Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 20.02.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 20. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 -ritstjórnarbréf vf.is Unga fólkið og samfélagsleg ábyrgð Krakkarnir í leiklistardeild Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa lagt á sig mikla vinnu og frumsýna nú hinn þekkta söngleik Dirty Dancing í hinum glæsilega bíósal á Ásbrú, Andrews Theatre. Í viðtali við formann leikfélags skólans kemur fram að verkefnið hafi fengið mjög góðar við- tökur innan skólans en erfitt hafi verið að sækja styrki á svæðinu. Verulega kostnaðar- samt sé að setja upp svo flotta sýningu. Í spjalli við formann og leikstjóra verksins kom einnig fram að framhaldsskólar, sem hafi sterkt félagslíf og standi fyrir stórum verkefnum á borð við leiksýningu, dragi að sér nemendur. Þá veki svona veglega sýningar verulega athygli út fyrir skólann og sé þannig góð auglýsing fyrir hann og samfélagið sem hann er í. Ekki hefur tekist að sinna leiklistarlífinu í Fjölbrautaskólanum á hverju ári og því hefur ekki skapast sú mikla hefð sem stórir skólar á borð við Verslunarskólann hafa í leik og söng. Þar sem hefðin er sterk berjast fyrirtækin um að komast að til að styrkja svona verkefni. Slíku er ekki að fagna hér og því er mikilvægt að vel takist til að fylgja eftir góðu starfi við söngleikinn núna og setja upp á hverju ári í framtíðinni. Þá er líklegt að fyrir- tækin sæki í að styrkja þetta skemmtilega og mikilvæga félags- starf í FS. Formaður leikfélagsins sagði mikla hæfileika búa í unga fólkinu í skólanum, í leiklist og dansi og ekki síst í tónlist, í sjálfum bítlabænum. Mikla athygli vekur að 2. sýning verður styrktarsýning fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem allur aðgangseyrir mun renna til kaupa á tækjum fyrir starfsemi þessarar mikilvægu stofnunar okkar. Það er ekki annað að segja en að þetta sé óvanalegt en frábært framtak hjá unga fólkinu okkar. Þau sýna svo sannarlega samfélagslega ábyrgð! Við segjum bara: Gangi ykkur vel! Og hvetjum Suðurnesjamenn í leiðinni að mæta í Andrews Theatre, en fimm sýningar eru áætlaðar. Suðurnesjamenn í sjónvarpi VF Sjónvarp Víkurfrétta hóf göngu sína í síðustu viku og stefnt er að því að vera með vikulega þætti fram á vor. Þessi tilraun tókst vel í fyrra og hlaut mjög góðar viðtökur. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli á fjölbreyttu og skemmtilegu mannlífi á Suðurnesjum. Í öðrum þætti er m.a. fjallað um söng- leik Fjölbrautaskólans en einnig næsta verk Leikfélags Kefla- víkur sem setur nú upp hina þekktu Ávaxtakörfu og verður frumsýnd á næstu vikum. Menningin í hávegum höfð! Við hvetjum lesendur okkar á Suðurnesjum að láta okkur vita af skemmtilegum atburðum og forvitnilegu fólki. Hluti af samfélagslegri ábyrgð og hlutverki fjölmiðils eins og Víkurf- rétta, í blaði, á vef og í sjónvarpi, er að vekja athygli á jákvæðu og fjölbreyttu mannlífi svæðisins í sinni víðustu mynd. Með ykkar hjálp gengur það betur. Þannig getum við tekið höndum saman um að vekja athygli á sterku samfélagi á Suðurnesjum. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Páll Ketilsson skrifar SÍMI 421 0000 -instagram #vikurfrettir #garðskagaviti #iceland #icelandsecret Mynd: mariasigurborg Texti/myndir: Hilmar Bragi Bárðarson // hilmar@vf.is n Vox Arena og NFS frumsýna söngleik í kvöld: SÖNGLEIKURINN DIRTY DANCING Í ANDREWS - styrktarsýning fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á morgun Vox Arena, sem er leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og NFS, Nemendafélag Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, eru þessa dagana að setja upp söngleikinn Dirty Dancing. Frumsýning verður í kvöld, fimmtudagskvöld, í Andrews menningarhús- inu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd sem flestir þekkja. Myndin sló í gegn árið 1987 en sagan gerist sumarið 1963. Í söngleiknum fáum við að kynnast Houseman fjöl- dskyldunni sem ver sumarfíinu sínu á Hótel Kellerman. Leikritið fjallar að mestu um Lillu, yngri systirina og danskennara hótelsins, og hinn heita og kvennsama Johnny. Milli þeirra kviknar funi sem erfitt er að slökkva og þurfa þau að takast á við fordóma, stéttarskiptingu, vina- og fjölskyldu- vandamál sem og erfiðar ákvaðanir, líkt og flest ungt fólk þekkti 1963 og enn í dag árið 2014. „Okkur fannst vanta smá krydd í félagslífið hjá okkur og langt síðan við settum stórt verk á svið síðast og því var ákveðið að ráðast í þetta verkefni,“ segir Ásta María Jónsdóttir, formaður Vox Arena. Söngleikurinn Dirty Dancing er frumraun leikstjórans Gunnellu Hólmarsdóttur. Gunnella er fyrrum nem- andi úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Að loknu námi hér heima fór hún til Danmerkur að nema leiklist og leikstjórn. Hún segir í samtali við Víkurfréttir að söng- leikurinn sé mikil áskorun fyrir alla sem að honum koma. Gunnella lagði til við leikfélag skólans að ráðast í að setja upp Dirty Dancing. Aðspurð hvers vegna segir Gunnella að hún elski þessa mynd „og ég held að flestir tengist henni á einhvern hátt. Nemendafélagið kom til mín og vildi ráðast í verkefni sem yrði árlegt og það myndi skapast mikil stemmning í kringum verkið og þá fór ég að hugsa að taka verkefni sem allir þekkja og jafnframt eitthvað spennandi. Ég vissi að það væri mikið af hæfileikaríku fólki í dansi og söng hér á Suðurnesjum og því fannst mér Dirty Dancing tilvalið verkefni fyrir okkur að setja á svið,“ segir Gunnella sem hefur íslenskað heiti sýningarinnar í „Sóðasveifla á Suðurnesjum“. Ásta María segir verkefnið hafa fengið góðar við- tökur innan skólans og það séu allir spenntir fyrir sýningunni en síðustu daga hefur verið unnið langt fram eftir kvöldi við æfingar og sviðssetningu, en notast er við Andrews menningarhúsið á Ásbrú. Þar verður skapaður andi ársins 1963 og m.a. verða bílar frá þessum tíma á stæðinu framan við menningarhúsið og tíðarandi ársins 1963 verður jafnframt innandyra. Dirty Dancing verður frumsýnt í kvöld en annað kvöld, föstudagskvöld, verður sérstök styrktarsýn- ing fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem allt andvirði miðasölu rennur óskipt til tækjakaupa fyrir stofnunina. Ásta María segist hafa heyrt af því að það vantaði að kaupa ýmis tæki og því hafi verið ákveðið að halda styrktarsýningu. Með því að fylla húsið safnist ein milljón króna í góðan málsstað og eru Suðurnesja- menn hvattir til að mæta á góða skemmtun og leggja góðum málsstað lið á sama tíma. Áætlaðar eru fimm sýningar á Dirty Dancing. Frumsýning í kvöld kl. 20, önnur sýning á föstudagskvöld kl. 20, tvær sýningar á laugardag kl. 16 og 20 og lokasýning á sunnudag kl. 20. Miðaverð er 2000 krónur og miðasala fer fram á midi.is. Okkur fannst vanta smá krydd í félagslífið hjá okkur Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn www.rekstrarland.isRekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100 Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Reykjanesbær 420 1000 Grindavík 426 7500 PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 2 87 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.