Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.02.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 13.02.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 13. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 Ánægður með að leika vonda karlinn „Bestu dómarnir komu frá fólkinu sem mætti aftur og aftur, eins og Garðar Cortes óperusöngvari sem ók einn upp í Skálholt til þess eins,“ segir Jóhann Smári, sem leikur séra Sigurð í sýningunni. „Ég var mjög glaður með að fá þetta hlut- verk. Núna er ég að kafa dýpra í persónuna og finna út hvers vegna hann var svona vondur og hvað gæti hafa legið að baki því.“ Hann kemur af stað þessari ógæfu að Ragnheiður þarf að sverja. Hann ætlar sér ekki að ganga svo langt. Hann vill bara losna við Daða, draumaprinsinn sem tók af honum konurnar og athyglina. Jóhann bætir við hlæjandi: „Þetta er í annað sinn á mínum 22 ára ferli sem ég fæ að kyssa konu á sviði og ég er mjög ánægður með að það sé Guðrún Jóhanna.“ Annars segir hann að stórkostlegir söngvarar séu í hópnum; Þóra Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson, Bergþór Páls- son, Elsa Waage, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Ágúst Ólafsson og Elmar Gilbertsson. Íslenska óperan hafði fljótt samband Hópurinn hefur æft mikið síðan í janúar og það styttist í frumsýn- ingu, sem er 1. mars í Eldborgarsal Hörpu. Aðspurður segir Gunnar Íslensku óperuna hafa haft sam- band við sig í vikunni eftir frum- sýningu í Skálholti og viljað sýna verkið. „Það var einhver ótrúleg jákvæðni í gangi þarna og góður þrýstingur. „Ég og Friðrik Erlings- son vorum rúm þrjú ár að semja óperuna. Fyrst settum við niður þráð sem breyttist þegar á leið. Friðrik hafði gert nokkra texta fyrir mig áður og mér líkar textasmíð hans. Einnig vissi ég að hann var búinn að nema handritagerð og kenndi hana í Listaháskóla Íslands. Hann vissi alveg hvað klukkan sló,“ segir Gunnar. Öll orðin aðdáendur Gunnars „Þegar Gunnar Þórðarson, einn okkar frægustu tónlistarmanna, ákvað að semja óperu vorum við púristarnir pínu skeptískir í byrjun. En við erum öll aðdáendur hans í dag,“ segir Jóhann Smári, brosir til Gunnars og bætir svo við: „Við fundum það sérstaklega þegar við byrjuðum að vinna með tón- listina og þegar Petri Sakari kom, finnski hljómsveitarstjórinn, og hljómsveitin bættist við. Það eru svo margar fallegar aríur og falleg músík og þetta er svo kraftmikið.“ Gæti samið Fyrsta krossinn Gunnar segir einnig marga kosti felast í því að verkið sé á íslensku. „Þetta er svo mikið efni og hægt er að kafa miklu dýpra. Áhrifin verða sterkari, það segja tónlistarmenn- irnir líka. Þetta fer miklu meira inn á móðurmálinu.“ Gunnar gæti vel hugsað sér að semja aðra óperu en segir enga slíka vera í pípunum núna. „Velgengni þessa verks hefur verið alveg ótrúleg frá því að þetta byrjaði og þar til núna. Alveg ein- stakt á mínum ferli. Gaman að því svona á gamalsaldri. Loksins fullorðnaðist ég,“ segir Gunnar og hlær. Jóhann Smári bætir kíminn við: „Siggi bróðir kom reyndar með fína uppástungu. Láta Gunnar semja sálumessu sem gæti heitið Fyrsti krossinn.“ Báðir skellihlæja. Mikið grátið í Skálholti Þeir félagar segja stemninguna vera töluvert öðruvísi en í Skál- holti, þar sem aðeins var staðið og sungið. Hljómburðurinn í Eldborg sé einstakur og sagan muni núna lifna við á sviði í afar fallegri leik- mynd og glæsilegum búningum. Stefán Baldursson leikstýrir. „Við erum með Keflvíking sem höfund og keflvískan söngvara og viljum fá okkar heimafólk í Eldborg,“ segja Gunnar og Jóhann Smári. „Það var mikið grátið í Skálholti, bæði flytjendur og áhorfendur. Ef fólk grætur ekki í lokin þá er eitt- hvað mikið að. Ég er hræddur um að gamla útgáfan af Allt eins og blómstrið eina mun ekki heyrast eins mikið í kirkjum landsins eftir að fólk hefur séð sýninguna,“ bætir Jóhann Smári leyndardómsfullur við að lokum. -viðtal pósturu olgabjort@vf.is n Tveir Keflvíkingar stíga á svið Eldborgar í mars: HÖFUNDURINN OG „VONDI KARLINN“ Óperan Ragnheiður var flutt í tónleikaformi í Skálholti í fyrrasumar fyrir fullu húsi og vakti mikla athygli áhorfenda og gagnrýnenda, sem hlóðu verkið lofi. Gunnar Þórðarson samdi tónlistina og Friðrik Erlingsson textann. Óperan fjallar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, biskupsdóttur í Skálholti á 17. öld, ástarsamband hennar við lærimeistara sinn, Daða Halldórsson, og fordæmingu föður hennar, Brynjólfs biskups Sveinssonar, á því sambandi. Eins og frægt er var Ragnheiður neydd til þess að sverja þess eið að hún hefði ekki átt í holdlegu sambandi við Daða né nokkurn annan mann. Níu mánuðum eftir eiðtökuna ól hún svo sveinbarn þeirra Daða. Víkurfréttir ræddu við Gunnar og Jóhann Smára Sævarsson, sem fer með hlutverk „vonda karlsins“ í verkinu. Ef fólk grætur ekki í lokin þá er eitthvað mikið að Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra með skylda sjúkdóma Kahúsa-spjall og pönnukökur! Tenglar FAAS á Suðurnesjum halda 3. fræðslufund vetrarins þriðjudaginn 18. febrúar 2014, kl. 16:30 í Selinu, Vallarbraut 4 ( Njarðvík) Reykjanesbæ. Dagskrá: • Gestir fundarins verða starfsmenn Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar/ Garðs /Sandgerðis/ Voga. Kynnt verður þjónusta sem öldruðum og /eða minnisskertum stendur til boða. • Ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir minnisskerta og þeirra aðstandendur • Fyrirspurnir og umræður. Allir velunnarar FAAS ásamt öllu áhugafólki um málefni félagsins velkomnir. Við hvetjum fólk til að láta sig málið varða, styðja þannig við félagið og fá fræðslu um minnisskerðingu/heilabilun á heimaslóðum. Kaveitingar á staðnum, enginn aðgangseyrir en frjáls framlög upp í kostnað eru vel þegin. Kveðja, FAAS tenglar á Suðurnesjum. VALVA L Ö G M E N N Elva Dögg Helga Vala Kolbrún VIÐ AÐSTOÐUM VIÐ AÐ FINNA BESTU LEIÐINA ÞIG Erfðaréttur Fjölskylduréttur Fjármál Málefni innflytjenda Innheimta Sakamál Bótaréttur Austurstræti 17 / 101 Reykjavík / Sími 527 1600 www.valva.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.