara í anda áramótaskaupsins og til gamans gert. Við vonum samt innilega að Hannes flytji nú ekki úr bænum,“ segir leikstjórinn. Höf- undar annálsins voru þeir: Sævar Sævarsson, Guðmundur Steinars- son, Gunnar Stefánsson, Davíð Örn Óskarsson og Garðar Örn Arnar- son. Eins og sjá má hér til hliðar í grein sem kom frá Hannesi eftir mikil viðbrögð við viðbrögðum hans er hann hættur við að flytja. Hvernig liði þér ef þú í sexhundruð manna samkvæmi yrðir út- nefndur leiðinlegasti ma ð u r i n n í s am - kvæminu? Við tölum mikið og oft rætt um að eitt stærsta vandamál Reykjanesbæjar sé ímyndarvanda- mál. Að við getum leyst það með því að tala vel um okkur sjálf og þannig leysist málið með tímanum. Er það ekki svipað og að tala um að byggja hús, en gera ekkert meira í málinu og koma svo eftir sex mánuði og reikna með að húsið standi á staðnum. Óvænt hótun mín um brottflutning úr bænum sökum lítils brandara á þorrablóti Keflavíkur hefur nú að því er virðist sett nokkuð mark á umræð- una. Og var til þess gerð. Ekki sem brandari heldur fyrst og fremst til þess að beina augum okkar að sam- félagsvandamáli í bænum okkar, sem bætir ekki ímyndina, heldur er fyrst og fremst til þess að letja fólk til þátt- töku og gagnrýninnar hugsunar á því hvert stefnir. Samfélag sem ekki er meðvitað um hvert það stefnir, getur varla vænst góðs. Í fyrstu hafði ég hreint ekki hugað að því að hafa neina skoðun á þeim brandara sem að mér var beint á þorrablóti þessu, en sá að sumir kunningjar og ættingjar tóku þetta nær sér en ég gerði. Þetta varð að stöðva. Þeir höfðu sennilega ekki hlustað nægilega vel á það sem sagt var, eða miskilið. Þannig er það oft. Ég var ekki, eins og í greinarskrifum mínum, sagði útmálaður neikvæðasti maðurinn í bænum, heldur tiltekinn ákveðinn fjöldi greina sem ég hafði skrifað um neikvætt málefni sem ekki var hægt að fjalla um á jákvæðan hátt. Á því er reginmunur sem mis- skildist eða var túlkaður að þeim er heyrðu að ég væri neikvæður. Það skiptir nefnilega máli hvernig hlut- irnir eru sagðir eða uppsettir. (Sé fjöldi greinanna réttur, hef ég bara verið nokkuð duglegur, og á skilið klapp á bakið fyrir það að minnsta kosti) Það hefur því miður verið vandamál í bænum okkar að þeir sem skoðanir hafa haft og gagnrýnt meirihlutann sem hafa setið undir að hafa verið útmálaðir sem neikvæðnisrausarar, samt hefur flest það sem þeir hafa sagt og varað við gengið eftir. Er ekki komin tími til að hættum að metast um hver er jákvæður og hver er nei- kvæður en ræðum málin er að baki liggja og skipta máli? Þannig mun árangur nást og margumtöluð ímynd hugsanlega breytast. P.S. Flyt sennilega ekki úr bænum, en ef þá í mesta lagi til Njarðvíkur, eftir þorrablót þeirra. Með bestu kveðju Hannes Friðriksson Íbúar jarðar eru um 7 milljarðar um þessar mundir og af þeim er um 1 milljarður skráður í samvinnu- félag. S amv innu- félögin eru gríðar- sterk um allan heim. Þau eru nærri ein og hálf milljón talsins og starfa á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Hér á landi er verslunarrekstur þeirra aðalsvið, en auk þess starfa þau í landbúnaði og útgerð. Í öðrum löndum fást félög- in við heilsugæslu, fjármálastarf- semi, tryggingastarfsemi, rekstur íþróttafélaga, búsetufélaga, útfarar- þjónustu, fjarskiptafyrirtækja og svona mætti áfram telja. Í löndum þar sem atvinnulíf og mikil- vægir innviðir samfélagsins eru van- þróaðir, ganga æ fleiri framleiðendur til liðs við samvinnuhugsjónina og á það ekki síst við um matvælafram- leiðendur, og þá einkum bændur. Markmiðið er að bæta lífskjörin, en það er einmitt megintilgangur sam- vinnufélaganna, að stuðla að efna- hagslegum ávinningi félagsmanna og um leið samfélagsins í heild. Grund- völl sinn byggja þau á lýðræði félags- manna og jöfnum atkvæðisrétti við stjórnun félaganna, þar sem ákvarð- anir eru teknar í þágu samfélags og samvinnu, ekki í þágu sérhagsmuna. Samvinnufélögin algeng Það er því kannski ekki tilviljun að í vaxandi hagkerfum BRIC-land- anna, Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína, eru um 15 prósent lands- manna í samvinnufélagi og þar með eigendur að félögunum. Það er e.t.v. heldur ekki tilviljun að fjórðungur þýska bankakerfisins er rekinn í samvinnuformi, né heldur að um 42 milljónir Bandaríkjamanna fái heim- ilisrafmagnið frá samvinnufyrirtæki á sviði raforkusölu. Í Bandaríkjunum einum eru um 30 þúsund samvinnu- félög sem skapa um tvær milljónir starfa. Í Kenía afla samvinnufélög 45% þjóðarfra Í samvinnufélagi eru meðlimir þess jafnframt eigendur félagsins. Sú er jafnframt grunnforsenda samvinnu- starfsins. Í Asíu eru 536 milljónir manna eigendur að samvinnufélagi, 171 milljón manna eigendur að hlutafélögum. Í Evrópu eru um 123 milljónir manna í samvinnufélagi, 58 milljónir eigendur að hlutafélögum. Á Íslandi eru í dag rúmlega 30 þús- und manns í samvinnufélagi, eða um 10% þjóðarinnar. Heimsþekkt vörumerki Samvinnufélög framleiða margar þekktustu vörur heims, þeirra á meðal er ein elsta og þekktasta vara Frakka, kampavínið frá Champ- agnehéraði. Lurpak er eitt þekktasta vörumerki í smjöri í Evrópu. Það er framleitt og í eigu átta þúsund sam- vinnubænda í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi. Um 90% heildarfram- leiðslu Parmesanostsins á Ítalíu eru framleidd hjá samvinnubændum. Hráefnið í sinnepið Colman’s Engl- ish kemur frá breskum samvinnu- mönnum. Fairtrade frá Mexíkó Fairtrade er vaxandi viðskiptasátt- máli í alþjóðaviðskiptum og valkostur við hinar hefðbundnu alþjóðlegu við- skiptavenjur. Fairtrade lofar stöðugu verðlagi og langtíma viðskiptasam- bandi. Það stuðlar jafnframt að því að framleiðendur í þróunarlöndunum fái hærra verð en áður hefur tíðkast, að því tilskyldu að þeir verji meira fjármagni til að bæta vinnuskilyrði, afla hreinna vatns og taki þátt í sam- félagslegum verkefnum. Fairtrade var stofnað af samvinnuhreyfingunni í Mexíkó. Nú eru um 75% vara undir merkjum Fairtrade framleiddar af samvinnufélögum. Eins og fyrr segir eru íslensk fyrirtæki mörg hver rekin í samvinnufélögum, þeirra á meðal eru útgerðarfyrir- tæki og verslanir, auk félaga á öðrum sviðum. Það er því ekki að efa að enn eiga grunngildi samvinnustarfs um þátttöku, jafnræði og samfélagslega ábyrgð erindi við íslenska þjóð. Skúli Þ. Skúlason Höfundur er formaður stjórnar Kaupfélags Suðurnesja -póstkassinn pósturu vf@vf.is n Hannes Friðriksson skrifar: Kominn aftur Alþingi samþykkti, að frumkvæði Hönnu Bi r n u K r i s t j á n s - dóttur innanríkisráð- herra, að verja 500 milljónum til eflingar löggæslu á lands- byggðinni. Innan- ríkisráðherra fól undirrituðum þá ábyrgð að fara fyrir nefndinni ásamt fulltrúum allra flokka á Al- þingi. Nefndin skilaði til ráðherra tillögum sínum í síðustu viku. Verkefni nefndarinnar var að koma með tillögur að því hvernig fjármagni þessu yrði best varið. Líkt og allir vita er fjármagn af skornum skammti. Því var ljóst frá upphafi að ekki yrði hægt verða við öllum óskum með 500 milljónum, sem eru engu að síður talsverðir fjármunir. Því þurfti að forgangsraða og var lögð áhersla á að auka viðbragðsgetu, sýnileika og eftirlit lögreglunnar á landsbyggð- inni. Þessum markmiðum verður náð með fjölgun lögreglumanna- og kvenna; auknum akstri ökutækja lögreglu á þjóðvegum landsins; aukinni þjálfun og menntun; auknum búnaði og að endingu bættum mannauðsmálum. Þá verða rannsóknardeildirnar enn fremur efldar. Öryggis- og þjónustustig lögregl- unnar mun aukast þegar tillögurnar komast til framkvæmda, en Innan- ríkisráðherra hefur nú þegar sam- þykkt þær. Tillögurnar miða að því að lögregluembættin geti strax hafist handa við að auglýsa lausar stöður svo að ráðningar geti hafist frá og með 1. mars. Þá mun öryggi lög- reglumanna aukast og starfsaðstæður verða bættar. Það er jákvætt og ekki síður mikil- vægt eftir tíma niðurskurðar og að- halds að geta snúið vörn í sókn og eflt lögregluna til muna. Þetta er aðeins fyrsta framfaraskrefið af mörgum en verkefninu er alls ekki lokið. Og mun ég leggja mitt af mörkum til að svo megi verða! Góðar stundir. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður. n Vilhjálmur Árnason, alþingismaður skrifar: Aukin löggæsla á landsbyggðinni n Skúli Þ. Skúlason skrifar: Samvinnuhugsjónin á erindi við þjóðina Átti bara að vera saklaust grín Fjölmiðlar fjölluðu í síðustu viku um nýútkomna skýrslu Umhverfis- stofnunar um ástand ferskvatns á Íslandi. Fram kom að grunnvatn á Rosmhvalanesi (Reykjanesbæ, Sand- gerði og Garði) væri í svokölluðum hættuflokki. Af þessu tilefni vill Heil- brigðiseftirlit Suðurnesja ítreka að aldrei hefur mælst mengun í grunn- vatni í Sandgerði og Garði. Mengun í grunnvatni hefur einungis mælst á Keflavíkurflugvelli og má að mestu rekja hana til starfsemi varnarliðs- ins fyrr á árum. Þess ber að geta að mengunin er afar lítil en nóg til þess að grunnvatnið telst óhæft til neyslu. Bandaríkjamenn viðurkenndu þátt sinn í mengun grunnvatnsins og féllust á að kosta gerð nýrra vatns- bóla á óspilltu svæði við Lága fyrir um tveimur áratugum síðan. Reykja- nesbær, Sandgerði og Grindavík fá neysluvatn frá Lágasvæðinu. Sveitar- félagið Garður fær hluta af sínu neysluvatni frá Lágasvæðinu og hluta úr borholum í Garðinum. Sveitar- félagið Vogar fær vatn úr borholum í Vogavík, vestan við bæinn. Hafnir fá vatn úr borholum norðan við þétt- býlið. Samkvæmt mælingum er allt þetta neysluvatn í hæsta gæðaflokki. Magnús H. Guðjónsson Framkvæmdastjóri HES Neysluvatn í hæsta gæða- flokki á Suðurnesjum Yfirlýsing frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja varðandi stöðuskýrslu Umhverfisstofnunar um vatnasvæði Íslands. Rafmúli ehf óskar eftir starfsmanni með rafvirkjamenntun til starfa. Áhugasamir geta sett upplýsingar um sig inn á netfangið bergsteinn@rafmuli.is Ekki verður tekið við umsóknum í gegnum síma. ATVINNA RAFVIRKI ÓSKAST TIL STARFA

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.