Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 06.02.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 6. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 NESVELLIR Léttur föstudagur 7. febrúar kl. 14:00 Séra Skúli, Arnór og félagar Allir hjartanlega velkomnir DUUSHÚS MENNINGAR- OG LISTAMIÐSTÖÐ REYKJANESBÆJAR Í Duushúsum er opið virka daga frá kl. 12 – 17 og um helgar 13 -17. Aðgangur að öllum sýningum er ókeypis. Nú standa yr eftirtaldar sýningar: Listasalur KRÍA / KLETTUR / MÝ Sýning á nýjum þrívíddarverkum Svövu Björnsdóttur. Bátasalur Sýning á yr 100 bátalíkönum eftir Grím Karlsson og munum frá Byggðasafni Reykjanesbæjar. Ljósmyndir eftir Heimi Stígsson á breiðtjaldi. Byggðasalur Á vertíð – Þyrping verður að þorpi. Sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar. Sagan fyrir vélvæðingu. Bíósalur Verk úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar. Verið velkomin. ERTU TIL Í FJÖR? Hefur þú áhuga á leiklist, söng, dansi, sminki, búningagerð eða öðru því sem við kemur uppsetningu á söngleik? Fimmtudaginn 6. febrúar 2014 verður hald- inn kynningarfundur á sviðsverki sem sýnt verður 26. og 27. apríl. Áætlað er að tvinna saman brot úr þekktum söngleikjum og spuna. Fundurinn verður haldinn hjá MSS, Krossmóa 4a, 3. hæð kl. 20.00. Leikstjórar eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Henning Emil Magnússon. ALLIR VELKOMNIR! Nánari upplýsingar hjá jenny@mss.is eða í síma 421-7500 (Jenný Magnúsdóttir) -fréttir pósturu vf@vf.is Hvatagreiðslur hækka í 10.000 uBæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að upphæð á hvatagreiðslum árið 2014 verði 10.000 krónur á hvert barn á grunnskólaaldri til íþrótta-, tóm- stunda- og listgreinastarfs. Hvatagreiðslur voru teknar upp að nýju haustið 2013 en þá var upphæðin 9000 krónur á hvert barn í Reykja- nesbæ. Hvata- g r e i ð s l u r h j á b æ j a r f é l a g i n u hófust árið 2008 en var um tíma hætt vegna hagræðingar hjá Reykjanesbæ. Árið 2008 nýttu 650 börn greiðslurnar sem voru að upphæð 7000 krónur. Á árinu 2013 voru 840 börn frá 16 félögum sem nýttu sér hvata- greiðslurnar í Reykjanesbæ. Heildarupphæð greiðslna var sam- tals 7.560.000 krónur í samanburði við 4.550.000 kr. árið 2008. Tvöfalt fleiri í strætó í Vogum uAlls voru farþegar Vogastræ- tós 3.989 árið 2013, samanborið við 1.912 árið 2012. Farþegafjöldi í strætó í Vogum á Vatnsleysu- strönd tvöfaldaðist á milli ári en þeir voru fjögur þúsund árið 2013 í samanburði við 1912 árið á undan. Árið 2013 var annað heila árið í starfrækslu Vogastrætós eftir að fyrirkomulagi akstursins var breytt síðari hluta árs 2011. Þjónustan er nú orðin nokkuð föst í sessi, ferðum hefur markvisst verið fjölgað og farþegum fer fjölgandi. Akstrinum er nú sinnt af starfs- mönnum Umhverfisdeildar, með 14 farþega bíl í eigu sveitarfélags- ins. Nýting bílsins er góð, því auk strætóaksturs er hann er einnig notaður fyrir skólaakstur og fleira hjá sveitarfélaginu. Opnað hefur verið fyrir um-sóknir í flugvirkjanám AST hjá Keili sem hefst í lok ágúst 2014. Fyrst var boðið upp á flug- virkjanámið haustið 2013 og bárust vel yfir hundrað umsóknir um þau 28 pláss sem voru í boði. Það er því ljóst að mikill áhugi er meðal Íslendinga að sækja flug- virkjanám, enda er mikill skortur á flugvirkjum í heiminum. Keilir og AST vilja benda á að nám og starf í flugvirkjun hentar jafnt konum sem körlum og því hvetjum við konur sérstaklega til að skoða þennan möguleika í framtíðinni. Atvinnugrein í örum vexti Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri ITS var í viðtali í Morgunblaðinu á dögunum, en þar var meðal ann- ars fjallað um umsvif viðgerðar- og viðhaldsstöðvar þeirra á Kefla- víkurflugvelli. Alls starfa um 320 manns hjá fyrirtækinu og eru um helmingur starfsmanna flugvirkjar. „Síðustu misserin hefur verið tals- verð hreyfing á fólki og nokkrir af eldri starfsmönnum okkar farið á eftirlaun. Í staðinn hefur komið inn fínn mannskapur, til dæmis strákar sem í kringum aldamótin fóru til Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjum og tóku flugvirkjanámið,“ segir Jens. Í huga ungs fólks er flugið gjarnan sveipað ævintýraljóma, margir fara í flugnám eða leggja fyrir sig tengdar greinar svo sem flug- virkjun. Í dag eru á annað hundrað manns að læra flugvirkjun, þar á meðal hjá Keili á Ásbrú, sem gefur til kynna að flugið er áhugaverð at- vinnugrein í örum vexti. Mikill áhugi og mögu- leikar í flugvirkjun Fyrsti kennsludagur hjá Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar í Hljómahöllinni var á sl. mánudag. Tónlistarskólinn flutti þangað með viðhöfn síð- astliðinn föstudag. Þegar Víkurfréttir litu við beið Gyða Dröfn Davíðsdóttir eftir að komast í þverflaututíma og var alveg til í að stilla sér upp með hljóðfærið. Þá var Emil Örn Gunnarsson í gítartíma hjá Alex- öndru Pitak og Snæbjörn Gauti Snæbjörnsson leið- beindi Bergþóru Káradóttur á saxófón. Von var á fleiri nemendum í tíma þegar líða tók á daginn, enda fer kennslan í tónlistarskólanum að miklu leyti fram eftir að kennslu í grunnskólum lýkur. Aðstaða, borð og stólar, verða til staðar svo að krakkar geti nýtt stund á milli stríða í að kíkja í skólabækur. Nemendur og kennarar sem blaða- maður ræddi við voru ánægðir með nýju aðstöðuna og hlökkuðu til vetrarins. n Tónlistarskólinn fluttur og allt komið í gang: Fyrsti kennsludagur í Hljómahöllinni

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.