Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2014, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 23.01.2014, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 23. janúar 2014 23 Taekwondo fjöl- skyldan sigursæl á Reykjavíkurleik- unum u Um síðastliðna helgi var haldið fjölgreinamótið Reykja- víkurleikarnir (Reykjavík Int- ernational Games) í sjöunda sinn. Þar var keppt í taekwondo á laugardag og sunnudag. Keflvík- ingar mættu með gott lið eins og venjulega og uppskáru ríkulega. Meðal keppenda var svartabeltis- fjölskyldan Kolbrún Guðjóns- dóttir með dótturina Ástrósu Brynjarsdóttur og soninn Jón Steinar Brynjarsson. Þau gerðu sér lítið fyrir og sigruðu keppni í hópatækni en það er þegar allir keppendur liðsins þurfa að sameina fyrirfram ákveðnar bar- dagahreyfingar á sem bestan hátt. Ekki bara sigruðu þau þar heldur sigruðu Kolbrún og Ástrós líka í paratækni og Ástrós sigraði í einstaklingstækni. Ástrós var svo valin keppandi Reykjavíkurleik- anna í taekwondo þar sem hún var með fjögur gull af fjórum mögulegum. Ástrós er núverandi íþróttamaður Reykjanesbæjar, íþróttakona Keflavíkur og taek- wondo kona Íslands. Kristmundur Gíslason sigraði stærsta flokk mótsins með ótrú- legum hætti en hann vann alla bardaga á áðurnefndri 12 stiga reglu. Það er ekki algengt að sjá slíkan mun í eins sterkum flokki og þessi flokkur var. Krist- mundur hefur verið á góðri sigl- ingu síðustu misseri og meðal annars nælt sér í gullverðlaun á þremur síðustu mótum. ÍR-ingar of stór biti fyrir kempurnar uGömlu brýnin í b-liði Kefla- víkur mættu ofjörlum sínum á þriðjudag þegar þeir máttu sætta sig við 139-90 tap á úti- velli í 8-liða úrslitum Powerde- bikars karla. Sigur ÍR var aldrei í hættu en þó sýndu leikmenn Keflvíkinga gamalkunna takta inni á milli. Gunnar Einars- son skoraði 23 stig fyrir Kefl- víkinga í leiknum og Sverrir Þór Sverrisson var með 15. Magnús Gunnarsson sneri svo aftur eftir meiðsli og skoraði 11 stig í leiknum. Hrannar bikarmeist- ari í Danmörku u Keflvíkingurinn Hrannar Hólm varð um helgina bikar- meistari með liði sínu SISU í Danmörku, en Hrannar hefur nú þjálfað liðið undanfarin ár og skilað fjölda titla í hús. Lið Hrannars vann 79-59 sigur en þetta mun vera í fjórða sinn sem Hrannar vinnur bikarinn í Danmörku. VILT ÞÚ SPENNANDI OG LÍFLEGT STARF Í FERÐAÞJÓNUSTU? Bílaleiga AVIS og Budget er ein stærsta bílaleiga í heimi og starfar í 180 löndum með yfir 5.000 leigustöðvar. Á Íslandi er AVIS og Budget ört vaxandi fyrirtæki með leigustöðvar um allt land og geta viðskiptavinir AVIS og Budget leigt bíla við öll tækifæri. Hjá AVIS og Budget starfar öflugur og reyndur hópur fólks sem vinnur ávallt með þjónustu og áreiðanleika að leiðarljósi. Leitast er við að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu en ánægja starfsfólks og viðskiptavina er lykilatriði í velgengni AVIS og Budget. Umsóknir sendist á atvinna@alp.is merkt „Sumarstarf“. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2014. Sölufulltrúar – Sumarstarf Starfið felur í sér afgreiðslu á bílaleigubílum. Unnið er samkv. 2-2-3 vaktakerfi á dag-, kvöld- og næturvöktum. Almennar hæfniskröfur: • Bílpróf er skilyrði • Tungumálakunnátta er skilyrði (helst 2 tungumál) • Tölvuþekking • Lipurð í mannlegum samskiptum, ásamt framúrskarandi þjónustulund • Hreint sakavottorð • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 20 ára lágmarksaldur Helstu verkefni: • Afhending og móttaka bílaleigubíla • Gerð leigusamninga • Samskipti við erlenda og innlenda viðskiptavini • Sala til erlendra og innlendra viðskiptavina Þrif á bílum – Sumarstarf Starfið felur í sér þrif á bílaleigubílum. Unnið er samkv. 2-2-3 vaktakerfi á dag-, kvöld- og næturvöktum. Almennar hæfniskröfur: • Bílpróf er skilyrði • Lipurð í mannlegum samskiptum, ásamt framúrskarandi þjónustulund • Hreint sakavottorð • Enskukunnátta • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 20 ára lágmarksaldur Helstu verkefni: • Þrif á bílum – að innan og utan • Yfirferð á ástandi bíls • Akstur Sumarstarf á verkstæði Starfið felur í sér almenna vinnu á dekkja- og smurverkstæði. Almennar hæfniskröfur: • Bílpróf er skilyrði • Meirapróf er kostur • Lipurð í mannlegum samskiptum, ásamt framúrskarandi þjónustulund • Hreint sakavottorð • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 20 ára lágmarksaldur Nes lagði Keflvíkinga 10-7 Íþróttafélagið Nes og úrvals-deildarlið Keflavíkur í knatt- spyrnu öttu kappi í Reykjanes- höllinni í vikunni þar sem Nesarar fóru með sigur af hólmi. Staðan í leikslok var 10-7 og greinilegt að menn voru með markaskóna vel reimda í leiknum. Á heimasíðu Keflvíkinga segir að það sé vel við hæfi að þessi ágætu félög mæt- ist í vináttuleik enda séu margir leikmenn Nes meðal dyggustu stuðningsmanna Keflavíkur. Á heimasíðu Nes á Facebook má sjá margar skemmtilegar myndir frá leiknum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.