Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2014, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 06.02.2014, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 6. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 KENNA SUÐURNESJA- MÖNNUM LJÓSMYNDUN Algengt er að fólk fjárfesti í dýrum myndavélum án þess að nota alla þá möguleika sem vélarnar bjóða upp á. Ljós- myndararnir Ellert Grétarsson og Oddgeir Karlsson hyggjast bæta úr þessu með kvöldnám- skeiðinu „Hugsað út f y r ir auto- i ð“ s em verður á næstunni haldið á Ljósmynda- stofu Oddgeirs v ið Borgarveg í Njarðvík. Um er að ræða ódýr 3ja t íma kvöldnámskeið fyrir þá sem vilja læra á DSLR myndavélina sína og nýta möguleika hennar betur til skapandi verka. Farið verður yfir grunnstillingar og tæknileg atriði ljósmyndunar, s.s. sam- spil hraða og ljósops, iso, white balance og annað sem ræður lýs- ingu myndar. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 13. feb kl. 19 – 22 og fimmtudaginn 18. feb. á sama tíma. Þá verður einnig boðið upp á námskeiðið „Taktu betri myndir“. Þar verður fjallað um hagnýt at- riði ljósmyndunar og hvernig maður ber sig að við mismun- andi viðfangsefni, s.s. lands- lags- og náttúrumyndatökur og barna- og fjölskyldumynda- tökur. Námskeiðið hentar mjög vel fyrir þá sem hafa lært betur á myndavélina sína á myndavél- anámskeiðinu og aðra sem vilja fræðast meira um ljósmyndun. Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 25. febrúar kl. 19 – 22 og miðvikudaginn 5. mars kl. 19 – 22. Myndvinnsla er nauðsynlegur hluti stafrænnar ljósmyndunar og ætla þeir félagar því að bjóða upp á tveggja kvölda grunnnámskeið í Lig- htroom, sem er eitt vin- sælasta myndvinnslu- forrit samtímans. Það verður haldið mánudag- inn 10. mars og þriðju- daginn 11. mars frá kl. 19 – 22. Þátttaka verður tak- mörkuð við einungis 8-10 manns á hvert námskeið svo hægt verði að sinna betur hverjum og einum þátttakanda. Skráning á Ljósmyndastofu Oddgeirs, í síma 421 6556 eða ok@mitt.is eða elg@elg.is - fs-ingur vikunnar pósturu eythor@vf.is Helsti kostur FS? Þeir eru nú alveg nokkrir, skemmti- legir kennarar, stutt fyrir mig að rölta í skólann og svona. Hjúskaparstaða? Er í sambandi. Hvað hræðistu mest? Það er margt, er með snákafóbíu en það hljómar bara gelgjulega þann- ig að örugglega bara svona þetta týpíska, að missa sína nánustu og þannig. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Kannski Guðbjörg Ægisdóttir vin- kona mín fyrir verðlauna fram- komu sína í Landsbankamynd- bandinu. Hver er fyndnastur í skólanum? Myndi segja að það væri strákur sem er með mér í tíma, veit ekki hvað hann heitir og ég held hann sé heldur ekkert að reyna að vera fyndinn. Annars finnst mér bróðir minn Eyjólfur vera eitt það fyndn- asta sem ég veit um, hann er í FS. Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd? Fór með mömmu og systur minni á Last Vegas síðustu helgi, hún var virkilega skemmtileg fannst mér. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Kannski allt. Hver er þinn helsti galli? Óþarfa stress og stundum get ég verið mjög löt. Hvað er heitasta parið í skólanum? Vá, ef ég á að segja eins og er þá dettur mér ekkert par í hug bara Alexandra Herbertsdóttir er tvítugur Keflvíkingur sem þjáist af snákafóbíu. Hennar helsti galli er óþarfa stress og hún á það til að vera löt. Alexöndru finnst gaman að lesa, hlusta á tónlist og svona. FS-ingur vikunnar gjörið þið svo vel. Held að hausinn á mér springi á endanum yfir höfuð, greinilega ekki nógu mikið inn í öllu. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Góð spurning, kannski byrja aftur á að hafa kvöldskóla og breyta sumum reglum annars er skólinn fínn. En svo væri náttúrulega fínt að hafa fleiri sófa og svona kósý. Áttu þér viðurnefni? Það virðist oft taka of langan tíma að segja Alexandra þannig að oftast heyri ég bara Lexa, annars er ég með mörg viðurnefni frá hinum og þessum. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „What“ Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Tek nú ekki mikinn þátt í því lengur en held það sé örugglega bara fínt. Áhugamál? Hreyfing, hollusta, ræktin, vera í góðra vina hóp og hafa gaman að lífinu og áskorunum sem verða á vegi mínum. Nei ég er að grínast, ég er samt farin að hafa áhuga á hreyfingu talsvert meira en ég gerði áður, svo finnst mér gaman að lesa og hlusta á tónlist og svona. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Það er mjög góð spurning sem ég þori ekki að svara, svo margt sem mig langar að stundum held ég að hausinn springi á endanum. Ertu að vinna með skóla? Já er að vinna í Eymundsson og bæði sem liðveitandi og stuðnings- foreldri sem er virkilega gaman! Hver er best klædd/ur í FS? Finnst svo margir flott klæddir alltaf í skólanum, en ef ég þyrfti að velja einn þá væri það pottþétt Valur Orri, hann er alltaf flottur. Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt? Eflaust margir sem myndu slást um það hlutverk en mér finnst Ellen Page voða skemmtileg. Eftirlætis: Kennari: Má segja Heba? Annars hefur mér alltaf fundist allir kenn- arar skemmtilegir á sinn hátt. Fag í skólanum: Líffræði Sjónvarpsþættir: Sex and the city, modern family, entourage, friends og svo margir að ég nenni ekki að telja þá upp, er núna að horfa á Will and Grace og ég dýrka þá. Kvikmynd: Búin að hugsa það mikið og fyrir utan Rocky horror picture show þá verð ég að segja Batman myndirnar. Hljómsveit/tónlistarmaður: Á mér margar uppáhalds hljóm- sveitir, Daft Punk og Gus Gus eru svona með bestu en svo eru líka hljómsveitir eins og Crystal Castles, Röyksopp, Chromeo, Fm Belfast, Hot Chip,The knife og fleiri. Leikari: Leonardo di Caprio shet. Vefsíður: Þær vefsíður sem ég skoða mest eru mbl, vísir, facebook, google og svo finnst mér mjög gaman að fara á vísindavefinn. Flíkin: Maður gerir ekki upp á milli barna sinna Skyndibiti: KFC alltaf. Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Hlusta stundum á kjánaleg technolög svona þegar enginn er nálægt en það er þá oftast bara ef ég er í ræktinni eða sam- bærilegum fíling. Daglegar fréttir á vf.is TIL LEIGU Vatnsnesvegur 5 Ca. 70 fm atvinnuhúsnæði með inn- keyrsludyrum og góðri loftæð á besta stað í Keflavík. Mjög auðvelt aðkoma. Frekari upplýsingar í síma 661 7000. 2 herb. íbúð i Grindavík Til leigu strax falleg 2 herbergja íbúð. Vinsaml. sendið okkur E-mail á gugga@ tron.is og við munum hafa samband. Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 16. - 22. jan. nk. • Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 24. jan nk. á Nesvöllum kl. 14:00. Sigurður Guðmundsson frá UMFÍ , kynnir Landsmót 50+ 2014 Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is - smáauglýsingar PARKETÞJÓNUSTA Parketslípun, lagnir, við- gerðir og almennt viðhald húsnæðis. Látið fagmenn vinna verkin! Parketþjónusta Árna Gunnars, s. 698 1559, arnigunnars@simnet.is ÓSKAST Óskum eftir einbýlishúsi eða íbuð til leigu í innri Njarðvík Hjón með 3 börn og eitt á leiðinni óska eftir húsnæði til leigu í innri Njarðvík sem fyrst. Erum með 100% meðmæli frá fyrri leigusala, Öruggar greyðslur og góð umgengni. Uppl. í síma 8465898 Palli ÞJÓNUSTA Vantar þig iðnaðarmann ? Lærður húsasmiður getur bætt við sig verkefnum, utan sem innanhúss. Ára- tuga reynsla. s.863 6095 ÓDÝR HÚSGAGNA OG TEPPAHREINSUN Við djúphreinsum: rúmdýnur, sófa- sett, hæginastóla, teppi og mottur. s:7808319; djuphreinsa@gmail.com GÆLUDÝR Hundasnyrting Tek að mér að klippa og snyrta hunda. Löng reynsla og vönduð vinnubrögð. Sjá FB síðu Hundasnyrting. Kristin S. 897 9002 Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 7. - 13. feb. nk. • Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 8. feb nk. á Nesvöllum kl. 14:00. Séra Skúli , Arnór og félagar Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/ Forvarnir með næringu STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík NÝTT Opið alla daga fram á kvöld Sandra Valsdóttir, Garðar Magnússon, Dagný Ósk, Rökkvi. Ástkær dóttir okkar og systir, Bryndís Hulda Garðarsdóttir, Skógarbraut 1101, Ásbrú/Reykjanesbæ, lést miðvikudaginn 22. janúar á gjörgæsludeild Landspítalans. Útför hennar fer fram í Keflavíkurkirkju þann 7. febrúar kl. 13:00. LESTUR VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM www.vf.is+ 83%

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.