Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2014, Side 10

Víkurfréttir - 30.01.2014, Side 10
fimmtudagurinn 30. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 Fjölbreytt hlutverk Hlutverk Lovísu eru að kenna náms- og starfs- fræðslu, námstækni, leggja fyrir áhugasviðsk- annanir, aðstoða nemendur sem eru með sér- tæka námsörðugleika, sjá um sjálfstyrkingar- námskeið og tilfinninganámskeiðið Baujuna, vera með einstaklings- og hópviðtöl, stuðning- kerfið Watch fyrir nemendur sem eru í áhættu- hóp varðandi brotthvarf og ýmislegt annað í samstarfi við kennara og starfsfólk skólans. Flott án fíknar „Starfið er mjög skemmtilegt og fjölbreytt og ég er mikið í málum sem eru einnig utan skólans vegna reynslunnar sem tómstundafræðingur. Ég er að eiga við mál sem koma gjarnan ekki á borð hjá öðrum,“ segir Lovísa. Til dæmis sé hún klúbbstjóri í klúbbi sem heitir Flott á fíknar sem hún stofnaði 2007. Í honum felst að nemendur á unglingastiginu geta skráð sig í klúbbinn og skrifa undir samning þess efnis að þau muni ekki reykja eða neyta vímuefna og í staðinn fá þau umbun í formi viðburða þar sem hist er tvisvar í mánuði og svo lokaferð á vorin. Eina sem þau þurfa að gera er að halda sig frá þessu og þá eru þau gjaldgeng í klúbbinn,“ segir hún og að ef eitthvað gerist segi krakkarnir henni frá því sem gerist utan skóla eða um helgar. Nær til unglinganna á Facebook Mál sem koma á borð Lovísu segir hún vera af ýmsum toga og tengjast oftast líðan þeirra eins og slök sjálfsmynd, vinaleysi, brothætt bakland, þunglyndi, kvíði, svefnleysi, tölvufíkn og vímu- efnaneysla. „Ég er með Facebook síðu og er þar í samskiptum við krakkana. Set inn efni sem tengjast almennri líðan og góðri sjálfsmynd. Er líka heima á kvöldin að sinna þessu. Ég næ vel til þeirra í gegnum síðuna og spjalla við þau. Þau leita sum til mín beint í pósthólfið þar.“ Lovísa segir stelpur vera opnari á tilfinningar en strákarnir en þeir þurfi kannski aðstoð við að skilningur sé á heimili sínu um að þeir þurfi að fá að fara með í ferðir og slíkt. Vill vera til staðar fyrir börnin „Löngun mín með að vera til staðar fyrir unglingana var svo sterk. Vanlíðan þeirra tengdist oft vanlíðan þeirra í skólanum og hendur mínar voru bundnar. Hér var enginn námsráðgjafi og ég fann að þau þurftu slíkan og náði mér þá í menntun- ina.“ Hún segar að alltaf séu opnar dyr hjá henni fyrir nemendur og hún sé alltaf vakandi yfir því sem gerist. Áhuginn fyrir velferðinni heldur mér gangandi og ég finn fyrir jákvæðri uppskeru. Ég borða oft með þeim í salnum og nota frímínútur til að fylgjast með. Starfs- maðurinn á gólfinu er svo mikilvægur í þessu samhengi,“ segir Lovísa. Námsgeta, félagar og baklandið Lovísa vill ekki tengja bara líðan barna við að- stæður í þjóðfélaginu. Kröfur séu kannski settar á nemenda sem honum finnst hann ekki geta mætt. „Þá fer hann í feluleik með líðan sína, skellir sér í hlutverk og slíkt. Við reynum að mæta þeim þarna.“ Hún bætir við að í könnun sem hún gerði, og stór hluti unglinga svaraði, voru niðurstöður áberandi á þá leið að náms- geta og félagsleg staða höfðu mest áhrif á líðan þeirra. „Ef skólastarfið getur mótast af því að barnið sé glatt í skólanum þá líður því vel,“ segir Lovísa með áherslu og bætir við að félagslega sterkur einstaklingur geti allt í lífinu. Of fáir menntaðir námsráðgjafar Þá hefur Lovísa einnig sterka skoðun á starfi starfs- og námsráðgjafa. „Mér finnst starfið okkar eitt af mikilvægustu störfum innan grunnskólanna og skil því ekki hvernig skól- arnir geta komist af með námsráðgjafa í 30- 40% starfi. Það eru bara þrír slíkir menntaðir í grunnskólum í Reykjanesbæ og það er eitthvað sem við þurfum að bæta í bæjarfélaginu,“ segir Lovísa að lokum. Kynnir starf sitt fyrir yngri nemendum Börnin leita stundum beint til Laufeyjar en meira er um að þeim sé vísað til hennar. Hún leggur þó áherslu á að það sé ávallt í boði að koma til hennar ef hún er laus. „Ég hef unnið meira með eldri nemendum því yngri nem- endur eru smám saman að læra inn á hvert hlutverk námsráðgjafa. Því legg ég áherslu á að kynna starfið mitt fyrir yngstu nemendum, kynnast þeim og hvetja þau til að koma í spjall þó ekkert bjáti á,“ segir Laufey. Tilfinningastjórnun mikilvæg Hún hefur mikinn áhuga á almennri lífsleikni og segir að í almennri umræðu séu unglingar opnari en áður, sérstaklega í einstaklings- viðtölum. „Þau eru opin en þurfa kannski að koma orð- um að tilfinningum sínum. Þau finna að eitthvað angrar þau, svo sem magapína, kvíði eða pirringur en vantar að geta skilgreint það. Þau þekkja oft ekki umræðu um tilfinningar og hvort þau stjórni þeim sjálf eða ekki. Það er hægt að hjálpa þeim að koma þeim í farveg,“ segir Laufey og bætir við að tilfinningastjórnun sé mikilvæg, sem og skilningur á eigin tilfinningum. Óöruggir á samskiptamiðlum Laufey segir suma unglinga ekki nógu örugga á samskiptamiðlum og staðsetji sig í vinahópum eða í samfélaginu út frá einhverjum forsendum sem koma fram á slíkum miðlum. Það geti haft heilmikið með sjálfsmyndina að gera þó að það komi ekki auga á það sjálf. „Börn og unglingar eru á alls kyns miðlum sem maður þekkir varla sjálfur. Sumir eru ekki með sjálfsmyndina á hreinu og ekki alveg klár á því á hverju þau eiga að byggja hana. Hvað er það sem þeim líður vel með, eru stolt af og sátt við? Hver er þeirra vilji?“ Spegla sig í „like“ og „snapchat“ Hún segir marga til dæmis horfa á vini sína áður en þeir rétta upp hönd og segja sína skoðun. „Í gamla daga var bara litið í spegil til þess að meta hvað maður var sáttur með og hvað ekki. Núna snýst þetta allt um einhvers konar athygli sem þau ráða ekki við. Þau spegla sig í svo mörgu öðru. Er það hvað þau segja, skoðanir þeirra, hvernig þau líta út eða hversu mörg „like“ eða „snapchat“ þau fá. Forsendurnar geta verið flóknar.“ Laufey bendir í þessu samhengi á að mikilvægt sé að börn útskrifist úr grunnskóla með þekkingu á styrkleikum sínum og einn af mikilvægustu þáttum skólastarfsins gangi út á það. „Þau eru oft mun meðvitaðri um veikleika sína, sérstaklega ef um einhverja námserfiðleika er að ræða.“ Foreldrar miklu velkomnari en þá grunar Erfiðustu málin sem Laufey segist fást við tengj- ast oft heimilisaðstæðum. „Ef það er eitthvað að heima þá er alltaf erfiðara að hjálpa barn- inu. Það er alltaf erfiðara að vinna í málum og styrkja barnið í slíkum málum og þau eru við- kvæm. Ef um er að ræða einhverskonar vanda heima, erfið samskipti, veikindi, vanlíðan eða jafnvel eitthvað enn verra.“ Það geti verið sér- staklega erfitt ef foreldrar eru í afneitun gagn- vart vandamálum. Gott for- eldrasamstarf sé lykillinn að farsæld og forsenda þess að barninu gengur vel og líður vel í skóla. „Skólinn er miklu opnari fyrir foreldra en þá grunar. Þeir mega miklu meira koma og fylgjast með í tímum og taka þátt í skóla- starfinu.“ Sumir hlusta en heyra ekki neitt Þá segir Laufey gagnkvæmt traust og virðingu skipta miklu máli. „Það skiptir einfaldlega miklu máli hvernig við tölum við börn. Við verðum að sýna þeim áhuga og virðingu til að skapa traust. Það er vel hægt að tala við börn með virðingu eins og hentar aldri þeirra, t.d. með því að horfa í augun á þeim og leyfa þeim að finna að þú ert að hlusta. Sumir hlusta en heyra ekki neitt,“ segir Laufey og bætir við að samskipti séu svo mikið lykilatriði. „Ég sé víða samskipti sem mættu vera betri, bæði innan skóla og utan. Börn eru næm á tón þegar eitthvað er ekki í lagi. Því er mikilvægt að nota ekki alltaf sama tóninn þegar verið er að skamma og leiðbeina. Það skiptir meira máli hvernig hluturinn er sagður en hvað er sagt. Þeir sem þú átt samskipti við muna ekki endi- lega hvað þú sagðir en þeir muna hvernig þú lést þeim líða,“ segir Laufey. Gagnkvæmt traust og virðing Í starfi sínu og utan þess segir Laufey suma tækla samskipti og agamál mjög vel en aðra bara alls ekki. Hún segist jafnframt þroskast sjálf mikið í starfinu og læri svo mikið af því sem hún fæst við allan daginn. „Þegar ég á jákvæð samskipti við nemendur og get rætt við þá í gagnkvæmu trausti og virðingu þá veit ég að ég er að gera rétt. Þá skilar sér það sem ég er að gera. Góður félagsskapur við börn og tengsl við þau eru mjög gefandi. Ef maður fer með það viðhorf út í daginn að börnin séu öll heilbrigðir og skemmtilegir einstaklingar þá bara verða þau það. Viðhorfið skiptir svo miklu máli. Börnin eru eins og við lítum á þau,“ segir Laufey að lokum. - fréttaskýring // Náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum Suðurnesjum ÞAR SEM HJÖRTU SKÓLANNA SLÁ Texti og mynd: Olgabjort@vf.is Náms- og starfsráðgjafar sinna afar mikilvægu starfi í samfélagi okkar, meðal annars innan skólakerfisins. Með því að ræða við þá gefast tækifæri til að skoða og meta eigin stöðu, til dæmis áhuga og hæfni, átta sig á hvaða mögu- leikar eru í boði og gera áætlun um hvert skal stefna. Að mati náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum á Suður- nesjum hefur áhersla breyst á undanförnum áratug úr því að vera það sem lögverndað starfsheiti þeirra gefur til kynna yfir í viðtöl vegna líðan skólabarna. Í sumum tilfellum hafa ofbeldismál á heimilum eða vitneskja um slæmt bakland komið fyrst í ljós í slíkum viðtölum. Olga Björt hitti þau sem sinna þessu starfi í grunnskólunum og ræddi við þau um afar fjölbreytt verkefni sem þau fást við og það sem skiptir þau mestu máli, velferð barnanna. Fjallað verður um þetta í þessu tölublaði og næstu blöðum. n Gott foreldrasamstarf og gagnkvæm virðing lykillinn að farsæld: Börnin eru eins og við lítum á þau Sumir eru ekki með sjálfs- myndina á hreinu og ekki alveg klár á því á hverju þau eiga að byggja hana Ef skóla- starfið getur mótast af því að barnið sé glatt í skólanum þá líður því vel Laufey Erlendsdóttir hefur sinnt 25% starfi sem námsráðgjafi við Gerðaskóla í sjö ár, samhliða kennslu á unglingastigi. Hún er íþróttakennari að mennt og lýkur við- bótarnámi á BS stigi sem íþróttafræðingur í vor. Laufey hefur kennt við skólann í 16 ár og þá flestar greinar á miðstigi og unglingastigi, þó minnst íþróttir. Koma og ræða málin „Ég hef til dæmis séð um viðtöl vegna van- líðunar, námsframmistöðu og námsframvindu. Svo hafa nemendur komið og rætt málin og sum mál eru svo rædd með foreldrum og bekkjakennurum,“ segir hann. Þá hefur Þor- varður kennt námstækni í elstu bekkjum skól- ans. Hann segist hafa vitað fyrir að starfið yrði fjölbreytt en ýmislegt komi á borð hans sem gefi því gildi, bæði gott og ekki eins gott. Vangaveltur um framtíðina Þorvarður segir að helst hafi komið til hans kasta mál sem tengist van- líðan unglinga, t.d. vanga- veltur þeirra um stöðu sína, bæði gagnvart námi og fé- lögum. „Þau eru að pæla í hvað þau ætla að gera eftir grunnskóla, hvað þau geta og hvað þau þurfa að leggja á sig. Vangaveltur um fram- tíðina.“ Þá gangi starfið einnig út á að virkja áhuga- hvöt, hvernig þau geti betur staðið sig í námi og fundið styrkleika sína. Að- spurður um möguleg vandamál vegna hás hlut- falls nýbúa meðal nemenda í skólanum segir Þorvarður slík mál ekki hafa komið upp hjá sér. Þeim hópi sé svo vel sinnt í fjölþjóðadeildinni sem heldur vel utan um þau. „Ef eitthvað kemur upp með líðan eða t.d. með að hjálpa þeim með rafrænar bækur, hlustunarefni á netinu og svona, þá göngum við að sjálfsögðu í það. Þau eru annars mjög sjálfbjarga,“ segir Þorvarður. Þeim á að líða vel hér Hann er á þeirri skoðun að til þess að eiginlegt nám geti átt sér stað þurfi nemendum að líða vel í skólanum. Ef vanlíðan, kvíði eða vanmat eigi sér stað þá sé ekki mikið nám í gangi yfir höfuð. „Stefna okkar, óskrifuð og skrifuð, er að þeim líði vel. Við reynum að standa vörð um hag hvers og eins, bjóða upp á fjölbreytta kennslu- hætti og hlúa að nemendunum. Það er fullt tilefni til því kröfur samfélagsins, þessar óút- skýrðu, um velgengni, útlit og slíkt, brenna svo mikið á unglingunum. Í viðtölum hefur komið fram að félagasamskipti eiga sér mikið stað á samfélagsmiðlum og í rafrænu spjalli. Þau hópast ekki lengur saman og spjalla,“ bendir Þorvarður á. Horfa á málin með augum nemenda Að sögn Þorvarðar glíma margir unglingar við ýmis mál sem reynast þeim erfið. Því sé það mikilvægt að horfa á málin með þeirra augum. Stundum leysast vandamálin við það að þau séu rædd en stundum þarf að vísa mál- unum áfram og til þess hefur skólinn sálfræðing sem hefur viðveru í skólanum einu sinni í viku og vinnur svo úr málunum þess á milli. Nem- endur eru ávallt velkomnir til Þorvarðar og banka oft upp á. „Stundum hitta þau mig á göngunum og spyrja hvort þau megi koma. Þau eru með frjálsan aðgang að mér. Ég hef náð að sinna því sem á mitt borð hefur komið. Mér er afar mikilvægt að kenna nemendum gildi menntunar og að þau finni sína hvöt þegar þau velja sér náms- eða starfsvettvang. Líti ekki á launin sem aðalatriði eða láti undan þrýstingi annarra,“ segir Þorvarður að lokum. n Fjölbreytt starf og ýmislegt sem kemur á borð: Virkjum áhugahvöt og finnum styrkleika Stefna okkar, óskrifuð og skrifuð, er að þeim líði vel Þorvarður Guðmundsson hefur kennt við Myllubakkaskóla undanfarin fimm ár og sinnt starfi námsráðgjafa við skólann síðan í haust í hlutastarfi samhliða dönsku- kennslu. Verkefnum námsráðgjafa hefur verið dreift á fleiri en Þorvarð til þess að mæta þörfum nemenda sem best. n Fann nýjar til þess að mæta þörfum nemenda: Er einnig til staðar utan skólatíma Lovísa Hafsteinsdóttir er menntaður tómstunda- og félagsmálafræðingur og hefur starfað við Akurskóla frá stofnun hans. Fyrst sem tómstundafræðingur, byggði upp frístundaskólann og starfaði með unglingum. Hún sá fram á að geta ekki mætt krökkunum innan skólans í gegnum tómstundirnar svo að hún ákvað að læra náms- og starfsráðgjöf.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.