Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2014, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 06.02.2014, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. febrúar 2014 11 Í áramótaræðu minni á gamlárs-dag 2012 ræddi ég um kosti per- sónukjörs í smærri sveitafélögum. Ég sé persónukjör fyrir mér með þeim hætti að kjósendur velji sjö nöfn úr hópi þeirra kandídata sem í kjöri eru. Þeir sjö efstu skipa þannig sveitastjórn og sjö næstu verða varamenn í þeirri röð sem atkvæðamagn þeirra segir til um. Þessi hópur myndar þannig stjórn sveitafélagsins. Þessir einstaklingar geta haft ólíka sýn á hin ýmsu mál, þeir hafa rétt á að vinna hugsjónum sínum fylgi, hafa eflaust kynnt helstu stefnumál sín og svo fram- vegis. Þessir sjö gætu þess vegna haft einhvern nærhóp á bak við sig sem einstaklingar eða fleiri saman. Hóp sem þeir virkja til að spegla hugmyndir sínar. Helstu kostir þessa fyrirkomulags eru í mínum huga eftirfarandi: Mál geta farið í gegnum sveitastjórn á ólíkum meirihluta hverju sinni. Samstarf er ekki sett í uppnám þó um hitamál sé að ræða. Menn taka upplýsta ákvörðun, komast að niður- stöðu og halda áfram. Hver sveitastjórnarmaður er bund- inn sinni sannfæringu og þarf að vera trúr henni. Treysti hann sér ekki til að vinna áfram tekur fyrsti vara- maður sæti hans. Minni líkur eru á að góðar hug- myndir fari forgörðum af því að þær komu ekki úr „réttri átt“ ef svo má að orði komast. Opnir íbúafundir gætu verið upp- lýsandi og leiðbeinandi fyrir sveita- stjórnarmenn um vilja íbúa í ein- stökum málum. Meiri líkur eru á farsælu samstarfi allra fulltrúa þar sem allir eru í raun í sama liðinu. Ég leyfi mér að skora á hin smærri sveitafélög hér á Suðurnesjum, þ.e. Voga, Grindavík, Garð og Sand- gerði að hafa persónukjör í komandi sveitastjórnarkosningum og bera síðan saman bækur sínar reglulega á kjörtímabilinu til að meta árangur þessa fyrirkomulags. Vilji allra er sá sami, að bæta samfélagið í sinni heimabyggð. Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur Útskálaprestakalli -aðsent pósturu vf@vf.is Vönduð kærleiksrík umönnun og þjálfun fyrir börn á fyrstu árunum í lífi þeirra er áhrifaríkast til að þau nái að vaxa sem heilbrigðir, ham- ingjusamir og sjálf- stæðir einstaklingar. Þetta er þjónusta sem leikskólarnir okkar veita öllum börnum í góðu samstarfi við foreldra. Það eru ekki öll samfélög sem bjóða vandaða dagforeldraþjónustu fyrir þá sem á þurfa að halda og síðan leik- skóla fyrir öll börn tveggja til sex ára. Hér í Reykjanesbæ höfum við sér- staklega notið þess í nærsamfélaginu að hafa getað sinnt þörfum sérhvers einstaklings, líka þeirra sem standa höllum fæti eða hafa veikt bakland. Alúð og fagmennska leikskólastarfs- fólks er aðdáunarverð. Hér gefst einstakt tækifæri fyrir okkur að sameina krafta foreldra og fagfólks til að tryggja að öll börn eigi færi á að njóta hins besta á þessum mikilvægu uppvaxtarárum. Byggt á niðurstöðum vandaðra rannsókna Niðurstöður erlendra rannsókna, með áherslu á að veita börnum með veikt bakland sérstaka athygli og örvun, hafa fært okkur heim sann- inn um gildi örvunar og góðs atlætis barna fyrstu æviárin þegar barnið er móttækilegast fyrir að ná góðum málþroska, hreyfi- og tilfinninga- þroska. Rannsóknir, þar sem fylgst var með sömu einstaklingum í allt að fjöru- tíu ár, hafa sýnt greinilegan mun á börnunum sem á fyrstu æviárum fengu sérstaka örvun og þjálfun á móti samanburðarhópi sem fékk ekki sömu þjálfun. Þetta eru einstaklingar sem nú eru orðnir fertugir en voru á leikskólaaldri þegar þjálfun hófst, sem þó stóð yfir í aðeins nokkur ár. Hér liggja m.a. að baki niðurstöður tveggja langtímarannsókna. Þær eru kenndar við Abecedarian Project og Perry Preschool Project Þær sýna að börnin sem fá vandaða umönnun og skipulega þjálfun á fyrstu æviárunum, þurfa minni sér- kennslu, ljúka frekar grunnskóla og framhaldsnámi en samanburðarhóp- arnir, eru félagslega sterkari, þurfa síður á bótakerfum að halda, lenda síður í afbrotum og hafa að meðaltali hærri laun á vinnumarkaði. Áhugi hagfræðinga Það er þess vegna sem virtir hag- fræðingar hafa fengið áhuga á mál- inu, tekið niðurstöðurnar og reiknað þjóðfélagslegan sparnað af því að leggja meira í stuðning við þessi fyrstu æviár. Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, James Heckman, hefur sýnt fram á að fyrir hverja eina krónu sem fjárfest er í vandaðri umönnun og fræðslu á fyrstu árunum í lífi hvers barns, sparist þannig 7 krónur í félagslegum kostnaði skattgreiðenda síðar. Rann- sóknir sýna að því eldri sem börnin eru þegar byrjað er að örva þau, verður erfiðara að ná sama árangri. Vinna Heckmans byggir á að þróa vísindalegan grunn fyrir efnahags- stefnu sem styður öflugri menntun og örvun barna á leikskólaaldri. Hann hefur skoðað atvinnuleysi, launaþróun og færni á vinnumarkaði í samhengi og sýnt fram á hvernig aukin framleiðni einstaklingsins getur verið byggð á því að fjárfesta sérstaklega í þjálfun hans á þessum fyrstu æviárum. Það eru því ekki bara rök fyrir félagslega sterkari og sjálfstæðari einstaklingum sem hvetja til fjárfestingar í leikskóla- starfinu, heldur einnig rök fyrir bæði lægri samfélagskostnaði og aukinni framleiðni. Leiðin er skýr Það er þess vegna sem leikskólarnir okkar, í góðu samstarfi við foreldra, geta verið eins og Masterlykill að heilbrigði, hamingju og sjálfstæði barnanna, auk minni útgjalda úr opinberum bótakerfum. Í dag er „dagur leikskólans“. En það er alltaf við hæfi að draga fram mikilvægi leikskólastarfsins. Allir þeir tíu leikskólar sem reknir eru hér í Reykjanesbæ, vinna af miklum metnaði. Þeir eru að takast á við þetta stóra verkefni að búa börnin okkar undir framtíðina. Þar er faglegt starf haft í heiðri. Þar er öflugt fag- fólk og nánast undantekningalaust stöðugleiki í starfsmannahaldi. Leik- skólarnir bjóða umönnun og nám af bestu gerð með sérstaka áherslu á læsi og stærðfræði. Öll nálgun er lausnarmiðuð. Þar ríkir opinn hugur og kjarkur fyrir nýjum leiðum og áskorunum. Allir leikskólar Reykja- nesbæjar gefa úr nýja skólanámskrá á þessu ári sem tekur mið af nýrri aðal- námskrá leikskóla. Skólarnir okkar eru fyrirmynd um gott samstarf for- eldra og fagmanna sem ná fram lang- tímaárangri. Yngstu börnin okkar eru þegar að sýna óvenju góðan ár- angur á fyrstu árum grunnskólans. Það verður áhugavert að fylgjast með þeim áfram næstu 40 árin og sjá þau vaxa sem hamingjusama, heilbrigða og sjálfstæða einstaklinga. Árni Sigfússon, bæjarstjóri n Árni Sigfússon bæjarstjóri: Masterlykillinn! Ávaxtakarfan í Frumleikhúsinu Leikfélag Kef lavíkur æfir nú uppsetningu á Ávaxta- körfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, en um þessar mundir eru 15 ár síðan Ávaxta- karfan var fyrst sett á svið. Æf- ingar hófust fyrir 2 vikum undir stjórn leikstjórans Gunnars Helgasonar. Gunnar er þaulreyndur leikari og leikstjóri og hefur einnig getið sér gott orð sem barnabókahöfundur. Hann skrifaði fótboltabækurnar Víti í Vestmannaeyjum, Auka- spyrna á Akureyri og Rangstæður í Reykjavík. Bæði ungir og reyndir leikarar sem fara með hlutverk í sýningunni en haldnar voru leik- og söngprufur þar sem fjölmargir, hæfileikaríkir einstaklingar komu og reyndu sig. Leikfélag Keflavíkur er eitt það öflugasta á landinu og er þetta 3. sýningin sem sett er á svið í Frum- leikhúsinu þetta leikárið. Sviðs- myndin er hönnuð af Davíð Erni Óskarssyni, en eins og nafn verks- ins gefur til kynna þá gerist leik- ritið í ávaxtakörfu þar sem ávextir og grænmeti af öllum stærðum og gerðum koma fram. Stefnt er að frumsýningu föstudaginn 7. mars. Nánar verður fjallað um uppsetn- inguna í næstu tölublöðum Víkurf- rétta. n Sigurður G. Sigurðsson sóknarprestur: Persónukjör - áhuga- verður kostur LESTUR VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM www.vf.is+ 83%

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.