Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.02.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 13.02.2014, Blaðsíða 16
fimmtudagurinn 13. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR16 -fs-ingur vikunnar pósturu eythor@vf.is Helsti kostur FS? Helst það er að ég bý bara í fimm mínútna göngufæri frá skólanum. Hjúskaparstaða? Ég er á lausu Hvað hræðistu mest? Á sumrin er ég alveg skíthrædd við geitunga! Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ætla að segja Sigurður Smári því hann er frábær leikari, söngvari og dansari líka. Hver er fyndnastur í skólanum? Sigurður Smári fær þann heiður líka held ég bara. Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd? Langt síðan ég fór í bíó seinast. En þá fór ég á The Wolf of Wall Street og sú mynd var mjög góð. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Mér finnst eins og það vanti eitthvað en finn samt ekkert sem vantar. Þann- ig það er þá bara fínt held ég. Hver er þinn helsti galli? Ég get verið með rosalega mikinn prófkvíða, þá sérstaklega í lokapróf- unum. Hvað er heitasta parið í skólanum? Mér finnst Bjarki og Lovísa vera heit- asta parið og ekki bara í skólanum. Sylvía Rut Káradóttir er vægast sagt mikil áhugamann- eskja um dans. Hún er kennari í Danskompaní og tekur þátt í uppfærslu NFS á söngleiknum Dirty Dancing. Hún er 17 ára Keflvíkingur á náttúrufræði- braut FS sem stefnir á að verða tannlæknir. Sylvía er FS-ingur vikunnar. Lætur stundum F-bombur falla Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi skipuleggja einingakerfið svolítið betur. Áttu þér viðurnefni? Vinkonur mínar kalla mig oft Sylla, sem er ekkert rosalega fallegt við- unrefni. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Ég er gjörn á að segja F-orðið oft, eða það segja vinkonur mínar allavega þó að ég taki varla eftir því sjálf. En ég segi það alls ekki á slæman hátt. Það bara bætist mjög oft einhvern veginn inn í setningarnar hjá mér. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mér finnst það miklu betra en það var, en FS-ingar mega samt alveg taka aðeins meira þátt í því stundum. Áhugamál? Dans, ferðast og njóta lífsins með góðu fólki. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég stefni á að verða tannlæknir. Ertu að vinna með skóla, ef já hvar þá? Já, ég er að kenna dans upp í Danskompaní. Hver er best klædd/ur í FS? Thelma Rún Birgisdóttir er alltaf mjög flott klædd. Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt? Ég held að Díana Dröfn myndi taka sig vel út í því. Bara lita á sér hárið og fá sér linsur, þá verðum við alveg eins. Ótrúlegt en satt þá höfum við verið spurðar hvort við séum tvíburar! Svo hefur hún leynda hæfileika í leik- listarbransanum skal ég segja ykkur. Eftirlætis: Kennari: Gunnlaugur stærðfræðikennari. Fag í skólanum: Stærðfræði. Sjónvarpsþættir: Ég horfi voða lítið á sjónvarpsþætti en það er einn þáttur sem ég held mikið upp. Það er The Walking Dead. Alltaf jafn spennandi, mæli með þeim Kvikmynd: Alltaf jafn erfið spurning. Mér finnst Harry Potter myndirnar alltaf jafn skemmtilegar. Hljómsveit/tónlistarmaður: Ég held mikið upp á Of Monsters and Men, þau eru mjög flott. Síðan er æðislega gyðjan hún Beyoncé í mestu uppá- haldi hjá mér. Leikari: Mér finnst Jennifer Aniston alltaf jafn skemmtileg og frábær leik- kona Vefsíður: Ég eyði mesta tímanum á netinu þegar ég er á Facebook og svo er ég mikið inni á Youtube. Flíkin: Úff, þetta er mjög erfitt. En ég held dálítið upp á nýju leðurbuxurnar mínar eins og er, en annars eru þau öll í uppáhaldi. Skyndibiti: Held nú bara að það sé Subway, búin að fara oft þangað undanfarið. Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (gu- ilty pleasure)? Ég á það oft til að fíla Skrillex lög. Ég var allavega ekki ein af þeim sem hataði það. Bára Kristín er í 10. bekk í Gerðaskóla. Hún horfir mikið á þætti og segir að The Fosters og Shameless séu uppáhaldsþætt- irnir sínir. Hún vill verða barna- sálfræðingur í framtíðinni og geta galdrað hvað sem er. Hvað gerirðu eftir skóla? Ég borða mat og skelli mér á æfingu eða þá að ég eyði deginum í að horfa á þætti. Hver eru áhugamál þín? Horfa á þætti og auðvitað að spila fót- bolta með skvísunum í Keflavík. Uppáhalds fag í skólanum? Klárlega heimilisfræði og svo er alltaf gaman hjá Auði í íslensku. En leiðinlegasta? Samfélagsfræði, ekki spurning. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Friends leikarana. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að geta galdrað hvað sem er. Hvert er draumastarfið í framtíðinni? Ég myndi vilja verða barnasálfræðingur. Hver er frægastur í símanum þínum? Aníta Mist AKA Bogga. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Magga ginger - hún er uppáhalds. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Ég myndi fara í banka og stela pen- ingum. Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Bara svona þægilegur held ég, hettu- peysa og kósýbuxur. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Feimin en samt ekki feimin. Hvað er skemmtilegast við Gerðaskóla? Bjarki í heimilisfræði og krakkarnir auðvitað. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Happy - Pharrell Williams. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Friends klárlega. Besta: Bíómynd? Grease. Sjónvarpsþáttur? The Fosters og Shameless. Tón l i st ar m a ð u r / H lj óm s veit ? Beyonce. Matur? Nautakjöt með berniessósu. Drykkur? Mountain dew. Leikari/Leikkona? Þð myndi vera Jennifer Aniston. Fatabúð? Ég elska HM. Vefsíða? Facebook og stream-tv.me Bók? Pass, ég er meira fyrir þætti. - ung // Bára Kristín pósturu pop@vf.is Feimin en samt ekki feimin Daglegar fréttir á vf.is TIL LEIGU 4 herb íbúð Innri Njarðvík 4 herb.íbúð til leigu.Laus 1.mars. Leiga 130 þ mánuði. Aðeins reglusamt fjöl- skyldufólk kemur til greina. Óska eftir 3 mánaða tryggingu. S. 854 0048. Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 13. - 19. feb. nk. • Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi FLéttur föstudagur 14.febrúar kl. 14:00 Sóley Birgisdóttir fjallar um heil- susamlegt mataræði. Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is - smáauglýsingar ÞJÓNUSTA Ódýr húsgagna, dýnu og teppahreinsun Við djúphreinsum: rúmdýnur, sófa- sett, tungusófa, hægindarstóla, teppi og mottur. s:780 8319 eða email: djup- hreinsa@gmail.com Verktakar, fyrirtæki og félagasamtök athugið! Ég get bætt á mig verkefnum: Færi fjárhagsbókhald, sé um vsk-skil, launavinnslu, uppgjör, ársreikninga- og framtalsgerð. Hrefna Díana Viðars- dóttir Viðurkenndur bókari S. 695 6371 AFMÆLI Ótrúlegt en satt, þessi glæsilega kona er að verða 70 ára um helgina. Og ætlar að hafa heitt á könnunni að því tilefni á laugardaginn milli kl. 15 - 17 að Aðalgötu 5. Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Skyggnilýsingarfundur Þórhallur Guðmundsson verður með opinn miðilsfund sunnudaginn 16. febrúar í húsi félagsins að Víkurbraut 13 Reykjanesbæ kl. 20:30, húsið opnar kl. 20:00. Allir velkomnir. ATH! Þórhallur verður með einkafundi fimmtudaginn 20. febrúar. Nánari upplýsingar í síma 421 3348. Sálarrannsóknarfélagið Reykjanesbæ Ekta amerískar nauta ribeye. Verð áður kr. 6900,- Tilboð kr. 5900,- Lambalundir ferskar eða marineraðar. Áður kr. 6700,- Nú á aðeins kr. 5700,- Lambafille marineraðar eða ferskar. Áður kr. 5900,- Nú kr. 4900,- Gómsætur skötuselur í lemon- koriander. Áður kr. 3500,- Nú á aðeins kr. 2500,- Komdu nú elskunni á óvart og megið þið vel njóta. Opið á laugardaginn frá 12:00 - 15:00. Valentínusar tilboð! Fimmtudag, föstudag og laugardag.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.