Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2014, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 30.01.2014, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. janúar 2014 11 Starfssvið: · Sala á flugfargjöldum, hótelgistingu og bílaleigubílum · Upplýsingaveita, ráðgjöf og þjónusta · Útgáfa ferðagagna · Önnur tilfallandi verkefni sem fara fram á söluskrifstofunni Hæfniskröfur: · Stúdentspróf eða menntun í ferðafræðum · IATA-UFTAA próf er æskilegt · Þekking og reynsla í farseðlaútgáfu og Amadeus bókunarkerfi · Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg · Góð almenn tölvufærni er nauðsynleg · Jákvætt hugarfar, frumkvæði og rík þjónustulund · Færni í almennum samskiptum og samvinnu · Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Hér er um sumarstarf og hlutastarf að ræða. Vaktafyrirkomulag er  2-2-3. Nánari upplýsingar veita: Ólafía G. Ólafsdóttir, netfang: olafia@icelandair.is Kristín Björnsdóttir, netfang: starf@icelandair.is Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 9. febrúar 2014. FERÐARÁÐGJAFAR  Icelandair leitar að öflugum liðsmönnum sem hafa áhuga á krefjandi ferðaráðgjafastörfum á söluskrifstofu á Keflavíkurflugvelli í hröðu og síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa verið hvött til að taka vel í hugmyndir listamannsins Guð- mundar Rúnars Lúðvíkssonar. Hann er með hugmyndir um átta metra háa norðurljósaturna í bæjarlandinu. Málið kom til um- fjöllunar á síðasta fundi bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar. Á bæjarstjórnarfundinum hvöttu bæjarfulltrúarnir Friðjón Einars- son og Kristinn Jakobsson til þess að bæjaryfirvöld veittu þessu verk- efni Guðmundar Rúnars eftirtekt. Menningarráð fjallaði um hug- mynd Guðmundar Rúnars um norðurljósaturna á síðasta fundi sínum. Umhverfis- og skipulags- svið bæjarins hefur veitt verk- efninu sína umsögn en verið er að skoða staðsetningu fyrir norður- ljósaturnana. Menningarráði finnst hugmynd Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar um norðurljósaturna áhugaverð en leggur áherslu á að ef til þess kemur að þeir verði settir upp í landi Reykjanesbæjar að tekið verði tillit til umhverfis og hæðar verksins. Á fundi bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar sagði Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, að fyrirhugað verk Guðmundar yrði mikið aðdráttarafl. Guðmundur er að falast eftir landi undir verkið en ætlar sjálfur að standa straum af kostnaði við verkið sjálft, eftir því sem fram kom á fundinum. Mynd: Guðmundur Rúnar Lúðvíksson Rísa norðurljósaturnar í Reykjanesbæ? Listamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson er að v inna hug my nd sinni um Norðurljósaturna í Reykjanesbæ brautargengi. Hann hefur sett upp vefsíðu þar sem hann óskar eftir stuðningi við verkefnið. Hver sá sem styrkir verkefnið um 10 dollara fær nafn sitt grafið á eina súluna í verkinu. Norðurljósaturna Guðmundar og nánari upplýsingar má nálgast á síðunni http://northernlightto- wer.weebly.com Svona verða Norðurljósa- turnarnir Fulltrúi Sveitarfélagsins Garðs telur ákvörðun stjórnar Dvalarheimila aldraðra Suður- nesjum, DS, frá 15. júlí 2013 um flutning hjúkrunarrýma úr hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Sveitarfélaginu Garði ólög- mæta þar sem ákvörðun meiri- hluta stjórnar DS um flutninginn hafi ekki fullnægt lagaskilyrðum. Þetta segir í bókun sem lögð var fram á fundi DS á miðvikudag í síðustu viku. „Ákvörðun af því tagi að leggja niður starfsemina í Garðvangi er þess eðlis að einróma samþykki allra eigenda þarf til svo viða- mikillar breytingar á starfsemi innan DS. Þar sem DS er sameign allra sveitarfélaganna sem mynda DS getur hluti sveitarfélaganna ekki ráðstafað málefnum félags- ins á þann hátt sem gert var með ákvörðuninni 15. júlí 2013. Allar ákvarðanir sem teknar hafa verið í framhaldi af og í tengslum við ofangreinda ákvörðun eru einnig ólögmætar. Verði hin ólögmæta ákvörðun ekki formlega afturkölluð eða felld úr gildi af stjórn DS innan viku frá bókun þessari mun Sveitarfélagið Garður óska eftir lögbanni við flutningi hjúkrunarrýmanna auk þess að ganga úr DS og krefjast inn- lausnar á eignarhlut sínum í sam- eignarfélaginu. Allt ofangreint er í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar Sveitar- félagsins Garðs 15. janúar 2014,“ segir í bókun fulltrúa Garðs í stjórn Dvalarheimila aldraðra Suður- nesjum. Óska eftir lögbanni á ákvörðun DS Umræða um hlutverk húss-ins á Vatnsnesi, sem áður hýsti Byggðasafn Reykjanes- bæjar, var tekin á síðasta fundi menningarráðs Reykjanesbæjar. Árið 1969 eignaðist Keflavíkur- kaupstaður húseignina Vatns- nes með gjafaafsali og fylgdi sú kvöð að eignin yrði notuð fyrir Byggðasafn Keflavíkur. Liðin eru 45 ár síðan og margt hefur breyst og nú er svo komið að húsnæðið stendur ekki lengur undir þeim kröfum sem nútíma safnahús- næði er ætlað. Aðstæður safnamála í bæjarfélag- inu hafa breyst mikið m.a. með endurnýjun á Duushúsum og kaupum á safnamiðstöðinni við Seylubraut og byggingu Víkinga- heima. Húsnæðismál byggðasafnsins eru tryggð til frambúðar og á þessum tímamótum telur menningar- ráð bæjarins rétt að gefa kost á því að Vatnsnes fái nýtt hlutverk hvort sem það felur í sér að fela húsið öðrum til varðveislu, t.d. með sölu þess, eða því sé fundið nýtt hlutverk á vegum Reykja- nesbæjar. Mynd: Vatnsnes hefur verið í eigu bæjarins frá árinu 1969 eða í 45 ár. Nú þarf að finna húsinu nýtt hlutverk. VF-mynd: Hilmar Bragi Hvað verður um Vatnsnes?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.