Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2014, Page 7

Víkurfréttir - 30.01.2014, Page 7
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. janúar 2014 7 -fréttir pósturu vf@vf.is Ríkislögreglustjóri afhenti nýtt og glæsilegt bifhjól til lögreglustjórans á Suðurnesjum í síðustu viku. Bifhjólið er hið glæsilegasta, af gerðinni Yamaha FRJ-1300 og mjög vel tækjum búið. Þetta vel útbúna bifhjól á án efa eftir að nýtast vel í þeim verk- efnum sem lögreglan á Suður- nesjum kemur að. Nýju bifhjólin eru af gerðinni Yamaha FJR-1300, þau vega um 290 kg og eru 150 hestöfl. Meðal annars er nýja bifhjólið búið tækjum til radarmælinga auk upptökubún- aðar. Það er með ABS-hemlakerfi, stöðugleikabúnaði og nýjum for- gangsbúnaði. Það ætti því að nýtast betur í baráttunni gegn hraðakstri, ekki síst bifhjólamanna. Nýr 150 hestafla mótor- fákur til lögreglunnar Lögreglan á Suðurnesjum hefur fengið glæsilegan mótorfák í sína þjónustu. Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 2 5 0 3 Það verða litlar framfarir í sam- félaginu ef við lítum ekki til fram- tíðar ÞINGMAÐUR OG SVARIÐ ER .Hvað finnst þér um mögulega háhraðalestar á milli Keflavíkur- flugvallar og Reykjavíkur? Hvaða áhrif mun hún hugsanlega hafa á svæðið? Þetta er stórskemmtileg hug- mynd og allra góðra gjalda verð. Ég þekki vel til í sam- göngumálum á Suðurnesjum. Hef unnið við skipulagningu þeirra óslitið frá árinu 2007. Hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum er ríkur vilji til að reka öflugar héraðssamgöngur og ekki síður hefur verið unnið markvisst að þéttu áætlunar- neti til höfuðborgarinnar. Í því sambandi hefur „flugrútan“ verið hluti af samgöngukerfinu. Í allri vinnu við eflingu sam- gangna hefur hugmyndin um farþegalest skotið upp kollinum. Framsýnir menn og konur hafa komið fram með tillögur um farþegalest og síðast var góður maður, Runólfur Ágústsson, með þessa hugmynd og komin nokkuð langt með hana. Það verða litlar framfarir í sam- félaginu ef við lítum ekki til framtíðar og skoðum hvernig við getum náð betri árangri og aukið þjónustuna við íbúa og fjölda ferðamanna sem fara um Keflavíkurflugvöll. Án þess að hafa kafað í málið eða kynnt mér rekstrargrundvöll farþega- lestar er ljóst að kostnaðurinn er mikill. Ég hef heyrt um og séð hugmyndir um lagningu teina (brautar) Frá Keflavíkurflugvelli að Straumi og þaðan fari lestin í stokk og göng inn í Reykjavík. Það væri ótrúlegt fyrir okkur Suðurnesjamenn að komast til höfuðborgarinnar á 15-20 mín og geta hoppað upp í strætó og vera komin til vinnu á 30-35 mín. En enn er kostnaðurinn að koma upp í hugann. Í hugmyndavinnu um samgöngur hefur komið fram að lágmarksfjöldi þjóðar- innar verði að vera um 500.000 manns til að kostnaðurinn verði verjanlegur. Það hefur þó aldrei mér vitandi verið reiknaður allur sparnaður og þjóðhagslegur „arður“ af slíkri framkvæmd. .Hvað sparast mikið í kostnaði við bílaflotann, eldsneyti og rekstur bifreiða. Færri slys og styttri tími í ferðalög eru líka verð- mæti sem þarf að skoða. Ég er auð- vitað spenntur fyrir hugmyndinni en þá kemur að því hver vill borga. Geti menn reiknað arðsemi af slíkri framkvæmd opnast ýmsir möguleikar. Það þarf öfluga aðila sem hafa fjármagn til að undirbúa og gera rekstrar- og kostnaðará- ætlanir fyrir slíka lest. Þeir eru til, spurning um áhuga eða þor? Ég er hugsi um framtíð sam- gangna á Suðurnesjum. Sú góða vinna sem sveitarstjórnarmenn og SSS hafa lagt í uppbygg- ingu almenningssamgangna á svæðinu, og hefur vakið athygli annarra héraðssambanda, er nú í uppnámi. Samningur sem Vega- gerðin gerði við SSS og er til 7 ára hefur nú verið brotinn og svikinn af Vegagerðinni og Innanríkis- ráðuneytinu. Hryggjarstykkið í samgöngumálum á Suðurnesjum, „auðlindin“ okkar flugrútan, hefur verið af okkur tekin. Með bréfi 19. desember sl. tilkynnti Vegagerðin SSS að hún hafi ákveðið að flugrútan verði ekki lengur hluti af samgönguneti Suðurnesja og þar muni ríkja frjáls samkeppni. Þetta eru svik við okkur og setur öll fram- tíðaráform SSS í uppnám. Þessi ákvörðun setur líka almennings- samgöngur í landinu í uppnám. Ég sem hélt að ráðherrann ætti að halda áfram að hlúa að því góða starfi sem sveitarfélögin um allt land hafa gert með upp- byggingu almenningssamgangna er nú ráðist gegn hagsmunum almennings. Á meðan svo er mun draumur um bættar al- menningssamgöngur ekki fá byr undir báða vængi og draumar um lest týnast í þokunni. Ásmundur Friðriksson alþingismaður RÍKUR VILJI TIL AÐ REKA ÖFLUGAR HÉRAÐSSAMGÖNGUR Suðurnesjamenn hafa aldrei áður átt eins marga fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Af þingmönnum Suðurkjördæmis eru sjö búsettir á Suðurnesjum og þá er einn þeirra jafnframt með ráðherraembætti. Í vetur ætlum við hjá Víkurfréttum að fylgjast vel með störfum þingmanna okkar og spyrja þá reglulega út í málefni sem tengjast Suðurnesjum á einn eða annan hátt. Við viljum einnig gefa lesendum kost á að senda inn spurningar sem við vinnum úr og berum undir þingmenn svæðisins. Spurningar má senda á vf@vf.is Að þessu sinni situr Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokks fyrir svörum. Stefanía stýrir bókasafninu - 15% fækkun útlána uAuk hefðbundinna verkefna sem menningar-, upplýsinga-, þekkingar- og samverusetur verður stærsta verkefni ársins að aðlaga Bókasafn Reykjanes- bæjar nýju húsnæði og kynna safnið fyrir bæjarbúum. Nýr forstöðumaður hefur verið ráðinn til safnsins en Stefanía Gunnarsdóttir hefur tekið við safninu af Huldu Þorkels- dóttur. 15% fækkun varð á útlánum á milli áranna 2012 og 2013 hjá Bókasafni Reykjanesbæjar. Árið 2013 voru útlánin alls 86.598. Nokkrar ástæður geta legið til þessa s.s. að bókasafnið var lokað allan maí og fram í júní vegna flutnings. Forstöðumaður benti á það á fundi menningarráðs Reykja- nesbæjar nýverið að sambærileg lækkun virðist vera annars staðar á landinu. Mikil fjölgun gesta í Víkingaheima uGestum Víkingaheima fjölgar nú með hverju árinu og hefur frá árinu 2011 fjölgað um 145% og eru nú komnir upp í 20.803. Stærsti hópurinn eru erlendir gestir eða 13.706 og flestir koma í safnið frá maí til septembe uGestum Duushúsa í Reykja- nesbæ fækkaði um 6% á milli ára og komu alls 34.684 gestir í safnið árið 2013. Helstu ástæður má rekja til þess að færri tón- leikar voru í húsinu og einnig var minna um fundi og ráðstefnur. Á sama tíma varð hins vegar 30% aukning á erlendum ferða- mönnum. Þeir voru 1.812 árið 2012 en 2.493 í fyrra og einnig var mikil fjölgun á nemendaheim- sóknum. Framkvæmdastjóri menningar- sviðs Reykjanesbæjar bendir á að gestafjöldi Duushúsa er enn margfalt hærri en gengur og ger- ist hjá sambærilegum söfnum. Gestum Duus- húsa fækkaði um 6%

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.