Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2014, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 30.01.2014, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. janúar 2014 9 1 4 -0 1 8 5 - H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / Spennandi störf á Keflavíkurflugvelli Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbygg- ingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa. ÞJÓNUSTUSTJÓRI KEF - PARKING Meðal verkefna eru: • Daglegur rekstur á bílastæðaþjónustu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Halda utan um og ganga frá reikningsviðskiptum • Daglegt uppgjör og utanumhald á reikningsviðskiptum • Samskipti við þjónustuveitendur og undirverktaka • Umsýsla athugasemda vegna þjónustu og samskipti við viðskiptavini • Umsjón með vefsíðu KEF Parking og markaðsmál • Vaktaskrá og önnur dagleg starfsmannamál Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði viðskipta, reksturs, þjónustu eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af stjórnunarstörfum er nauðsynleg • Reynsla í rekstri og þekking á gerð rekstraráætlana er nauðsynleg • Góð íslensku- og enskukunnáttu bæði í töluðu og rituðu máli ásamt góðri tölvukunnáttu DEILDARSTJÓRI ÞJÓNUSTU Meðal verkefna eru: • Daglegur rekstur á flugverndarþjónustu og farþegaþjónustu hjá Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Ábyrgð á að öryggisleit og þjónusta sé samkvæmt öryggis- og þjónustumarkmiðum • Hönnun og viðhald á öryggis-, flugverndar-, vinnu- og þjónustuferlum • Gerð rekstraráætlana og rekstrargreininga fyrir þjónustudeild Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði viðskipta, reksturs, þjónustu eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af stjórnunarstörfum er nauðsynleg • Reynsla eða menntun á sviði öryggis eða þjónustu nauðsynleg • Reynsla í rekstri og þekking á gerð rekstraráætlana er nauðsynleg • Góð íslensku- og enskukunnáttu bæði í töluðu og rituðu máli ásamt góðri tölvukunnáttu Isavia leitar að öflugum starfsmönnum með mikla færni í sam- skiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi Nánari upplýsingar fást hjá Þóri Þorvarðarsyni, thorir@hagvangur.is . Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar. Hin tvítuga Keflavíkurmær Anna Katrín Gísladóttir starfar á skrifstofu þjónustu- deildar Icelandair technical service en samhliða er hún í píanónámi á framhaldsstigi. Hún ætlar sér svo að sækja háskóla í haust. Áhuga- mál Katrínar eru af ýmsum toga en helst má þar nefna píanó, fim- leika, hreyfingu og heilbrigðan lífs- stíl. „Ég get alveg gleymt mér tím- unum saman inná heilsusíðunum. Ég hef einnig mikinn áhuga á körfubolta.“ Við fengum Önnu til þess að segja okkur frá því sem hún tekur sér fyrir hendur um helgar. Hver er hin fullkomna helgi í hennar augum? „Ég er algjör B manneskja og finnst rosalega gott að sofa út. Ég myndi byrja daginn eins og aðra daga á grænu boozti sem ég er alveg sjúk í. Mér þykir mjög gaman að hjóla svo ég myndi pottþétt taka hjólreiðatúr um bæinn og enda svo í sundi. Svo er alltaf jafn skemmtilegt að fá boð frá ömmu í pönnsur. Leiðinni væri svo haldið í höfuðborgina að borðað á veitingastaðnum Gló en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér og mjög fúlt að ekki sé hægt að sækja neinn heilsumatsölustað hér í Reykjanesbæ! Eftir matinn er svo farið uppí bústað hjá ömmu og afa fyrir austan fjall og þá er ekkert skemmtilegra en að spila með góðu fólki og borða Doritos og salsa.“ Er eitthvað sérstakt sem þú leyfir þér um helgar? Eitt af því skemmtilegra sem ég geri er að fara í bíó á virki- lega góða mynd sem fær helst yfir 8 í einkunn á vefsíðunni IMDB, svo ég nýti gjarnan tækifærið og fer í bíó um helgar. Ég fer stundum á fínni veitinga- staði um helgar en ég er mjög hrifin af veitinga- staðnum Ítalía, svo auð- vitað freistast maður í 50% afslátt af nammibarnum á Ungó. Hvað gerir þú um helgar sem þú gerir ekki á virkum dögum? „Mér finnst mjög gaman að því að baka svo oftar en ekki eru prufaðar nýjar uppskriftir og skellt í eitthvað gómsætt,“ segir Anna Katrín að lokum. Bíó og bakstur um helgar - gott að fara til ömmu í pönnsur -helgin mín pósturu eythor@vf.is Sýning á nýjum verkum Svövu Björnsdóttur, myndlistar- manns, var opnuð í sýningar- sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum um liðna helgi. Fyrir sýninguna í Listasafni Reykjanesbæjar setti Svava saman innsetningu sem hún nefnir KRÍA/ KLETTUR/MÝ, og er tilraun til að skapa samnefnara fyrir ákveðna náttúruinnlifun. Og þó að þessi innlifun sé ekki bein endurspeglun aðstæðna hér í Keflavík, er eflaust margt í henni sem Suðurnesja- búar kannast við. Sýningin er opin alla daga vikunnar og aðgangur er ókeypis. KRÍA/KLETTUR/MÝ í Listasafni Reykjanesbæjar 40 ára kaupstað- arafmæli Grinda- víkurbæjar 10. apríl uGrindavíkurbær fagnar 40 ára kaupstaðarfmæli fimmtu- daginn 10. apríl nk. Verið er að leggja drög að dagskrá þar sem höfðað verður til allra aldurs- hópa á afmælisdaginn. Hátíðarfundur verður í bæjar- stjórn og afmælishátíð í Hóp- sskóla. Þá verður íþróttaaf- mælisfjör í íþróttahúsinu fyrir 3 - 8 ára, diskótek fyrir 4.-6. bekk, skemmtun fyrir 7.-10. bekk og sér skemmtun fyrir 16 ára og eldri ásamt ýmsu fleira. Fyrirtæki og stofnanir í Grinda- vík eru hvött til þess að vera með opin hús og uppákomur í tilefni afmælisdagsins 10. apríl. Bryggjuhúsið opnar fjóra sýn- ingarsali í vor u Starfs emi Duushúsa í Reykjanesbæ verður með svip- uðu sniði í ár og síðustu ár. Þó verður mun meira sýningar- rými opnað á árinu. Stærsta breytingin í ár verður að Bryggjuhúsið opnar 31. maí með sína fjóra sýningarsali á þremur hæðum og fjölgar sýn- ingum og viðburðum í takt við það. Í Duushúsum eru sýningar, tón- leikar, fyrirlestrar o.fl. menn- ingarviðburðir. -fréttir pósturu vf@vf.is Garður endurnýjar vefsíðu Sveitarfélagið Garður hefur opnað nýja og endurbætta vefsíðu sveitarfélagsins. Hugbúnaðarfyrirtækið Hvítur ehf. sá um fram- leiðslu á vefnum í samstarfi við Garð en Brynja Kristjánsdóttir var verkefnastjóri fyrir hönd sveitarfélagsins. Myndefni og myndaval var í höndum Guðmundar Magnússonar kvik- myndagerðamanns, ásamt því að skrifa og endurvinna texta. http://svgardur.is/

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.