Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 20.02.2014, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 20. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 JÆJA HERRAR! WWW.SHIPOHOJ.IS NÚ ER KONUDAGSHELGIN Á NÆSTA LEYTI OG VERÐUM VIÐ MEÐ GLÆSILEG TILBOÐ Í FISK- OG KJÖTBORÐI FRÁ FIMMTUDEGI TIL LAUGARDAGS. KOMDU NÚ ELSKUNNI Á ÓVART. VERÐUM EINNIG MEÐ GÓMSÆTA EFTIRRÉTTI Í BOÐI FYRIR YKKUR. HÖFUM OPIÐ Á FÖSTUDAGINN TIL KL. 19.00 OG LAUGARDAG TIL KL. 16.00. HÓLAGÖTU 15 // REYKJANESBÆ // SÍMI 421 6070 // WWW.SHIPOHOJ.IS AÐALFUNDUR félags eldri borgara á Suðurnesjum verður laugardaginn 1. mars á Nesvöllum og hefst kl. 13:30 Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. 2. Önnur mál. Gestur fundarins: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Landsambands eldri borgara. Stjórnin Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á netfangið go@goiceland.com Bílaleiga staðsett í Reykjanesbæ óskar eftir að ráða starfsmann í kvöld og helgarvinnu með möguleika á fullri vinnu á komandi sumri. Hæfniskröfur: Sjálfstæð vinnubrögð og útsjónarsemi Jákvætt hugarfar og rík þjónustulund Góð enskukunnátta (vald á öðrum tungumálum kostur) Almenn tölvukunnátta og bílpróf BÍLALEIGA ÓSKAR EFTIR STARFSKRAFTI Utankjörstaðakosning fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ er alla virka daga frá kl. 17:00 - 18:00 fram að kjör- degi 1. mars nk. í Sjálfstæðishúsinu við Hólagötu í Njarðvík. Einnig er hægt að kjósa utankjörstaðar í Valhöll í Reykjavík á opnunartíma skrifstofunnar. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ UTANKJÖRSTAÐAKOSNING -fréttir pósturu vf@vf.is Afhenti Myllubakka- skóla æfingatæki fyrir Skólahreysti uIngibjörg Sól Guðmundsdóttir fyrrum nemandi Myllubakka- skóla kom færandi hendi í skól- ann á dögunum en hún afhenti þá skólanum upphýfinga- og hreystigreipatæki, dýfutæki og armbeygjutæki fyrir Skólahreys- tilið skólans. Hún afhenti tækin fyrir hönd vel- unnara skólans sem síður vildi láta nafns síns getið. Ingibjörg Sól var sjálf í Skólahreystiliði Myllubakka- skóla sem náði mjög góðum ár- angri í keppninni í fyrra. Þessi gjöf mun gera nemendum í hreystivali kleift að æfa af krafti í íþróttahús- inu við Myllubakkaskóla en undir- búningur fyrir næstu keppni er þegar hafinn. Skólinn vildi koma á framfæri kærum þökkum fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Á með- fylgjandi mynd er Ingibjörg Sól ásamt nokkrum nemendum úr hreystivali og kennurum þeirra þeim Guðjóni Árna og Hildi Maríu. Finna stað fyrir norðurljósaturnana u Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar, USK, telur hug- myndir listamannsins Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar um norður- ljósaturna áhugaverðar og felur starfsfólki USK að koma með til- lögur að staðsetningu verksins. Fram hefur komið að ráðinu finnst hugmyndir Guðmundar Rúnars áhugaverðar en leggur áherslu á að ef til þess komi að turnarnir verði settir upp í landi Reykjanesbæjar að tekið verði tillit til umhverfis og hæðar verksins. Í upphafi nýs árs fékk 10. bekkur AV í Myllubakkaskóla kær- komna heimsókn. Afi eins nem- andans, Skúli Hermannsson, kom færandi hendi með sérsmíðaðan kassa undir farsíma. Um er að ræða vandaðan kjörgrip úr gegn- heilli hnotu sem rúmar 30 síma í einu. Hugmyndin er að nem- endur setji símana sína í kassann á meðan á kennslustund stendur en geti svo nálgast þá þegar þeir fara í frímínútur. Þannig geta þeir hegðað sér samkvæmt vænt- ingum skólans, sem segir að nem- endur noti síma á ábyrgan hátt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Skúli er nemendum innan handar. Fyrir jólin gaf hann þeim vandað skurðarbretti sem hann hafði unnið og það endaði sem einn af vinning- unum i jólalukkuleik tíundu bekk- inga. Þegar Stebbi húsvörður var búinn að festa gripinn upp á vegg í umsjónarstofu bekkjarins var ákveðið að slá upp veislu og bjóða afa í heitt súkkulaði og köku. Þegar Skúla var þakkað fyrir gjöfina sagði hann að Ámundínus Örn Öfjörð hefði lagt sér lið við verkið. n Færði nemendum sérsmíðaðan „símaklefa“ Góður afi gulli betri Harður árekstur á Ásbrú – ekki alvarleg meiðsl á fólki en bílarnir mikið skemmdir Harður árekstur varð á Ásbrú í síðustu viku. Áreksturinn varð á gatnamótum Flugvallar- brautar og Valhallarbrautar þegar einni bifreið var ekið í veg fyrir aðra þegar ökumaður virti ekki stöðvunarskyldu. Ökumenn beggja bíla voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en meiðsli voru ekki al- varleg. Bifreiðarnar eru hins vegar báðar mikið skemmdar og voru dregnar á brott. n Góðar gjafir til Heilsugæslunnar í Grindavík Vigt, mjaltavél og skoðunarbekkur Nýverið tók starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Grindavík á móti góðum gjöfum. Kvenfélag Grindavíkur gaf vigt og mjaltavél, sem nýtist yngstu íbúum Grindavíkur vel. Þá gaf Lionsklúbbur Grindavíkur skoðunarbekk. Meðfylgjandi mynd af starfsfólki HSG og fulltrúum gefenda var tekin við afhendinguna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.