Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2014, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 06.02.2014, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. febrúar 2014 13 Halla Margrét Helgadóttir er í Heiðarskóla í 10. bekk. Hún elskar að fara á snjóbretti og dansa. Henni finnst sund leiðin- legasta fagið í skólanum og væri til í að verða flugmaður. Hvað geriru eftir skóla? Fer oftast bara heim að chilla og fer á dansæfingu eða ræktina. Hver eru áhugamál þín? Mér finnst geggjað að fara á snjóbretti og svo er það náttúrulega dansinn og vera með vinunum. Uppáhalds fag í skólanum? Íþróttir er alltaf skemmtilegast. En leiðinlegasta? Váhh það er sko sund! Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Miley Cyrus allan daginn! Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að getað lesið hugsanir væri svaða- legt. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Draumajobbið er að verða flug- maður. Hver er frægastur í símanum þínum? Haha vinkonur minar þær eru frægastar. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Ætlaði í bíó í Boston og hitti Obama fyrir utan á leiðinni á operu. Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Myndi örugglega taka næsta flug til Ameríku og fara í svakalega verslunarferð og taka allt sem mig langaði í. Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum? Myndi lýsa honum sem frekar kósy bara. Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu? Er geimvera frá plánetunni Halla. Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Alltaf gaman að hitta alla krakkana í skólanum. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Three little birds með Bob Marley. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Friends held ég bara. Besta: Bíómynd? Ætli það sé ekki Titanic. Sjónvarpsþáttur? Chuck Tónlistarmaður/Hljómsveit? Queen B ofcourse. Matur? Kalkúnninn á áramó- tonum. Drykkur? Mix hefur alltaf verið best. Leikari/Leikkona? Ed Westwick og Jennifer Lawrence. Fatabúð? Urban Outfitters er flott- ust! Vefsíða? Twitter hefur tekið við af facebook. Bók? Englar Alheimsins. - ung // Halla Margrét Helgadóttir pósturu pop@vf.is Hitti Obama á leiðinni í óperu + Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi  síðar en 17. febrúar. TÆKNIÞJÓNUSTA ICELANDAIR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI ÓSKAR EFTIR RENNISMIÐ-CNC STARFSSVIÐ: ■ Rennismíði og CNC vinna HÆFNISKRÖFUR: ■ Viðkomandi ha menntun og/eða reynslu á sviði rennismíði og fræsivinnu ■ Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð Nánari upplýsingar veita: Theodór Brynjólfsson, netfang: tbrynjol@its.is Steinunn Una Sigurðardóttir, netfang: unasig@icelandair.is Við leitum að öugum liðsmanni til starfa í stærsta ugskýli landsins í tæknivæddu og alþjóðlegu umhver. Um er að ræða spennandi og kreandi framtíðarstarf í góðu starfsumhver þar sem öryggi, áreiðanleiki og hágæðavinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að ná árangri í star og hafa metnað til að vinna sem hluti af öugri liðsheild. KOMDU TIL LIÐS VIÐ OKKUR n Stórhuga lýðheilsufulltrúi Sandgerðisbæjar: Draumurinn að efla alla aldurshópa „Ég var ekkert endilega að leita að öðru starfi en þegar ég sá auglýsinguna fannst mér starfs- lýsingin skemmtileg og eiga vel við mig. Er mjög ánægð með að reyna fyrir mér í þessu,“ segir Rut Sigurðardóttir, lýðheilsufull- trúi hjá Sandgerðisbæ. Hún tók við þessu nýja starfi í september sem gengur út á að skipuleggja alls kyns íþrótta- og frístund- astarf í bænum. Blaðamaður Víkurfrétta hitti hana í húsnæði bæjarskrifstofunnar. Mest gefandi þegar vel tekst til Rut er frá Akureyri og hefur búið í Reykjanesbæ í 8 ár, þar sem hún var íþróttakennari áður en hún tók við starfi lýð- heilsufulltrúa. Þá þjálfar hún í Sporthúsinu á morgnana og að- stoðar eiginmann sinn, Helga Rafn Guðmundsson, í að þjálfa nemendur í taekwondo. „Allt sem ég starfa við eru áhugasvið mín. Það er mest gefandi þegar vel tekst til og fólk er ánægt með það sem ég geri.“ Rut hóf starfið með því að leggja könnun fyrir alla nemendur grunnskólans um hvers konar námskeið og annað þau hefðu áhuga á að boðið yrði upp á. „Ég er svolítið að verða við þeirra óskum og ætla að þróa það áfram. Ég er að fara af stað með ýmiss námskeið handa grunnskólabörnum,“ segir Rut. Þá sér hún mikið um að skipu- leggja, búa til auglýsingar, fara í skólana að hitta krakka, kennara og skólastjóra. Einnig fer hún í Miðhús að hitta eldri borgara og í íþróttamiðstöðina. Eldri borgarar rosalega dug- legir Heilsueflingarátak hefur verið fyrir eldri borgara síðan í nóv- ember, m.a. stafganga og jóga. „Stafgangan átti að hætta fyrir skömmu en það kom ósk frá þeim um að halda áfram alla vega mánuð í viðbót. Það er alltaf að bætast í hópinn og þetta gengur vel. Þau ganga í öllum færum og eru rosalega dugleg.“ Fyrstu vikuna í mars verður heilsuvika fyrir alla ald- urshópa. Rut finnst spennandi hvað verður hægt að vinna úr því. Ef það er eitthvað sem fólk hefur áhuga á vill hún endilega koma því í framkvæmd. „Minn draumur er að efla þetta enn betur. Bjóða upp á eitthvað fyrir alla aldurshópa, bæði hreyfingu og alls kyns frístundastarf, “ segir Rut hress að lokum. Gettu enn betur, spurningakeppni grunnskólanna í Reykjanesbæ, var haldin mánudagskvöldið 3. febrúar í Myllubakkaskóla. Lið Heiðarskóla fór með sigur af hólmi að þessu sinni eftir harða og jafna keppni. Ásamt Heiðarskóla sendu Akurskóli, Holtaskóli, Myllubakka- skóli og Njarðvíkurskóli lið til þátttöku. Í úrslitum mættust Heiðarskóli og Njarðvíkurskóli. Eftir jafna og skemmtilega úrslitaviðureign stóð Heiðarskóli uppi sem sigurvegari í Gettu enn betur 2014. Heiðarskóli sigraði Gettu enn betur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.