Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 06.02.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 6. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 Vörubíll í ljósum logum á Sandgerðisvegi Vörubifreið stóð í ljósum logum á Sandgerðisvegi þegar lögregluna á Suðurnesjum bar þar að í síðustu viku. Hafði ökumaður ekið bifreiðinni suður Sandgerðisveg þegar hann varð var við eld í húsi hennar og stöðvaði hann hana þá þegar. Brunavarnir Suðurnesja sáu um að slökkva eldinn og var bif- reiðin fjarlægð að því loknu. Þá var haft samband við vegagerðina og óskað eftir því að menn frá henni yrðu sendir til að þrífa upp óhreinindi á veginum eftir brun- ann, sem gætu ella skapað hættu fyrir aðra ökumenn. -ritstjórnarbréf vf.is Samstaða í kjaramálum og norðurljósum Það er ekki hægt annað en að vera á jákvæðu nótunum hér í þessum pistli þegar þróunin er á þann veg í atvinnulífinu hér á Suðurnesjum. Í blaðinu í dag er sagt frá kjarakönnun hjá Flóabandalaginu en Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur er í því. Þar má margt jákvætt sjá. Það sem vekur fyrst athygli er að nú eru fleiri í starfi en hafa verið síðan í ágúst 2007 og til að mynda voru 100 fleiri með atvinnu í desember 2013 miðað við sama mánuð árið á undan. Þá hafa samkvæmt könnuninni laun hækkað nokkuð en í niðurstöðu hennar kemur einnig fram að mikilvægt sé að hraða uppbyggingu efnahagslífsins með því að efla atvinnulífið og skapa þannig gott svigrúm til almennrar kaupmáttaraukningar. Losun hafta sé for- gangsmál og forsenda stöðugleika. Þetta kom líka fram í máli forráðamanns lífeyrissjóða í Kastljósi í vikunni. Og Kristján Gunnarsson, framkvæmdastjóri Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og nágrennis, er bjartsýnn þó svo að kjarasamningar hafi fengið slæmar móttökur hjá fólki. „Þrátt fyrir að kjarasamningar væru felldir erum við í upp- sveiflu. Þegar þeir hafa náðst verður þetta allt upp á við,“ segir Kristján við Víkurfréttir. Háværar raddir um frekari kjarabætur m.a. hjá framhaldsskólakennurum og fleirum eru vissulega ákveðið áhyggjuefni því margir spá því að sú barátta muni enda með verkfalli. Það er því von allra að landsmenn, hvar í stétt þeir eru, taki höndum saman og nái samningum um kaup og kjör. Verkföll eru ekki það sem atvinnulífið og samfélagið á Íslandi þarf á að halda núna. Frábær hugmynd listamannsins Guðmundar R. Lúð- víkssonar um að reisa norðurljósaturna hefur fengið góðar móttökur en hann hvetur fólk, fyrirtæki og stofn- anir til að taka þátt í verkefninu. Á forsíðu blaðsins í dag er sagt frá stöðu mála en nú reynir á samstöðu þarna eins og víðar. Það er deginum ljósara að norður- ljósaturnar munu vekja heimsathygli hér á Suður- nesjum og draga hingað þúsundir ferðamanna. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Páll Ketilsson skrifar SÍMI 421 0000 Texti: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is Aðalfundur Aðalfundur skátafélagsins Heiðabúa fer fram mánudaginn 24. febrúar 2014 að Hringbraut 101 í Reykjanesbæ. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn skátafélagsins Heiðabúa n Bauð erlendum ferðamönnum gistingu í náttúruparadís: BESTA ÚTISTURTA Í HEIMI Á REYKJANESI „Þegar ég segi fólki að ég eigi bústað á Reykjanesi spyr fólk stundum: Hvers vegna í ósköpunum þar? Ég svara því gjarnan til að hvergi sé Ísland fegurra en einmitt þar og mannlíf best í heimi hér. Það gengur ekki alltaf vel að útskýra að annað sé til en Gullfoss og Geysir,“ segir Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar. Hann á sumarhús á landi Hafur- bjarnarstaða, en það er gömul landnámsjörð í Sand- gerði. Engin tölva og ekkert sjónvarp Húsið notar hann sjálfur 10 daga í mánuði og segir strangar reglur gilda þar, svo sem að ekki má vera með tölvu og aðeins má nota síma til þess að hringja. Þar er ekkert sjónvarp en það má stilla á Bylgjuna. „Ég nota rekavið til að kynda upp. Brimið þarna og fuglalífið hafa ein- stök áhrif á Suðurnesjastrákinn í mér,“ segir Gylfi Jón. Tjölduðu í skrúðgarðinum Rocky Vachon og Paula Fatia frá Kanada voru gestir Gylfa Jóns í fyrrasumar og hann segir þau hafa fallið flöt fyrir mannlífi og náttúrufegurð á Suðurnesjum. Hann sá út um gluggann á skrifstofunni sinni á bæjar- skrifstofunni að þau höfðu tjaldað í skrúðgarðinum innan um framkvæmdir. Hann gekk út til þeirra, kynnti sig og komst að því að þau voru strand vegna þess að þau biðu eftir að fá mótorhjólið sitt afgreitt úr tollinum í Kanada. „Ég bauð þeim þá í mat og svo gistingu í sumarhúsinu mínu næstu tvær vikur. Þau höfðu ákveðið að selja allt sitt, kaupa mótorhjól og ferðast svo um heiminn. Síðan urðu þau par,“ segir Gylfi Jón. Bestu sturtuferðirnar í vetrarhríð „Rocky er snillingur með myndavélina og sannar að glöggt er gests augað. Næst þegar ég verð spurður: Af hverju í ósköpunum áttu bústað á Reykjanesi, ætla ég að sýna þeim myndirnar hans Rocky. Paula segir að útisturtan í bústaðnum sé besta útisturta í heimi,“ segir Gylfi Jón og bætir við að bestu sturtuferðirnar séu þegar hríð er úti. „Þá finnur maður fyrir heitri sturtunni en fær jafnframt hríðina og vind- inn í andlitið. Manni verður heitt og kalt á sama tíma og það er mjög hressandi,“ segir Gylfi Jón að lokum. Ég bauð þeim í mat og svo gistingu Útsýnið frá sturtunni er ægifagurt. Gylfi Jón sýnir gestunum náttúrufegurð á Reykjanesi. Rocky og Paula. Paula ánægð í sturtunni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.