Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 30.01.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 30. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 -ritstjórnarbréf vf.is Menntunarstig á flugi á Suðurnesjum Það er aldeilis frábært hvernig menntunarstig Suðurnesjamanna stígur upp þessi dægrin. Fleiri sækja nú háskólanám eða annað framhaldsnám og fleiri fá tækifæri til þess. Fólk sem í raun eru brott- fallsnemendur en fengu annað tækifæri í lífinu eru hluti þess góða hóps. Fólk sem hefur náð sér í stúdentshúfu hjá Keili á Ásbrú. Þúsundasta húfan fór á höfuð nemanda í síðustu viku. Fjarnámsnem- endur skipa þann hóp fyrst og fremst, en fólk af öllu landinu getur nýtt sér frábæra fjarnámstækni (með speglaðri kennslu). Háskólabrú Keilis á Ásbrú gerir fólki kleift að opna sér braut inn í háskólanám eða annað framhaldsnám, eða bara til að klára stúdentinn. Yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra sem lýkur námi á Háskólabrú heldur þó áfram námi í háskóla. Auk Háskólabrúarinnar hafa rúmlega sjö hundruð aðrir lokið öðru námi frá Keili frá því hann hóf starfsemi árið 2007. Það er oft sagt að þegar einar dyr lokist opnist aðrar og það á við í tilfelli Keilis því hann varð að veruleika þegar Varnarliðið fór með manni og mús. Varnar- liðið og sjávarútvegur voru stærstu atvinnurekendur á Suðurnesjum frá alda öðli eða þar til fór að molna undir fisknum með tilkomu kvóta- kerfis og herstöðinni var lokað á Keflavíkurflugvelli fyrir nokkrum árum síðan. Í hálfa öld var atvinna í boði hjá Varnarliðinu þar sem boðið var hærra kaup en annars staðar auk þess sem lítillar eða engrar mennt- unar var krafist. Suðurnesjakarlar fóru á sjóinn og konur í frystihúsin. Langflest fóru ekki í framhalds- eða háskóla. Þetta eru tvær stærstu ástæður fyrir því að lægra menntunarstig hefur verið á Suðurnesjum. Tilkoma Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafði auðvitað gríðarmikið að segja í skóla- og menntunarmálum Suðurnesjamanna og hefur enn. Upp- bygging háskólasamfélags á Ásbrú hefur einnig mikil og jákvæð áhrif á svæðið. Við höfum sagt frá því að fjölmargir starfsmenn og nemendur frá Flugakademíu Keilis hafi fengið góð störf í fluggeiranum. Mikil sókn er í flugnám hjá Keili og flugvélaflotinn að stækka. Sama er uppi á ten- ingnum í öðrum námsgreinum hjá Keili. Mikil ásókn og góður gangur. Það er því hægt að taka undir orð í auglýsingu frá Ásbrú að svæðið sé sannkallaður suðupottur tækifæra. Ekki aðeins í skólamálum heldur og í nýsköpun og í blaðinu er t.d. sagt frá einu slíku fyrir- tæki, þörungaverksmiðjunni Algalíf. Það nýtir eina af mörgum bygg- ingum sem Varnarliðið skildi eftir þegar það fór af landi brott. Í dag er stærsti atvinnurekandinn á Suðurnesjum ferðaþjónustan og flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þangað sogast fólk í alls kyns störf, m.a. þar sem háskólamenntunar er krafist en einnig eru í boði störf fyrir minna menntað fólk. Nýjum fyrirtækjum í kringum flugstöðina fjölgar stöðugt. Þetta er okkar stóriðja sem komið hefur okkur til bjargar eftir brotthvarf Varnarliðsins og bankahrun. Stóriðju sem spáð er áframhaldandi stækkun á næstu árum með tilheyrandi tækifærum fyrir Suðurnesjamenn. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Páll Ketilsson skrifar SÍMI 421 0000 „Það hefur ekki verið hægt að róa neitt að ráði í langan tíma fyrr en síðustu 10 daga. Óvenjulega erfið tíð hefur verið síðan í haust. Það komu aldrei þessar hauststillur þar sem róið er kannski í þrjá til fjóra daga í einu og svo bræla,“ segir Grétar Sigur- björnsson, verkefnastjóri Sandgerðishafnar, í sam- tali við Víkurfréttir. Hann segir ekki gott hljóð hafa verið í trillusjómönnunum, sérstaklega frá því í haust. „Við tökum ekki fram fyrir hendurnar á máttarvöldunum. Línu- bátarnir voru að skjótast út á milli lægða og róa bara grunnt og í land aftur.“ Lönduðu í Keflavík í staðinn Grétar segir að með tilkomu kvótans taki menn ekki ákvarðanir með að róa í vitlausum veðrum, það hafi breyst. En auðvitað geti menn alltaf freistast til þess, þetta sé atvinna þeirra. „Hérna í Sandgerði var mikið minni afli en haustin áður. Þetta hefur mikil áhrif hér því togararnir koma þá ekkert inn hér þegar það er brælutíð. Þeir fóru inn í Keflavík í hörðustu vestanátt- unum í stað þess að landa hér.“ Mikil smábátaútgerð sé í Sandgerði og trúlega með þeim stærstu á landinu er varðar smábáta, sem komast ekki á sjó í svona tíð. Stærri skip í Grindavík Einnig segir Grétar þetta hafa gríðarleg áhrif fyrir hafnirnar sem slíkar. „Það koma engar tekjur inn á hafnirnar þegar svona er. „Í höfninni hjá okkur eru oftast í nóvember og desember verið stórir mánuðir og mikið af bátum en tíðin var bara þannig að það var svo ríkjandi vestanáttin sem er versta áttin hér og í Grinda- vík. Munurinn á Sandgerði og Grindavík er svo sá að útgerðirnar og skipin eru miklu stærri í Grindavík og ólík útgerðarmynstur. Stórir línubátar landa þar einu sinni í viku og róa í öllum veðrum og stórir frystitog- arar sem eiga sinn dag einu sinni í mánuði. Höfnin hér byggir alla afkomu sína á minni bátum.“ Bátar ílengdust fyrir norðan Þá segir Grétar segir mynstrið orðið breytt hjá þessum minni bátum. Þeir séu kannski sex mánuði burtu úr heimahöfn. „Menn eru farnir að elta fiskinn út um allt land. Bátar hafa verið að róa fyrir norðan yfir sumartímann og komið hingað til mín í nóvember. Þeir ílengdust bæði fyrir norðan og austan. Núna voru þeir meira og minna fluttir yfir Holta- vörðuheiðina til Akraness á vörubílum því þeir komust ekki fyrir Vestfirðina. Mikill kostnaður felst í flutningi og svo þarf stóra krana til að hífa þá upp á bílana,“ segir Grétar. Skrautlegt hjá Nesfiski Grétar hefur verið hafnarvörður í Sandgerði í fimm ár og man ekki eftir öðru eins. Stór hluti tekna hjá höfn- inni séu aðkomubátar sem landi þar því kvóti sé ekki stór hjá Sandgerðisbátum. „Nesfiskur er stór þáttur í rekstri Sandgerðishafnar sem er með stóra flota en þeir eru með litla báta líka og síðasti báturinn kom 10. janúar og var fluttur á bíl. Búið að vera skrautlegt hjá þeim.“ Bjartsýnir í eðli sínu Grétar tekur þó fram að góð veiði og tíð séu búin að vera síðan 10. janúar. „Það hefur verið að lyftast brúnin á mönnum og þeir gleyma leiðindunum um sinn. Svo er besti tíminn eftir á línu. Um leið og loðnan kemur hér sópast hingað færabátar víða af á landinu.“ Svæðið úti fyrir Sandgerði sé mjög gjöfult og stutt og róa á mið. „Við verðum að líta björtum augum á bjartari tíma og vera bjartsýnir. Það er í eðli okkar, “ segir Grétar og lokum. n Mikil bræla frá því í haust erfið fyrir Sandgerðishöfn: Höfnin byggir alla af- komu sína á minni bátum Um leið og loðnan kemur hér sópast hingað færa- bátar víða af á landinu Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson // hilmar@vf.is // Texti: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is Krabbameinsfélag Suðurnesja stendur fyrir dagskrá í vetur fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Skrifstofa félagsins er að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ (í húsi Rauða krossins) og er opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 12 – 16. Síminn er 421- 6363 og vefslóðin www.krabb.is/ sudurnes, en einnig má finna þau á Facebook. Svarað er í símann á öðrum tímum ef erindið er brýnt. Á skrifstofunni er veitt ráðgjöf og hægt er að nálgast bæklinga og annað fræðsluefni sem tengist krabbameinum. Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur starfar hjá fé- laginu og hægt er að fá viðtalstíma hjá henni eftir þörfum. Á opnunar- tíma er alltaf heitt kaffi á könnunni. Minningarkort eru til sölu á skrif- stofunni og einnig í Lyfju í Kross- móa, Lyfjum og heilsu á Suðurgötu, í Pósthúsinu í Reykjansebæ og í Pósthúsinu í Garðinum. Í vetur og fram á vor verður opið hús fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl 19:30 – 21:00. Þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstand- endur þeirra til að hittast og eiga góða stund saman en við munum einnig fá til okkar góða fyrirlesara. Dagskráin til vors: Þriðjudaginn 4. febrúar kl 19:30 – 21:00. Fyrirlesari er Anna Lóa Ólafsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og stofnandi Hamingjuhornsins. Erindi hennar er um hamingjuna og lífið. Þriðudaginn 4. mars kl 19:30 – 21:00. Kaffi, spjall og huggulegheit. Upp- lagt að koma með handavinnu. Þriðjudaginn 11. mars kl 19:30 – 21:00. Fyrirlesari er Ásdís Ragna Einars- dóttir, grasalæknir BSC. Erindi hennar er um nátturúlegar leiðir til heilsusamlegrar uppbygg- ingar. Þriðjudaginn 1. apríl kl 19:30 – 22:00. Fyrirlesari er Helga Birgisdóttir. Gegga/Helga Birgisdóttir er hress listakona, skapari og brosari! Hún hefur sótt fjölda námskeiða í and- legum (spiritual) fræðum. Erindi Geggu heitir Smiler getur öllu breytt. Stofnaður hefur verið gönguhópur. Gengið er frá Sundmiðstöðinni á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:00. Markmið hópsins er að auka þrek og þol og geta tekið þátt í hinu árlega kvennahlaupi í júní nk. Krabbameinsfélagið með dag- skrá á þriðjudögum í vetur Grétar Sigurbjörnsson hefur verið hafnarvörður í Sandgerði í fimm ár og man ekki eftir öðru eins. Stór hluti tekna hjá höfninni séu aðkomubátar sem landi þar því kvóti sé ekki stór hjá Sandgerðisbátum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.