Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2014, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 23.01.2014, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 23. janúar 2014 21 Makademíuhnetur á til með að deila með ykkur nýjasta æðinu hjá mér þessa dagana en það eru makademíuhnetur, ég er nýbúin að uppgötva þessar dásamlegu hnetur sem auðvitað eru sneisafullar af hollustuefnum. Makademíuhnetur innihalda mikilvæg steinefni, vítamín og góðar einómettaðar fitusýrur sem eru æskilegar fyrir heilsu hjarta- og æðakerfis. Einómettaðar fitur geta haft áhrif á að lækka slæma kól- es te ró l ið (LDL) . Þessar hnetur eru einnig ríkar af járni, magnesíumi, sínki, selen, A, B og E víta- mínum. Þær inni- halda mikið magn af flavóníðum sem eru virk plöntuefni sem vernda okkur gegn ýmsum sjúkdómum. Maka- demíuhnetur eru einu hneturnar sem innihalda fitursýruna ‘palmitoleic acid’ sem er talin auka efnaskiptin og þ.a.l. góðar þegar kemur að þyngdarstjórnun. Einnig eru þessar ljúffengu hnetur taldar hafa jákvæð áhrif á lifrina. Maka- demíuhnetur hafa sætt smjörkennt bragð og alveg upplagt að eiga þær við höndina sem millibita, í eftirrétti eða hristinga og njóta heilsusamlegra áhrifa þeirra. Læt fylgja með syndsamlega góða uppskrift að hnetusmjöri. Umm... Makademíu súkkulaðihnetusmjör: 1 ½ bolli makademíuhnetur frá Now (ca 225 gr) 3-5 dr vanillustevía t.d. French vanilla frá Now 2 tsk hreint kakóduft t.d. frá Rapunzel * Setjið hneturnar í matvinnsluvél og látið ganga í 3-5 mín eða lengur þar til orðið að hnetusmjöri. Bætið þar næst kakó og stevíu og blandið saman við. Setjið í krukku eða loftþétt box, geymist í 2 vikur í ísskáp. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR Dagana 15. og 16. janúar síð-astliðinn heimsóttu skóla- stjórnendur fisktækniskóla frá Noregi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi Fisktækniskóla Ís- lands í Grindavík. Tilgangur með heimsókninni var að taka þátt í stofnun formlegs samstarfsnets norrænna fisktækniskóla. „Þó svo að umgjörð skólanna sé um margt ólík milli þjóðanna er ótrúlega margt sem skólarnir eiga sameiginlegt,“ sagði Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri, að- spurður um markmið með verk- efninu. „Við eigum það allir sam- eiginlegt að skólarnir eru frekar litlir og sérhæfðir, en þjóna mjög mikilvægri framleiðslugrein á hverjum stað“. Samvinna skóla þvert á landamæri Nútímaveiðar og vinnsla sjávar- fangs hefur síðustu áratugina verið að taka á sig alþjóðlegan blæ, en hvergi þó jafn mikið og einmitt hér á norður Atlandshafinu. „Við eigum það einnig sameiginlegt að vera oftast eini skólinn hver í sínu landi (að Noregi undanskildum þar sem skólarnir eru 13) og lá því beinast við að þessir skólar ynnu saman þvert á landamæri,“ segir Ólafur Jón jafnframt. Verkefninu er stýrt frá Fisktækni- skólanum í Grindavík sem fékk á síðasta ári veglegan styrk til þriggja ára frá Norrænu Ráðherranefnd- inni, til að byggja upp samstarfið. Auk þess að skiptast á upplýs- ingum og deila gögnum (náms- og kennsluefni) verður megináherslan næstu árin á sameiginlega þætti, svo sem gæðamál og að styrkja fag- legan grunn sérgreinakennara. Á fundinum var einnig rætt um nem- endaskipti og möguleika á því að nýta styrkleika hvers skóla. Styrkleikar skólanna mis- jafnir „Það er ljóst að skólarnir eru mis- sterkir á einstökum sviðum. Við höfum til dæmis töluverða yfir- burði þegar kemur að veiðitækni (netagerð) og vinnslu, á sama tíma og Norðmenn eru sérlega sterkir í grunnmenntun í fiskeldi og Danir t.d. í markaðsetningu og þjálfun milliliða eins og fisksala. Það er óneitanlega hagræðing í því fyrir skólana að geta sent nemendur, sem vilja sérhæfa sig á ákveðnu sviði og ekki er grundvöllur fyrir í heimalandinu vegna smæðar hópa, til samstarfsskóla sem starfa á svip- uðum grunni. Sem dæmi má nefna að rætt hefur verið um möguleika á því að Danir og Færeyingar sendi nemendur í netagerð til okkar. Þetta eru 2-3 nemar hjá þeim á hverju ári meðan meðaltalið hjá okkur er um 6-8. Það er því tilvalið að sameinast um faglega þætti þó svo að almenni hlutinn og starfsþjálfun fari fram í heimalandinu“. Auk þess að heimsækja fyrirtæki og skóla fór hópurinn í heim- sókn í Hús Sjávarklasans og Mar- el í Garðabæ, fékk kynningu á Codland verkefninu auk þess að eiga fund með Illuga Gunnars- syni, menntamálaráðherra. Næsti fundur hópsins verður í Fisker- iskolen í Thyborön í Danmörku og verður meginþema fundarins gæðakerfi. Samstarfsnet norrænna fisk- tækniskóla stofnað í Grindavík Arna Björk Hjörleifsdóttir var fædd í Keflavík 8. september 1965. Hún lést 31. desember 2013. Út- för Örnu Bjarkar fór fram frá Keflavíkurkirkju 13. janúar 2014 Þegar ég var lítill var hún Arna systir sú sem ég leit hvað mest upp til. Utan þess hvað hún var alltaf góð við mig var hún svo klár. Henni gekk mjög vel í skóla og var fljót að læra hlutina. En þrátt fyrir það hætti hún snemma námi og fór að vinna, var flutt að heiman að verða 17 ára. Hún Arna var bráðþroska líkamlega og var, að því að mér er sagt, strítt töluvert vegna þess. Þegar við bræðurnir vorum litlir passaði hún okkur stundum eins og vera ber, en ég upplifði það eins og við systkinin værum heima að leika. Ég man ekki eftir því að hún væri að aga okkur með því að brýna röddina eða skipa fyrir. En það hlýtur samt að hafa þurft að skamma annan hvorn okkar einu sinni eða tvisvar. En þar sem hún fullorðnaðist fljótt og fór á vinnumarkað- inn minnkuðu samskiptin þar til ég varð eldri og við fórum að geta aðstoðað hvort annað meira. Arna systir var ekki skaplaus, hún var áræðin og vildi gera sig gildandi í þeim félagsskap sem hún starfaði í. Hún gat verið snögg upp og látið heyra í sér, að lesa yfir einhverjum eða segja til syndanna gat alveg dúkkað upp. Stundum var hún sögð frek og það gat hún verið, en sem karlmaður hefði hún verið sögð ákveðin oftar en ekki. Á sinni stuttu ævi gekk hún í gegnum mikil veikindi og erfiðleika en lífið var líka gott. Hún eignaðist tvo drengi og með Högna, fyrrum eiginmanni sínum, átti hún góð ár. Langvarandi veikindi geta gert fólk brúnaþungt og leitt, að halda sig innan dyra v e rð u r s k j ó l gagnvart lífinu. Síðastliðið haust var hún greind með Alzheimer en hana hefur grunað það því hún var alltaf í örvandi minnisleikjum í tölvunni að reyna að halda í sjálfa sig. Eftir að hún skildi og flutti í nýja íbúð var svo gaman að sjá hana blómstra, taka meiri þátt í lífinu og njóta augnabliksins, verða aftur smá skotin og spennt. Í leikhúsferð á annan í jólum sat lítil hnáta fyrir framan hana, þær skiptust á orðum í hléi og ég gat ekki séð hvor þeirra ljómaði meira að lokinni sýningu. Ég elska Örnu systur, sakna hennar og sé eftir að hafa ekki tekið utan um hana og sagt "ég er stoltur af þér". sorgin býr ekki í dauðanum sorgin býr í lífinu sem er lifað án kærleika í neikvæðni Rut Gunnarsdóttir Þinn bróðir, Ingvi Þór. Arna Björk Hjörleifsdóttir - minning Frá fundi með mennta- málaráðherra Illuga Gunnarssyni í mennta- og menningarmála- ráðuneytinu og frá heimsókn í Marel. Ungmennaráð Reykjanesbæjar mætti á fund bæjar-stjórnar Reykjanesbæjar þann 6. janúar sl. og ávarpaði fulltrúa bæjarstjórnar ásamt því að taka þátt í óformlegu spjalli eftir framsöguræður. Þetta er í annað sinn sem Ungmennaráð mætir á fund bæjarstjórnar til að leggja áherslu á þau mál sem þeim eru hugleikin. Í framsöguræðunum og umræðu kom fram ánægja með samstarfið við bæjarstjórn og að það sem þau lögðu áherslu á síðast hefði verið framkvæmt. Þau nefndu m.a. hvatagreiðslur, bætt strætókerfi og Ung- mennagarðinn sem nú er verið að gera við 88 húsið. Þar komu Fjörheima- og Ungmennaráðið fram með hug- myndir ungmenna og tóku þátt í hönnun garðsins. Formaður Ungmennaráðs, Sóley Þrastardóttir, lagði til að haldinn yrði sérstakur íþróttadagur fyrir alla nemendur í 9. og 10. bekk. Azra Crnac bað bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því að fræðsla yrði aukin fyrir afburðarnemendur og að þeir ættu kost á að taka fleiri áfanga í FS innan grunnskólans og geta þar með flýtt náminu. Í framsögu Thelmu Rúnar kom fram áhersla á að fræðsla yrði aukin um vímuvarnir og að kynfræðsla yrði efld innan grunnskólanna. Þau undruðust hve notkun endur- skinsmerkja væri léleg nú í skammdeginu og hvöttu bæjarstjórn til að láta útbúa endurskinsmerki sem bæði börn og ungmenni væru til í að nota. Fjölga má ruslafötum og hafa þær litríkari. Lýsingar má bæta á nokkrum stöðum í bænum, sérstaklega á göngu- stígum sem liggja á milli hverfa. Fleiri tillögur komu fram sem Ungmennaráð bað bæjarstjórn að skoða með sér og kom fram hjá bæjarfulltrúum að best væri að hittast aftur á vordögum og fara yfir verkefnalistann sem hópurinn lagði fram á fundinum. Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar, þakkaði góð fram- söguerindi og fróðlegt spjall á fundinum og hvatti ung- mennin til að fylgja tillögunum eftir. Böðvar gat þess að það væri fagnaðarefni að einn framsögumanna Ung- mennaráðsins, Viðar Páll, væri karlkyns og um leið fyrsti karlmaðurinn sem talaði fyrir hönd ráðsins frá því að Ungmennaráðið var stofnað. Ungmennaráð hefur fundað fjórum sinnum frá því í september og hefur mæting verið mjög góð á alla fundina. Framundan er eftirfylgni verkefna og lokaferð ráðsins á vordögum. Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.