Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 06.02.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 6. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 -viðtal pósturu olga@vf.is Stefna tekin á heimsklassa stað Þráinn Freyr Vigfússon er fyrir- liði kokkalandsliðsins. Hann er meðal fremstu matreiðslumeistara Evrópu og hefur náð einstökum árangri í alþjóðlegum matreiðslu- keppnum. „Við erum með fullt af fólki sem vill skara framúr á sínu sviði og það er gaman að vinna með öllum þeim sem koma að starfsemi Bláa Lóns- ins á degi hverjum og taka þátt í uppbyggingu þess. Veitingaþáttur- inn er mikilvægur hluti af heildar- upplifun Bláa Lónsins. Þetta er bara teymisvinna, ekkert annað,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, einn af yfirmatreiðslumeisturum Bláa Lónsins og kom til starfa í septem- ber. Með gott starfsfólk „Umhverfið er einstakt og spenn- andi að starfa innan ferðaþjónust- unnar, þar sem matarupplifunin skiptir miklu máli. Staðsetningin, nálægðin við náttúruna, fiskurinn úr sjónum við Grindavík og upp- byggingin sem er á döfinni eru allt þættir sem gera starfið enn áhuga- verðara. Þá er gaman að taka þátt í því sem matreiðslumeistararnir Ingi og Viktor eru búnir að byggja upp hér í Bláa Lóninu, ásamt Magnúsi Héðinssyni sem stýrir sviðinu,“ segir Þráinn og bætir við að hugmyndir séu um enn frekari stækkun og þróun. „Við erum með gott starfsfólk hjá okkur og erum að undirbúa okkur fyrir framtíð- ina. Við mætum miklum skilningi hjá þeim sem reka Bláa Lónið. Það skiptir svo miklu máli.“ Stefnan sé tekin á heimsklassa stað sem á að laða að erlenda og innlenda gesti. Heildarupplifun sem felst í mat, spa og gistingu. Erum við öllu búin „Við erum með efnilega mat- reiðslumenn og erum að byggja upp það teymi sem þarf í framtíð- arþróun. Við finnum líka að vegna þess að við erum búin að byggja upp ákveðinn gæðastaðal þá hefur það þau áhrif að fólk sækir í að starfa hérna. Þetta er langhlaup og gerist ekki á einni nóttu,“ segir Þráinn. Hann starfaði á Mic- helin-stjörnu veitingastaðnum, Domaine de Clairfontane í Lyon í Frakklandi, auk þess sem hann hefur starfað sem aðstoðaryfirmat- reiðslumeistari á Grillinu og yfir- matreiðslumeistari á Kolabraut- inni hér heima. Hann segir starfið vera fjölbreytt en jafnframt mikla áskorun. „Hingað koma margir og það skiptir máli að halda í þann hóp. Kannski eru 2000 manns í Lóninu og það þarf ekki nema brot af því til að fylla salinn. Því verðum við að vera við öllu búin, hafa nægt starfsfólk og viðhalda góðri þjón- ustu,“ segir Þráinn að lokum. Styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín - segir Viktor Örn Andrésson, Matreiðslumeistari ársins 2013 Viktor Örn Andrésson, er einn þriggja yfirkokka Bláa Lónsins og er að hefja sitt fjórða starfsár. Hann sigraði í keppninni um matreiðslu- mann ársins í fyrra og er með Þráni í kokkalandsliðinu. „Við erum þrír yfirmatreiðslumeistarar hér, erum ólíkir og styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín.“ Viktor segir að þeir félagarnir séu á miðri leið og starfið hafi gengið vel. Þeir hafi þó að sjálfsögðu metnað í að gera enn betur. Viktor segir að það hafi verið gaman að taka þátt í uppbyggingu Lava veitingastaðar Bláa Lónsins. „Við þurfum að vera tilbúin til að taka á móti bæði hópum sem hafa bókað fyrirfram og einnig gestum Bláa Lónsins sem panta þá af seðli. Góð liðsheild og andi á meðal starfsfólks skiptir lykilmáli til að allt gangi vel hjá okkur.“ Umhverfið skiptir miklu máli Erlendir gestir eru í meirihluta þeirra sem sækja veitingastaðinn og mest er að gera í hádeginu. Þar er íslenska lambið vinsælast ásamt fisknum. „Umhverfið skiptir miklu máli og fólk kann vel að meta um- hverfi Bláa Lónsins þar sem fólk slakar vel á og nýtur matarins um leið. Ég hvet þá sem eiga eftir að heimsækja okkur til að koma, sjá og upplifa,“ segir Viktor sem ekur 40 mínútna leið til vinnu frá höfuð- borginni. Kemur pollrólegur heim „Ég gekk alltaf fimm mínútna leið til og frá vinnu áður og var því allt- af með vinnuna í kollinum þegar ég kom heim. Núna nýti ég tímann á leiðinni í að slaka á og fá tíma út af fyrir mig og hugsa. Það er fínt að keyra brautina og koma pollrólegur heim.“ Hann segist þó fara alltof sjaldan í Lónið en reyni þó að fara einu sinni í viku. Starf matreiðslu- manns er krefjandi og ekki fyrir alla,“ segir Viktor en hann er jafn- framt ánægður með hversu margir sýni því áhuga á að koma og læra hjá þeim. Með 14 nema í vinnu Um er að ræða nemendur sem búnir eru með grunnnám og einn- ig ungt fólk sem er harðákveðið í að fara út í þetta og á eftir að fara í nám. „Við erum með 14 nema hjá okkur núna og við reynum að hvetja þá til að taka þátt í keppnum og fara til útlanda til að heim- sækja erlenda veitingastaði, dvelja um tíma og fá að taka þátt í starfi þeirra. Hann er nýkominn frá Chicago þar sem hann heimsótti veitingastaðinn Alinea og kynnt- ist því helsta sem er einkennandi fyrir einn framsæknasta veitinga- stað heims. Veitingahúsaumhverfi getur verið mjög krefjandi en einn af kostunum við að vera kokkur er að það er hægt að vinna hvar sem er í heiminum,“ segir Viktor og brosir. „Hér er besta aðstaðan og kennslan, með landsliðsstjóra og fyrirliða kokkalandsliðsins, ásamt matreiðslumanni ársins. Ég gæti ekki fengið betri kenn- ara,“ segir Rúnar Pierre Her- iveanx, sem byrjaði fyrir ári sem matreiðslunemi í Lava. Hann segist áður hafa haft smá- vegis starfsreynslu í eldhúsi en gerði sér svo lítið fyrir og sigraði nema- keppni Matreiðslu- manns árs ins í september í fyrra. „Fyrir keppnina k u n n i é g e k k i mikið en svo tóku Viktor og Ingi mig í gegn í svona viku- tíma og veittu mér frábæra leiðsögn og þjálfun. Bláa Lónið hjálpaði mér einnig mikið með hráefni og aðstöðu. Viktor og Ingi hvöttu mig til að taka þátt og til að byrja með var ég ekkert rosalega spenntur. En þeir héldu áfram að hvetja mig og segja að ég yrði Íslandsmeistari.“ Og það gekk eftir. Rúnar segir undirbúningsvikuna hafa verið rosalega. Hann hafi fengið að gista í Lækningalind- inni því hann undirbjó sig fram á nótt og varð að byrja æfingar snemma næsta dag. „Ég var mjög stressaður. Viktor er frekar strangur þjálfari og þjálfaði mig í þeim fjölmörgu atriðum sem snerta keppnina alla vikuna. Við tókum þetta í raun skrefinu lengra en í nema- keppninni sjálfri og ég fékk einkunnina 10, en hefði í raun ekkert átt að fá hana því það gera allir einhver mistök í svona keppni,“ segir Rúnar hæv- erskur og hann hafi verið hissa á að hafa unnið. „Ég brosti ekki einu sinni og varð hálf vandræðalegur þegar ég var spurður að því hvort ég væri ekki ánægður. En ég var feginn þegar keppnin var búin,“ segir hann og bætir aðspurður við að hann ætlar að taka þátt í keppninni um Matreiðslumann ársins eftir að hann útskrifast. „Já þeir hafa líka verið að þrýsta á mig með það,“ segir þessi ungi metnaðarfulli matreiðslunemi. Keflvíkingurinn Stefán Geirs- son hefur verið nemi hjá Vikt- ori, Inga og Þráni í bráðum þrjá mánuði. „Mér líkar mjög vel, reyndar alveg frábærlega, starfið kom skemmtilega á óvart.“ Stefán segir að veitinga- teymi Bláa Lónsins hafi verið að leita að nemum og hann ákveðið að slá til. „Ég fékk áhuga á náminu þegar ég komst að því að ég kynni ekki að elda. Þá vatt ég mér bara út í það að læra og kom hingað á besta staðinn, hjá þremur meisturum.“ Stefán segir það besta við að vera hjá Bláa Lóninu sé hversu mikið nýtt hann læri á hverjum degi. Starfið verður í raun lífsstíll og það kemur fyrir að ekki mikið annað rúmist innan dagsins, sér- staklega þegar mikið er að gera.“ Stefáni finnst starfið eiga vel við hann og er spenntur fyrir því að læra til meistarans. Rúnar Pierre, Matreiðslunemi ársins 2013 er ánægður í eldhúsinu í Bláa lóninu: Gæti ekki fengið betri kennara Stefán Geirsson, matreiðslunemi kann vel við sig innan um meistarakokka Lava: Kunni ekki að elda Viktor og Þráinn fyrir utan Lava, veitingahús Bláa lónsins. n Bláa Lónið laðar að sér starfskrafta og er með landsliðsmenn í eldhúsinu: Lært af þeim bestu í Lóninu Nokkrir af bestu matreiðslumeisturum Íslands starfa hjá Bláa Lóninu þar sem þeir Ingi Þórarinn Friðriksson og landsliðskokkarnir Þráinn Freyr Vigfússon og Viktor Örn Andrésson starfa. Matreiðslumeistarar fram- tíðarinnar starfa einnig hjá Bláa Lóninu en þar eru nú 14 matreiðslunemar sem læra af þeim bestu eins og þeir segja sjálfir. Olga Björt leit í heimsókn í Bláa Lónið og spjallaði við matreiðslumeistara og nema.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.