Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.02.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 13.02.2014, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 13. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 -viðtal -íþróttirpósturu vf@vf.is pósturu eythor@vf.is VIÐ ERUM FLUTTIR Bolafótur 1 // 260 Reykjanesbæ // Sími 456 7600 // Gsm 861 7600 // www.laghentir.is Við höfum áratuga reynslu og þekkingu á flestum gerðum bíla. Öll aðstaða hjá okkur er til fyrirmyndar. Við höfum þrjár lyftur og getum unnið hratt og vel. Kíktu við hjá okkur og þiggðu kaffibolla á meðan við skoðum bílinn þinn. Ef þú kemst ekki með bílinn til okkar, þá getum við sótt hann fyrir þig. Gerum föst verðtilboð í flutning á bílum. Hafið samband við okkur og við finnum lausnina fyrir þig. Eigum fyrirliggjandi lager af þurrkublöðum og bremsubúnaði í flestar gerðir bifreiða. Ert þú í vafa með eitthvað sem snýr að bílnum? Láttu okkur athuga málið. BA RA GÓ Ð V ER Ð Í GA NG I Opnunartími : Mánudag-fimmtudags 8:00 til 17:00 og föstudaga 8:00 til 16:00 Kaupfélag Suðurnesja stóð á dögunum fyrir morgun- verðarfundi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja þar sem 4 frum- mælendur voru úr ólíkum áttum. Frummælendur á morgunverðar- fundinum voru Þorsteinn Jónsson, verkefnastjóri hjá Festu miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, Sif Ein- arsdóttir, löggiltur endurskoðandi og yfirmaður áhættuþjónustu hjá Deloitte, Kjartan Már Kjartans- son, framkvæmdastjóri Securitas Reykjanesbæ og Jóna Fanney Frið- riksdóttir, framkvæmdastjóri AFS og stjórnarmaður í Almannaheill samtaka um óarðsækna starfsemi. En hvað er samfélagsleg ábyrgð? Nærtækt er að spyrja Skúla Skúlason formann Kaupfélags Suðurnesja og stjórnarformann Samkaupa hf. og ekki stendur á svarinu: „Fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð þegar þau ákveða að leggja sitt af mörkum til uppbyggingar samfélags- ins, gera meira en þeim ber sam- kvæmt lögum. Samfélagsleg ábyrgð snertir alla þætti starfseminnar og snýst meðal annars um stuðning við samfélagið, góða stjórnunarhætti, viðskiptasiðferði, umhverfismál, vinnuvernd og mannréttindi,“ segir Skúli í samtali við Víkurfréttir. Hvernig birtist þetta í starfsemi dótturfyrirtækja ykkar eins og hjá Samkaup? „Stuðningur við nærsamfélag okkar felst í meiru en styrkjum og stuðningi við hin ýmsu félagasamtök. Virðing fyrir umhverfi og orku er bæði efna- hagslega mikilvægt fyrir fyrirtæki sem og ein birtingarmynd samfélags- legrar ábyrgðar,“ segir Skúli. „Ég get nefnt þér nokkur dæmi um verkefni sem okkar fólk hjá Samkaup hefur verið að einbeita sér að til að skerpa á sjálfbærni okkar og sam- félagslegri ábyrgð. Kæli- og frystikerfi verslana Við hönnun og skipulag allra nýrra verslana sem Samkaup hefur komið að sl. 10-15 ár hefur kælivatn af kæli- og frystivélum verið notað til að upphitunar verslananna. Hönnunin miðast við að hafa gólfhita frekar en loftblásara. Við þetta sparast innkaup á köldu vatni til að kæla vélarnar sem síðan senda frá sér volgt vatn sem tapast út í umhverfið. Við þetta fyrir- komulag sparast líka innkaup á heitu vatni við upphitun verslananna. Sorpið Frá 2008 hefur Samkaup sett sér markmið í flokkun á sorpi og ár- lega aukið hlutfall sorps sem fer í endurvinnslu. Árið 2013 var heildar sorpmagn okkar 1.530 tonn og eru væntingar um að ná 40% endur- vinnsluhlutfalli á þessu ári. Eins eru tækifæri í lífrænni flokkun hjá okkur, þ.e. að flokka úrgang sem hægt er að nota í moltu, en sum sveitafélög stilla enn verðinu þar hærra en á almennu sorpi og því höfum við ekki farið í það markvisst um landið. Glerlok á frystana Með því að setja glerlok á frysta í verslunum Nettó sparast rafmagn sem nemur ársnotkun 250 meðal- stórra heimila. Hver fyrstir sparar um 35 þúsund kílóvattsutndir á ári en nemur orkunotkun 9 meðalstórra heimila. Þá haldast gæði matvör- unnar enn betur þar sem hitastig er mun stöðugra og ísmyndun minni. Verkefnið er því bæði hagstætt fyrir neytendur og rekstur verslunarinnar. 30% matvæla fleygt Áskorun næstu ára verður hvernig við í versluninni getum stuðlað að því að minni sóun verði í matvælum. Þróunin hefur verið glórulaus í öllum hinum vestræna heimi. Til dæmis er talið að um 400 milljónir tonna af ávöxtum og grænmeti sé fleygt í heiminum. Í neysluviðmiðum er gert ráð fyrir að útgjöldin okkar í dagvöru nemi um 15 prósentum af ráðstöf- unartekjum, það er því ávinningur fyrir heimilin að nýta betur það sem keypt er og minna fari til spillis. Hleðslustöðvar fyrir rafbíla Í undirbúningi er samstarf við Orku- veitu Reykjavíkur um uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, en fyrsta slíka stöðin verður sett upp á Laugar- vatni þar sem við rekum Samkaup Strax verslun,“ segir Skúli Skúlason formaður Kaupfélags Suðurnesja og stjórnarformaður Samkaupa hf. n Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja kynnt á morgunfundi KSK: Að leggja meira af mörkum til samfélagsins Frá morgunfundi Kaupfélags Suðurnesja um samfélagslega ábyrgð. Skúli Skúlason, stjórnarformaður Samkaupa hf. og formaður Kaupfélags Suðurnesja. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Sigrum innilega fagnað og ósigrum tekið með reisn - Nesarar fóru á kostum í Malmö Föstudaginn 7. febrúar lagði stór hópur frá Nes, Íþrótta- félagi fatlaðra á Suðurnesjum, af stað til Malmö í Svíþjóð til að keppa í sundi og boccia á Malmö Open mótinu. Hópur- inn samanstóð af keppendum, þjálfurum og aðstandendum, alls 58 manns, sem komu frá Reykjanesbæ, Garði, Sandgerði og Vogum. Er þetta í annað sinn sem NES tekur þátt í þessu móti. Óhætt er að segja að ferðin hafi tekist vel í alla staði og var hópurinn félaginu og Suður- nesjum til sóma. Dansað á sundlaugarbakkanum Í sundinu vann Nes til 14 verð- launa en keppendur Nes í sundi voru 11 talsins á aldrinum 7 til 24 ára. Dagurinn hjá sundhópnum byrjaði snemma og var mætt í morgunmat kl. 06:00 og í sund- höllina kl. 07:15. Mikil stemning var í hópnum og tóku Nesarar stundum dansspor milli greina og skemmtu sér og öðrum um leið. Allir stóðu sig mjög vel og margir bættu tíma sína. Sömu sögu var að segja frá boccia-keppninni þar sem Nes tefldi fram 19 keppendum, flest- um í liðakeppni, þar sem spilað var í þriggja manna liðum. Alls keppti 41 lið í liðakeppninni og 27 einstaklingar í einstaklings- keppninni. Nesarar stóðu sig geysilega vel gegn mörgum sterkum keppinautum. Alls kom- ust þrjú lið frá Nes í úrslitakeppn- ina, sem er flottur árangur. Það lið sem lengst komst féll út í 8-liða úrslitum. Að hætti Nes voru fé- lagarnir vel studdir áfram, sigrum innilega fagnað og ósigrum tekið með reisn. Það voru síðan þreyttir en ánægðir Nesarar sem lögðu höfuðin á koddana um kvöldið. Góðar veitingar og mikið verslað! Samkvæmt Guðmundi Sigurðs- syni formanni NES var afar vel var staðið að mótshaldinu, af- slappað andrúmsloft og vinalegt. Á Malmö Open 2014 var 131 þátt- tökufélag frá 13 löndum og þar af 3 félög frá Íslandi. ÍFR og ÖSP frá Reykjavík ásamt Nes kepptu í sundi en Nes var síðan eina ís- lenska félagið sem keppti einnig í boccia. Gist var á Scandic Hotel á besta stað í miðbænum og eftir keppnishaldið var tíminn nýttur í að skoða miðbæinn, borða á góðum veitingastöðum og versla! Verslun H&M var nú beint á móti hótelinu. Mánudagurinn var not- aður til að labba enn meira og var aðeins bætt á þyngdina í tösk- unum, lestin var síðan tekin yfir til Kaupmannahafnar og innritað sig í flugið heim. Það var vel tekið á móti þreyttum en sælum Nes- urum í flugstöðinni og sannaði ferðin gildi sitt fyrir þörfinni að starfrækja öflugt íþróttafélag fyrir fatlaða á Suðurnesjum. Ástvaldur í miðbæ MalmöLinda Björk að veita gullverð- launum viðtöku fyrir sund Allur hópurinn samankominn á mánudeginum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.