Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2014, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 30.01.2014, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. janúar 2014 13 Aníta Mist Albertsdóttir er í gerðaskóla í 9. bekk. Hún væri til í að hitta Beyonce og segir að samfélagsfræði sé leiðinlegasta fagið í skólanum. Hvað geriru eftir skóla? Læri og fer á fótboltaæfingar og hitti vinkonur mínar. Hver eru áhugamál þín? Fótbolti. Uppáhalds fag í skólanum? Íslenska og stærðfræði. En leiðinlegasta? Ég verð að segja samfélagsfræði. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Ég væri til í að hitta Beyonce. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Það væri gaman að geta flogið. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Mig langar til þess að verða sál- fræðingur. Hver er frægastur í símanum þínum? Bára Kristín. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Cristiano Ronaldo. Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Stríða vinkonum mínum. Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum? Bara ósköp venjulegur. Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu? Ég er mjög hress og opin. Hvað er skemmtilegast við Gerðaskóla? Félagskapurinn og kennararnir. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Free - Rudimental. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Friends. Besta: Bíómynd? Notebook er í uppá- haldi. Sjónvarpsþáttur? Friends. Tónlistarmaður/Hljómsveit? Beyonce. Matur? Pizza. Drykkur? Mountain Dew er besti drykkurinn. Leikari/Leikkona? Ryan Gosling. Fatabúð? Forever 21 og HM. Vefsíða? Facebook. Bók? Sogblettur. - fs-ingur vikunnar pósturu eythor@vf.is Helsti kostur FS? Eini skólinn í Reykjanesbæ og svo er líka mikið um skemmtilega við- burði. Hjúskaparstaða? Ég er á lausu. Hvað hræðistu mest? Að missa einhvern nákominn mér. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ég held að Sölvi Elísabetarson eigi eftir að verða þekktur fyrir hin ýmsu uppátæki. Hver er fyndnastur í skólanum? Að mínu mati er það meistari Tryggvi Ólafsson. Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd? Anchorman 2, hún var frábær. Hvað finnst þér vanta í mötu- neytið? Alexander Hauksson er á 17. ári og stundar nám á Náttúru- fræðibraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Alexander er Hús- víkingur að upplagi en hann fluttist til Innri-Njarðvíkur árið 2009. Alexander er í Gettu betur liði FS en um síðustu helgi tapaði liðið eftir bráðabana í 16-liða úrslitum keppninnar. Alexander er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Myndi hiklaust fá Bjarnabolta aftur Krapvél. Hver er þinn helsti galli? Ég á það til að vera allt of ákveðinn. Hvað er heitasta parið í skólanum? Er það ekki í tísku að vera single? Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi hiklaust fá Bjarnabolta aftur og svo myndi ég líka laga netið í skólanum. Áttu þér viðurnefni? Hef verið kallaður Alli, Alex og Lexi. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „Sæll“ Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Fólk mætti horfa á það með já- kvæðara hugarfari og taka meiri þátt. Annars er það bara mjög gott. Áhugamál? Íþróttir, ferðalög, tónlist og að gera eitthvað skemmtilegt með vinunum. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég hef ekki ákveðið mig ennþá. Ertu að vinna með skóla? Nei ekki í augnablikinu. Hver er best klædd/ur í FS? Hún Maríanna Líf er alltaf vel til höfð. Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt? Bradley Cooper eða Jason Statham. Eftirlætis: Kennari? Haukur Ægis er snillingur Fag í skólanum? Efnafræði Sjónvarpsþættir? Breaking bad, Hawaii five O og Family guy Kvikmynd? Pulp fiction eða The Dark knight. Get ekki valið á milli Hljómsveit/tónlistarmaður? Avicii Leikari? Jason Statham Vefsíður? Facebook, Youtube og Google Flíkin? Blend úlpan mín Skyndibiti? Domino's Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Mér hefur alltaf fundist Party in the USA með Miley Cyrus vera gott lag - ung // Aníta Mist Albertsdóttir pósturu pop@vf.is Hress og opin Sigurður Björgvinsson, Þórdís Guðjónsdóttir, Svala Björgvinsdóttir, Baldur Kristjánsson, Árni Björgvinsson, Friðbjörg Helgadóttir, Sveinn Vopnfjörð Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Björgvin Árnason, Fv. félagsmálastjóri, Suðurgötu 8, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 18. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 6. febrúar kl. 13:00. Nakkaew Sara Seelarak, Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, Elín Or Seelarak, Kristján Reykdal Sigurjónsson, Aðalheiður Bjarnleifsdóttir, Jóhannes Snævar Harðarson, Unnur Svava Sverrisdóttir, Hörður Snævar Harðarson, Súsanna Björg Fróðadóttir, Karl Narong Seelarak, Rathcanee Malai, og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurjón Reykdal, vélstjóri og leigubifreiðastjóri, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 15. janúar. Útför fór fram í Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 23. janúar í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir vilja aðstandendur færa starfsfólki á legudeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. William Young, Guðrún Helga Mehrins, Monique Mehrins, Sigríður Anna Adolfsdóttir, Vilhelm Bernhöft Adolfsson, Hildur Björk Sigurgeirsdóttir, og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og systir Hrafnhildur Betty Young, andaðist að heimili sínu í South Carolina þann 10. janúar sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigríður Guðrún Ólafsdóttir, Svanhildur Heiða Gísladóttir, Michael Anthony Weaver, Trausti Gíslason, Kristín Guðmundsdóttir, Bergrós Gísladóttir, og barnabörn. Ástkæri eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Gísli Kristján Traustason, húsasmíðameistari, Háseyla 25, Innri Njarðvík, lést föstudaginn 24. janúar, útför hans fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 31. janúar kl.14:00. Nemendafélag Fjölbrauta-skóla Suðurnesja mun halda fatamarkað á sal skólans næst- komandi laugardag frá kl. 14-17. Öllum Suðurnesjabúum er vel- komið að koma og gera góð kaup. Nemendur skólans geta leigt borð á 2500 krónur og allur ágóðinn af seldum borðum fer til Barna- spítala Hringsins. Óska eftir strákum Það eru þegar í kringum 10 manns sem hafa leigt borð og munu verða með föt til sölu á markaðnum. Enn er hægt að næla sér í borð. „Við vonumst til þess að fá miklu fleiri til þess að taka þátt í þessu með okkur, þetta eru allt stelpur sem hafa ákveðið að vera með en við viljum endilega fá strákana líka með! Við verðum ekki bara með föt fyrir okkar aldurshóp heldur verða föt á alla aldurshópa, þú getur fundið allt frá barnafötum og uppúr,“ sagði Elva Dögg Sigurðardóttir formaður NFS í samtali við Víkurfréttir. Gestum verður svo boðið upp á atriði úr nýjum söngleik skólans, Dirty Dancing, klukkan 16:00. Svo verður leikhópurinn með góðgæti til sölu á meðan á markaðinum stendur. Fyrirhugað er að hefja sýningar á söngleiknum 20. febrúar næstkomandi. Fatamarkaður NFS á laugardag - Til styrktar Barnaspítala Hringsins

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.