Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2014, Page 2

Víkurfréttir - 30.01.2014, Page 2
fimmtudagurinn 30. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 ÍBÚAVEFUR Viltu hafa meiri áhrif á málefni og rekstur bæjarins? Ef svarið er já, þá er íbúavefurinn fyrir þig. Íbúavefur Reykjanesbæjar www.rnb.ibuavefur.is. Tjáðu þig þar sem það telur! FORNSÖGUNÁMSKEIÐ BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Fornsögunámskeið um Gísla sögu Súrssonar hefst 4. febrúar n.k. ef næg þá‡taka fæst. Þorvaldur Sigurðsson bókmennta- og íslenskufræðingur stýrir námskeiðinu sem verður á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 - 22:00 til 4. mars, samtals 5 skipti. Skráning í afgreiðslu safnsins eða með tölvupósti á bokasafn@reykjanesbaer.is. LIST ÁN LANDAMÆRA LISTAHÁTÍÐ FJÖLBREYTILEIKANS List án landamæra er Listahátíð sem haldin er á landsvísu einu sinni á ári. Þar er pláss fyrir alls konar fólk og alls konar atriði. List án landamæra á Suðurnesjum, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, leitar að atriðum og þá‡takendum, til þá‡töku í hátíðinni 2014 sem hefst 24. apríl 2014 og stendur yfir í um tvær vikur. Listafólk, aðstandendur listafólks, listnemar, leiðbeinendur, gallerýrekendur, leikhússtjórar, tónleikahaldarar, forsetar, hugmyndasmiðir, smiðir og aðrir þeir sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg eru sérstaklega hva‡ir til að hafa samband. Áhugasamir hafi samband fyrir 5. febrúar á netfangið menningarfulltrui@reykjanesbaer.is eða í síma 863-4989. -fréttir pósturu vf@vf.is ÞORRABLÓT ELDRI BORGARA Í MIÐHÚSUM FIMMTUDAGINN 6. FEBRÚAR Nú er komið að hinu árlega þorrablóti eldri borgara í Miðhúsum í Sandgerði. Harmonikkuleikarar leika undir söng og dansi Borðhald hefst kl. 18:00. Verð kr. 5000,- á mann. Skráning og upplýsingar í síma 866 8679 Skráning fyrir 3. febrúar Viltu taka út fyrstu ordin „Þorrablót í Miðhúsum“ og getur þú bætt víð TIL SÖLU veitingarekstur á besta stað í Reykjanesbæ með nætursölu og bílalúgu. Áhugasamir sendið tölvupóst á  r70@simnet.is Líftæknifyrirtækið Algalíf byggir 7.500 fermetra ör- þörungaverksmiðju á Ásbrú og verður hún fullkláruð um mitt næsta ár. Skrifað var undir fjár- festingarsamning vegna verk- efnisins milli Algalíf og iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytisins á þriðjudag. Þegar starfa átta manns hjá fyrirtækinu og verður þeim fjölgað í febrúar og verða um 30 þegar verksmiðjan verður komin í fullan gang. Í verksmiðj- unni verða ræktaðir örþörungar og úr þeim er unnið sterkt an- doxunarefni sem notað er í fæðu- bótarefni og vítamínblöndur, auk þess að vera neytt í hylkjaformi. Verksmiðjan verður sú fullkomn- asta sinnar gerðar í heiminum. Beinlínis skortur á vörunni „Það er beinlínis skortur á vörunni og það er erfitt að framleiða hana. Það er mjög þægileg staða að geta selt allt þú getur framleitt og meira til. Óvenjulega góð staða,“ segir Skarphéinn Orri Björnsson, fram- kvæmdastjóri Algalífs. Þá segir hann staðsetninguna hafa fljótlega komið til greina en aðrir staðir, bæði hér innanlands og erlendis, hafi einnig verið til skoðunar. „Á endanum var stuðningur og já- kvæðni hér í Reykjanesbæ það mikil að þetta varð svona tiltölu- lega augljós kostur fyrir okkur og við erum mjög ánægð með að vera hér.“ „Stuðningur og já- kvæðni hér í Reykja- nesbæ voru það mikil að þetta varð svona tiltölulega augljós kostur fyrir okkur“ Hátæknistörf í nýjum og spennandi geira „Þetta eru hátæknistörf í nýjum, spennandi geira sem getur þróast út í stærra og meira ef allt gengur vel. Við gerðum hérna f jár- festingarsamning og ég skrifaði undir hann fyrir hönd ríkisins, sem veitir tilslakanir á opinberum gjöldum. Sveitarfélagið kemur líka inn í það til þess að greiða fyrir að þessi fjárfesting, sem við erum í samkeppni um við önnur lönd um, komi hingað,“ segir Ragheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Eins og forsvars- menn fyrirtækisins hafi sagt þá er þessi staðsetning valin með tilliti til þess að hér er hreint vatn, ná- lægð við flugvöll og hæft starfsfólk. Ragnheiður Elín segist vera afar glöð með að þetta hafi gengið eftir og forsvarsmenn þessa fyrirtækis hafi ákveðið að setja þessa aðstöðu hér. „Ég var að ræða við þá starfs- menn sem eru þegar hér, sem eru matvælafræðingar og líffræðingar, þannig að þetta eru sérfræðistörf, vel launuð störf, sem er afar mikil- vægt,“ segir Ragnheiður Elín. Við erum í sam- keppni við önnur lönd Sterkur kjarni og góð laun „Þetta er mikilvægt innlegg í jarðauðlindagarðinn sem við erum að skapa hér. Ef við skoðum Reykja- nesið, gufuna, orkuna og sjóinn, þá er þetta mjög skemmtilegt innlegg þar í. Við erum að leggja áherslu á að störfin séu ekki bara einhver; það séu vel launuð störf,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar. Árni bætir við að hér sé að myndast mjög sterkur kjarni svona starfsemi og kosturinn við hana sé að þetta eru störf sem kalli á vísindamenn og eru vel launuð. „Ég heyri mikið af ungu fólki sem er einmitt að tala um það að það er að fara að mennta sig og hefur kannski að engu að koma þegar það kemur hingað aftur. Og hér eru tækifærin að myndast,“ segir Árni. Þetta er líka mikilvægt innlegg í jarðauðlindagarðinn sem við erum að skapa hér n Þrjátíu ný störf í þörungaverksmiðjunni Algalíf á Ásbrú: GETA SELT ALLA FRAMLEIÐSLU SÍNA Frá undirritun fjárfestingarsamnings milli Algalíf og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. VF-myndir: Olga Björt Þórðardóttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.