Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2014, Page 14

Víkurfréttir - 30.01.2014, Page 14
fimmtudagurinn 30. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 „Heimakletturinn“ hættur -íþróttir pósturu eythor@vf.is KÆRU ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ!     Aðfaranótt  5. febrúar mun Kapalvæðing setja upp nýja sjónvarpsstöð sem getur breytt uppröðun á sumum eldri boxum og sjónvörpum.     Nýjustu sjónvörpin eiga að uppfærast sjálfkrafa. Hjá þeim sem kemur tilkynning á skjáinn um að uppfæra sjónvarpið/boxið þá er best að setja (ok) við því!     Endilega komið á skrifstofuna til að skipta út eldri TechniSat boxinu yfir í nýtt HD smart box.   Nánari upplýsingar verða á heimasíðu kapalvæðingar  www.kv.is Skrifstofa  sími: 421-4688, Þjónustu sími: 894-4688. Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson hefur ákveðið að segja það gott í körfuboltanum og leggja skóna á hilluna góðu. Friðrik hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin ár og hefur að þeim sökum ákveðið að hætta. Í samtali við vefsíðuna Karfan. is sagði Friðrik að skrokkurinn hreinlega væri að hruni kom- inn. „Þetta hófst svona fyrir al- vöru fyrir ári síðan, ég hef meira og minna verið síðan þá að spila hnjaskaður að einhverju leyti. Kálfi, ökkli, nári og þetta er allt svo byrjað að tengjast saman. Þannig að ég hreinlega verð bara að segja staðar numið í boltanum,“ sagði hinn 37 ára gamli Friðrik í samtali við Karfan.is. Friðrik hefur leikið með Njarðvík síðan árið 1998 en ferilinn hófst á æskuslóðunum í Vestmanna- eyjum. „Þegar þetta er byrjað að hafa áhrif á mig í mínu daglega lífi og vinnunni þá held ég að sé bara nóg komið. Ég skil við liðið núna í fínum höndum. Það er komin einn vel kjötaður í teiginn til að taka við keflinu og ég er þokkalega sáttur við minn feril,“ sagði Friðrik í viðtalinu. Ungmennafélag Njarðvíkur til-kynnti á þriðjudagskvöld um val á íþróttafólki UMFN 2013. Í ár voru kjörnir tveir íþróttamenn, karl og kona. Íþróttafólk Njarðvíkur eru Elvar Már Friðriksson körfu- knattleiksmaður og Inga María Henningsdóttir kraftlyftingakona. Íþróttamenn deilda félagsins voru valin: Júdómaður: Bjarni Darri Sigfússon Júdókona: Sóley Þrastardóttir Sundmaður: Alexander Páll Friðriksson Sundkona: Sunneva Dögg Friðriksdóttir Þríþrautarmaður: Rafnkell Jónsson Þríþrautarkona: Þuríður Árnadóttir Knattspyrnumaður: Theódór Guðni Halldórsson Kraftlyftingamaður: Þorvarður Ólafsson Kraflyftingakona: Inga María Henningsdóttir Körfuknattleiksmaður: Elvar Már Friðriksson Körfuknattleikskona: Erna Hákonardóttir Íþróttakarl UMFN: Elvar Már Friðriksson Íþróttakona UMFN: Inga María Henningsdóttir Inga María og Elvar Már íþróttafólk Njarðvíkur Aníta Lóa með sigur á bikarmóti Um síðustu helgi fór fram Bikar- mót í samkvæmisdansi og sigr- uðu þau Aníta Lóa Hauksdóttir Njarðvíkurmær og dansfélagi hennar Pétur Fannar Gunnars- son frá dansdeild HK í flokki Ungmenna Standard og urðu þau einnig í 2. sæti í flokki full- orðinna. Pétur og Aníta eru aðeins 15 ára gömul. Þau eru einnig Norður Evrópumeistarar í Standard og Latín dönsum. Þau eru á leiðinni nú í febrúar til Danmerkur þar sem þau munu keppa á Copen- hagen Open sem er mjög stór al- þjóðleg keppni. Pétur og Aníta hafa nú þegar tryggt sér þátttöku með A- landsliði Íslands fyrir árið 2014. Friðrik í baráttunni undir körfunni í Sláturhúsinu fyrir nokkrum árum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.