Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2014, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 23.01.2014, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 23. janúar 2014 19 Listviðburðir um Garðinn endilangan AÐALFUNDUR Ernir bifhjólaklúbbur Suðurnesja boðar til aðalfundar mmtudaginn 30. janúar kl. 20:00 uppá Arnarhreiðri Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin Nánari upplýsingar: Magnea Símonardóttir í síma 585 9529 Umsóknareyðublöð fást á www.hrafnista.is Matreiðslumaður óskast til starfa hjá Hrafnistu í Reykjanesbæ HRAFNISTA REYKJANESBÆ Umsækjandi þarf að hafa: • Réttindi sem matreiðslumaður • Reynslu af stjórnun eldhúsa æskileg • Áhuga á fjölbreyttri og hollri matargerð • Góða framkomu og þjónustulund • Mjög góða hæfni í mannlegum samskiptum Nýtt starf í spennandi umhverfi Í marsmánuði hefur Hrafnista rekstur tveggja hjúkrunarheimila í Reykjanesbæ, á Nesvöllum og Hlévangi. Öll matseld fyrir heimilin verður í nýju miðlægu eldhúsi í glæsilegri þjónustumiðstöð á Nesvöllum. Auk matseldar fyrir hjúkrunarheimilin er matreitt fyrir gesti þjónustumiðstöðvarinnar svo og fyrir margs konar viðburði og skemmtanir. Náin samvinna er við eldhús Hrafnistu í Reykjavík. Matreiðslumaður hefur yfirumsjón og ber ábyrgð á allri matreiðslu sem fram fer í eldhúsinu svo og á matarinnkaupum. Vinnuskipulag og mannaforráð eru á hans hendi. Vinnutími er virka daga frá kl. 07:30-15:30. Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera drifkraft og metnað til að móta og þróa starfsemina. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. mars nk. Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar nk. Hátíðleg opnun þriðju al-þjóðlegu listahátíðarinnar Ferskir vindar í Garði fór fram um nýliðna helgi. Þá var opnuð sýning listamanna að Sunnubraut 4 í Garði en einnig eru listaverk og gjörningar á yfir 20 stöðum um Garðinn endilangan. Sendiherrar frá Japan og Frakk- landi voru viðstaddir opnun há- tíðarinnar en listamenn frá þessum tveimur löndum eru áberandi þátt- takendur í Ferskum vindum. Um 50 listamenn taka þátt í listsköpun á listahátíðinni. Ferskir vindar eru framkvæmdaað- ili listahátíðarinnar í samstarfi við Sveitarfélagið Garð. Í ár er við- burðurinn einn af stórum listvið- burðum í Evrópu sem evrópska sjónvarpsstöðin ARTE veitir sér- staka athygli og fjallað hefur verið ítarlega um hátíðina í miðlum ARTE. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í opnunarhátíðinni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.