Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2014, Side 15

Víkurfréttir - 30.01.2014, Side 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. janúar 2014 15 LESTUR VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM www.vf.is+ 83% PÁSKA OG SUMARÚTHLUTUN Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins laus til umsóknar. Umsóknarfrestur vegna Páska er til 12. febrúar 2014 Umsóknarfrestur vegna Sumars er til 8. apríl 2014 Munaðarnes 3 hús með heitum potti Reykjaskógur 1 hús með heitum potti Akureyri 2 íbúðir Páskaúthlutun er frá 16. - 23. apríl Sumarúthlutun er frá 30. maí - 5. september (vikuleiga) Hægt er að sækja um orlofshús á vef félagsins www.stfs.is eða vera í sambandi við starfsfólk á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ. Sími:421-2390. Orlofsnefnd STFS Um er að ræða eftirtalin orlofshús: Atvinna Umsókn og upplýsingar á www.verkmenn.is TIL LEIGU Herbergi til leigu Herbergi til leigu. Uppl. í síma 862 7511 Lítil 3ja herbergja íbúð til leigu í Reykjanesbæ. Uppl. í síma 691 0288 Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 30. jan. - 5. feb. nk. • Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Léttur föstudagur 31. janúar kl.14 dagskrá á vegum FEBS Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is - smáauglýsingar - uppboð ÓSKAST Meðleigjandi óskast Vantar meðleigjanda upp á Ásbrú. Er með 110 fm íbúð og fylgir not á heim- ilistækjum s.s þvottavél, þurrkari. Leigan er 50.000 kr á mánuði. Samband við Jakob 846 2515 UPPBOР Einnig birt á www.naudungarsolur.is.  Framhald uppboðs á eftirfar- andi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir  Heiðargerði 1 fnr. 227-8337, Vogar, þingl. eig. Leifur Jónsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 4. febrúar 2014 kl. 09:00.  Hólagata 6 fnr. 209-4825, Sand- gerði, þingl. eig. þb. Sigríðar Ágústu Jónsdóttur, gerðarbeiðandi Úlfar Guðmundsson hdl., þriðju- daginn 4. febrúar 2014 kl. 10:15.  Kirkjuvegur 31 fnr. 228-7437, Keflavík, þingl. eig. Heimir Sigur- sveinsson, gerðarbeiðendur Íbú- ðalánasjóður og Reykjanesbær, þriðjudaginn 4. febrúar 2014 kl. 10:35.  Melás 8 fnr. 231-0573, Njarðvík, þingl. eig. Trausti Már Traustason, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík, þriðjudaginn 4. febrúar 2014 kl. 09:40.  Sýslumaðurinn í Keflavík, 28. janúar 2014. Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns. Keflvíkingar sýndu styrk sinn þegar þeir fengu granna sína frá Njarðvík í heimsókn í Dom- ino's deild karla í körfubolta á mánudag. Óhætt er að segja að gestirnir hafi aldrei séð til sólar í TM-Höllinni en Keflvíkingar unnu öruggan 105-84 sigur. Kefl- víkingar leiddu með 10 stigum í hálfleik, 48-38, en í síðari hálfleik kafsigldu þeir þá grænklæddu al- gjörlega og unnu verðskuldaðan sigur. Nánari umfjöllun, viðtöl og tilþrif má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is. Keflvíkingar hnykluðu vöðvana Molar úr rimmunni um Reykjanesbæ · Bekkurinn hjá Keflavík skoraði 23 stig gegn 9 frá Njarðvík · Keflvíkingar skoruðu mest 15 stig í röð án þess að Njarðvíkingar næðu að svara. Frá stöðunni 7:6 til 22:6 · Njarðvíkingar voru einu sinni yfir í leiknum, í stöðunni 3:4 · Michael Craion var með 37 framlagsstig í leiknum. Næsti maður var með 26 slík stig, það var Darrell Lewis. Hæsta fram lag Njarðvíkinga kom frá Elvari Friðrikssyni, 20 framlagsstig. · Keflvíkingar hittu úr 60% skota sinna í leiknum sem er besta nýting þeirra í vetur Njarðvíkingar hittu úr 42% skota sinna · Keflvíkingar voru með 48% þriggja stiga nýtingu í saman burði við 24% hjá Njarðvík · Keflvíkingurinn Gunnar Ólafsson var með 78% skot nýtingu í leiknum · Guðmundur Jónsson og Arnar Freyr Jónsson skoruðu samtals 7 stig í leiknum Keflvíkingar hafa misst frá sér þrjá leikmenn í meistaraflokki karla í körfu- boltanum að undanförnu. Þeir Almar Guðbrandsson, Óli Geir Jónsson og Ragnar Gerald Al- bertsson eru hugsanlega hættir hjá liðinu en að baki liggja ýmsar ástæður. Hinn hávaxni leikmaður Kefl- víkinga, Almar Guðbrandsson, hefur ákveðið að hætta að leika með liðinu í Domino’s deild karla í körfubolta. Gunnar Stefánsson aðstoðarþjálfari liðsins staðfesti ákvörðun Almars í samtali við Víkurféttir. Gunnar segir að mið- herjanum hafi staðið til boða að leika áfram með liðinu en hann hafi ekki óskað eftir því. Almar taldi að hann hafi ekki fengið þau tækifæri sem hann hafði vonast eftir og því taldi hann best að róa á önnur mið. „Almar er að berjast við besta miðherja Íslands (Michael Craion) og því er sam- keppnin hörð.“ Hinn 208 cm hái Almar sagði að honum og þjálfaranum Andy Johnston kæmi ekki saman og að þess vegna væri nú komið að leiðarlokum. „Hlutverk mitt í lið- inu var lítið sem ekki neitt,“ sagði Almar í samtali við Karfan.is. „Svona stórir menn eru vand- fundnir á Íslandi og það er leiðin- legt að missa svona sannan Kefl- víking úr liðinu. Hann hafði sínar ástæður en tækifæri stóð honum til boða. Andy ætlaðist til mikils af honum og svo er bara undir honum komið að sýna hvað í honum býr,“ segir Gunnar og bætir því við að Almar, sem er 23 ára gamall, hafi lengi verið efni- legur en erfitt hafi reynst að stíga næsta skref. Óli Geir Jónsson er mörgum kunnur fyrir allt annað en körfu- bolta. Óli Geir er frambærilegur leikmaður og hefur undanfarin ár leikið við góðan orðstír hjá Reyni Sandgerði í 2. deild. „Óli Geir vildi fá fleiri tækifæri en þau voru ekki að bjóðast fyrir hann,“ segir Gunnar sem sjálfur þekkir það hlutverk að vinna sér sæti í sterku Keflavíkurliði. „Stökkið er stórt frá 2. deild. Óli er búinn að leggja hart að sér og menn eiga skilið tækifæri ef þeir vinna vel fyrir því. Ég tel að hann hafi fengið ágætis tækifæri. Það eru ekki allir sem taka þetta stökk í úrvalsdeildarlið Keflavíkur og ætlast til þess að fá að spila mikið.“ Eins og staðan er núna er Óli Geir erlendis í leyfi og óvíst hvort hann klæðist Keflavíkur- treyjunni aftur. Ragnar hefur ekki leikið körfu- bolta um skeið en það mun vera af persónulegum aðstæðum. „Hans er sárt saknað í okkar her- búðum. Þegar hann er tilbúinn þá kemur hann vonandi aftur,“ sagði Gunnar. Keflvíkingar eiga unga stráka sem banka á dyrnar hjá liðinu. „Það kemur maður í manns stað hjá Keflavík. Það er nógur efniviður hér og strákar sem eru tilbúnir að stíga upp,“ sagði Gunnar að- stoðarþjálfari að lokum. Almar og Óli Geir hættir hjá Keflavík -Ragnar í fríi um sinn

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.