Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.2014, Qupperneq 1

Víkurfréttir - 20.02.2014, Qupperneq 1
vf.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 FIMMTUDAGURINN 20. FEBRÚAR 2014 • 7. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Nico tinel l fru it 2 m g 98 stk.   20% afsl áttu rTI LBO Ð VIKU NNA R af lyfjum utan greiðsluþátttöku af lausasölulyfjum og öðrum vörum Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ 16% afsláttur 12% afsláttur Lyfja Reykjanesbæ Krossmóa 4 Sími 421 6565 www.lyfja.is Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19 laugard. 10–16 sunnud. 12–16 Betri kjör fyrir heldri borgara Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ. Við stefnum að vellíðan. Söngleikir og þyrluflug í Sjónvarpi Víkurfrétta Sjónvarp Víkurfrétta verður á menningarlegum nótum og í háloftunum í kvöld. Í þætti kvölds- ins á ÍNN og vf.is verður leiklistinni í Reykja- nesbæ gerð ítarleg skil. Vox Arena, sem er leikfélag Fjölbrautaskóla Suður- nesja, er að frumsýna í kvöld söngleikinn Dirty Dancing í samvinnu við nemendafélag skólans í Andrews menningarhúsinu á Ásbrú. Leikfélag Keflavíkur æfir einnig af kappi söngleik- inn Ávaxtakörfuna. Við kíkjum á æfingu í þættinum í kvöld. Við kynnum okkur einnig hvernig ferðamenn geta skoðað margar af helstu náttúruperlum landsins á nokkrum klukkustundum með því að ferðast á milli staða í þyrlu. Við tökum því flugið í þætti kvöldsins. Þá endar þátturinn á tónlist frá tónlistarskólunum á Suðurnesjum. Sjónvarp Víkurfrétta verður á ÍNN kl. 21:30 í kvöld og aðgengilegt á vf.is á sama tíma í háskerpu. Þá er þátturinn sýndur á bæjarrásinni á Kapalkerfinu í Reykjanesbæ. Úr söngleiknum Dirty Dancing sem frumsýndur er í Andrews menningarhúsinu á Ásbrú í kvöld. Sérstök styrktarsýning fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verður á föstudagskvöld kl. 20:00. Nánar er fjallað um söngleikinn í blaðinu í dag og einnig í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld. „Þetta framboð er að verða til vegna ákveðinnar undir- öldu í bæjarfélag- inu okkar. Það eru greinilega margir sem vilja að valkostirnir verði fleiri þegar þeir ganga að kjör- borðinu í vor,“ segir Guð- brandur Einarsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ en hann er í hópi fólks sem vinnur að undirbúningi nýs framboðs fyrir kosningarnar í vor. Guðbrandur er enginn nýgræð- ingur í bæjarpólitík. Hann sat í bæjarstjórn fyrir Samfylkinguna árin 2002 til 2006 og svo næstu fjögur ár á eftir sem oddviti A-list- ans sem var sameiginlegt fram- boð félagshyggjuflokkanna. „Þegar við fórum nokkur að tala saman um þessi mál, þá kom í ljós að við höfðum öll orðið vör við þessa undiröldu. Það eru einnig margir sem telja að bæjar- mál þurfi ekki og eigi ekki að tengjast stjórnmálaflokkum og þessi hópur sem stendur að þessu framboði endurspeglar þá hugsun að verulegu leyti.“ Guðbrandur segir að sérstök upp- stillingarnefnd muni leggja fram drög að lista þegar þar að kemur, en nú sé þegar kominn öflugur hópur sem sé tilbúinn til að taka þátt í þessu verkefni og þar séu konur í meirihluta. „Það eitt að fjölga þeim hópum sem eiga sæti í bæjarstjórn eykur lýðræði. Einn flokkur hefur nú haft hreinan meirihluta í bæjar- stjórn Reykjanesbæjar í tólf ár og við viljum koma í veg fyrir að árin verði sextán. Það er engum hollt að sitja í þeirri stöðu. Það meirihlutaalræði sem viðgengst í mörgum bæjarstjórnum á Ís- landi er tímaskekkja. Til hvers þarf meirihluta? Er myndaður meirihluti í stjórnum fyrirtækja og minnihlutinn dæmdur úr leik? Er ekki kominn tími til að breyta þessu og taka upp önnur vinnu- brögð. Við teljum einnig að það sé rétt að leita til íbúa eftir ráðleggingum í veigameiri málum. Mörg slík mál hafa komið til kasta bæjarstjórnar undanfarin kjörtímabil án þess að vilji íbúa hafi verið kannaður. Þarna er hægt að gera bragarbót á. Við erum þessa dagana á fullu við að undirbúa þetta, skoða málefna- grunninn og máta fólk á listann og munum mæta fersk og fjörug til leiks í næstu kosningum. Við lofum skemmtilegri kosningabar- áttu,“ segir Guðbrandur Einars- son og vildi ekki gefa upp nafnið á framboðinu. Það sé komið en verði kynnt á næstunni. - segir Guðbrandur Einarsson sem fer fyrir nýju framboði í Reykjanesbæ þar sem konur eru í meirihluta Bæjarmálin eiga ekki að tengjast stjórnmálaflokkum Grunur um íkveikju Grunur er um íkveikjuþegar kveikt var í við byggingu á Ásbrú í Reykja- nes síðdegis í gær. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja réð niðurlögum eldsins áður en hann náði að valda frekara tjóni. Eldurinn logaði í skýli við byggingu 755. Í skýlinu var lúga fyrir öryggishólf frá tímum Varnarliðsins. Lög- reglan fer með rannsókn brunans. Efni birtist á vf.is Mikið af efni berst til birtingar hjá Víkurfréttum í hverri viku. Því miður náum við ekki að koma öllu þessu efni í blaðið en það birtist hins vegar á vef Víkurfrétta, vf.is. - Ritstj. Sápukúlur og fjör í Dirty Dancing

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.