Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 20.02.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 20. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 AÐALFUNDUR FULLTRÚARÁÐS SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA Í REYKJANESBÆ  Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ boðar til aðalfundar, fimmtudaginn 27. febrúar kl. 20.00 í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík, Hólagötu 15. Dagskrá fundarins er hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum fulltrúaráðsins.  Gestur fundarins er Ragnheiður Elín Árndóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.  Við minnum á. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fram fer í Stapanum þann 1. mars milli kl. 10.00 - 18.00. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur yfir alla virka daga milli kl. 17.00 - 18.00 í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík.  Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ. REYKJANESIÐ KYNNT ÞÁTTTAKENDUM Í LOFTRÝMISGÆSLU Samstarf hefur verið á milli Landhelgisgæslunnar og Markaðsstofu Reykjaness frá því í haust um að kynna Reykjanes og þá þjónustu sem er í boði fyrir þeim einstaklingum sem taka þátt í loftrýmisgæslu á Ís- landi og vilja nýta frítíma sinn til þess að skoða svæðið. Landhelgisgæslan heldur utan um loftrýmisgæslu og loftrýmiseftir- lit á Keflavíkurflugvelli og er það verkefni hluti af samþættu verk- efni NATO. Um 3-4000 manns, flugmenn, stjórnendur o.fl. fylgja þessu verkefni yfir árið. Eftirlitinu er skipt á milli landa innan NATO bandalagsins og búa þessir aðilar á svæðinu í allt að 6 vikur í senn. Kynningarnar hafa mælst vel fyrir og ljóst að framhald verður á. -fréttir Þrettán taka þátt í prófkjöri - Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Prófkjör Sjálfstæðisflokks-ins í Reykjanesbæ verður haldið laugardaginn 1. mars frá kl. 10-18 í Stapa. Utankjör- staðakosning hefst miðviku- daginn 19. febrúar og verður alla virka daga í Sjálfstæðis- húsinu í Njarðvík frá kl. 17.00- 18.00. Þrettán einstaklingar gefa kost á sér í prófkjörinu. Þeir eru í stafrófsröð eftirfarandi: Alexander Ragnarsson, húsasmíðameistari, 4.-5. sæti Árni Sigfússon, bæjarstjóri, 1. sæti Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, 4. sæti Birgitta Jónsdóttir Klasen, ráðgjafi, 7. sæti Björk Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, 5. sæti Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi, 2. sæti Einar Magnússon, bæjarfulltrúi, 4. sæti Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri, 5.-7. sæti Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi, 1.-2. sæti Ísak Ernir Kristinsson, stúdent, 5.-6. sæti Jóhann S. Sigurbergsson, varabæjarfulltrúi, 5.-6. sæti Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi, 3. sæti Una Sigurðardóttir, sérfræðingur, 6.-7. sæti Uppstilling hjá Samfylkingunni og óháðum Á félagsfundi Samfylkingar-innar í Reykjanesbæ var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að standa fyrir fram- boði Samfylkingarinnar og óháðra í bæjarstjórnarkosning- unum 2014, að undangenginni uppstillingu. Í framhaldinu var uppstillingar- nefnd kosin á fundinum sem vinna mun tillögu að framboðslista Sam- fylkingarinnar og óháðra til bæjar- stjórnarkosninganna í Reykja- nesbæ 2014 og leggja hana fyrir félagsfund til samþykktar. Þeir sem hafa áhuga á að taka sæti á framboðslistanum eða vilja gauka nöfnum á frambjóðendum að uppstillingarnefndinni geta sent nefndinni skilaboð á facebook- síðu Samfylkingarinnar í Reykja- nesbæ https://www.facebook.com/ xsreykjanesbaer eða sent henni póst á xs@xsreykjanesbaer.is, segir í tilkynningu. Þá minnir Samfylkingin í Reykja- nesbæ á laugardagskaffið kl. 10.30- 12.00 á hverjum laugardagsmorgni að Víkurbraut 13 við Keflavíkur- höfn. Heitt á könnunni og fjörugar umræður. Allir velkomnir. pósturu vf@vf.is Icelandair stendur árlega fyrir ferðakaupstefnu fyrir birgja sína frá Ameríku og Evrópu sem allir eiga það sameiginlegt að selja Ísland. Kaup- stefnan var haldin í Laugardalshöll í Reykjavík 6.-9. febrúar sl. og voru um 650 manns skráðir til þátttöku og um 250 erlendir kaupendur. Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes jarðvangur tóku þátt í kaupstefnunni auk nokkurra fyrirtækja af svæðinu, en mikil aðsókn er í þátttöku á kaup- stefnunni og komast færri að en vilja. Fyrirtækin sem einnig komu af Reykjanesinu voru Hótel Keflavík, Vitinn í Sandgerði, Bláa lónið, Smára hótel og Flug- stöð Leifs Eiríkssonar auk fjölda annarra aðila sem selja ferðir á Reykjanesið. Almenn ánægja var með þátttöku á kaupstefnunni og fundartímar vel nýttir, segir í frétt á vef Heklunnar. Mikið var um nýja aðila sem höfðu áhuga á að selja Ísland sem nýjan áfangastað í vöruframboði sínu en jafnframt var mikið um aðila sem voru að selja ferðir frá Ameríku til Evrópu og frá Evrópu til Ameríku sem voru að skoða möguleika á nokkurra daga stoppi á Íslandi til að bæta inn í þær ferðir. Allir þessir aðilar höfðu mikinn áhuga á því sem Reykjanesið hefur upp á að bjóða, hvort sem það voru áfangastaðir jarð- vangsins eða þjónustuframboðið. Það eru spennandi tímar framundan í ferðaþjónustu á Reykjanesi. Mikill áhugi á Reykjanesi á Mid-Atlantic Fagna hugmynd Daníels og koma upp aðstöðu við brúna Nýlegri hugmynd Daníels Alexanderssonar úr Reykjanesbæ, sem birtist í Víkurfréttum á dögunum, er tekið fagnandi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar. Hugmynd Daníels er að fólk „haldi á“ brúnni milli heimsálfa. Brúin er á plötuskilum við Sandvík á Reykja- nesi og er vinsæll áfangastaður hjá ferðamönnum. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur falið starfsfólki og for- manni ráðsins að skoða framkvæmdir sem auðvelda fólki aðgengi að þeim stað sem hentar fyrir myndatökur sem veita þetta sjónarhorn, þ.e. að fólk „haldi á“ brúnni á milli heimsálfa. Bílastæðasjóður Sandgerðis-bæjar hóf um áramótin álagningu stöðubrotsgjalda á ökumenn bifreiða sem leggja bílum sínum ólöglega við Flug- stöð Leifs Eiríkssonar á Kefla- víkurflugvelli. Vegna mikillar fjölgunar farþega um flugstöðina síðustu ár hefur oft skapast slysa- hætta og tafir orðið vegna bifreiða sem lagt er ólöglega við flugstöð- ina. Þetta á sérstaklega við um stæði fyrir framan inngang flug- stöðvarinnar sem eru einungis ætluð þeim sem eru að skila af sér farþegum. Í þeim stæðum er ólöglegt að leggja bifreið í lengri tíma en tekur að hleypa farþegum út og losa farangur, jafnvel þótt ökumaður yfirgefi ekki bifreið- ina. Bílastæðasjóður Sandgerðisbæjar annast innheimtu vegna stöðu- brota en starfsmenn Isavia á Kefla- víkurflugvelli annast stæðavörslu fyrir hönd sjóðsins og veita öku- mönnum upplýsingar um bifreiða- stæði sem nóg er af við flugstöðina. Álagning vegna stöðubrota er í samræmi við umferðarlög og sam- bærileg við stöðubrotsgjöld annars staðar á landinu. Hagnaður vegna stöðubrota rennur til framkvæmda við umferðarmannvirki við flug- stöðina. 15 mínútna gjaldfrelsi í skamm- tímastæðum – Aðeins 150 kr. á klukkustund eftir það Til þess að mæta þörfum öku- manna sem vilja skreppa inn í flug- stöðina eru fyrstu 15 mínúturnar á skammtímastæðum komu- og brottfararmegin við flugstöðina gjaldfrjálsar. Þannig geta ökumenn nýtt stöðv- unarsvæðið næst innganginum til þess að skila farþegum og far- angri en skammtímastæðin eru án kostnaðar í 15 mínútur. Ef þörf er á lengri dvöl í flugstöðinni kostar fyrsta klukkustundin á skamm- tímastæðum einungis 150 kr. Isavia og Sandgerðisbær vona að ökumenn virði ofangreindar reglur um bifreiðastöður við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og stuðli þannig að greiðum samgöngum og um- ferðaröryggi. Tekið skal fram að reglur Bílastæðasjóðs gilda um allar bifreiðar, jafnt almennings, fyrirtækja og starfsmanna í flug- stöðinni. Nánari upplýsingar um Bílastæða- sjóð Sandgerðisbæjar er að finna á vefnum www.bss.is. Upplýsingar um bílastæðaþjónustu á Keflavíkurflugvelli eru á www. kefparking.is Sektað fyrir stöðu- brot við flugstöðina -ókeypis fyrstu 15 mínúturnar á skammtímastæðum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.