Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 20.02.2014, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 20. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 LESTUR VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM www.vf.is+ 83% -viðtal pósturu eythor@vf.is Okkur vantar kröftuga og skemmtilega einstaklinga til starfa á kaffihúsum Kaffitárs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Störfin: Kaffibarþjónar í sumarafleysingar, bæði kvöld- og dagvaktir. Starfssvið: Störfin felast í framreiðslu á kaffidrykkjum, veitingum og sölu á úrvalskaffi og kaffivörum. Hæfniskröfur: Við leitum að áhugasömum og þjónustuljúfum einstaklingum með metnað og frumkvæði. Starfsmenn munu fá ómetanlega starfsþjálfun og kennslu í fagi kaffibarþjónsins. Ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur má skila með tölvupósti á guddis@kaffitar.is. Frekari upplýsingar veitir Guðdís Eiríksdóttir í síma 664-8850. Kaffitár framleiðir og selur einungis úrvalskaffi. Við leggjum áherslu á gæði og ferskleika. Við erum skemmtileg, alúðleg, umhverfisvæn, litaglöð og líka röff og töff. Við setjum fólk í fyrirrúm og opnum hjarta okkar til að koma boðskap Kaffitárs til skila og tengjast viðskiptavinum okkar traustum böndum. Við kaupum kaffi án krókaleiða til að stuðla að þvi að við fáum besta kaffi sem völ er á og að bændurnir fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína. ORLOFSHÚS VS PÁSKAR 2014 Valmöguleikar: Akureyri Hraunborgir Flúðir Ölfusborgir Svignaskarð Leigutími: 16. apríl - 25. apríl Leigugjald: kr. 20.000.- Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins og á heimasíðu vs.is. Umsóknarfrestur er til hádegis föstudaginn 7. mars nk. Dregið verður úr innsendum umsóknum. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins að Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, eða í síma 421-2570. Orlofsnefnd Fann sína hillu í gullsmíðinni - „Frábært fyrir dundara eins og mig,“ segir Keflvíkingurinn Rúnar Jóhannesson Rúnar Jóhannesson hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir sveinspróf sitt í gullsmíði en er þetta í fyrsta sinn sem gullsmiður hlýtur verðlaun frá Iðnaðarmannafélaginu í Reykja- vík fyrir afburða námsárangur. Rúnar þreytti sveinspróf og út- skrifaðist frá Tækniskólanum vorið 2013. Keflvíkingurinn Rúnar sem er 34 ára hafði áður lært myndlist hér- lendis og á Ítalíu og starfað sem slíkur um árabil. Hann segist nú hafa fundið sína hillu í gullsmíðinni en þar fær dundari eins og hann virkilega að njóta sín. „Í þessu fagi er þolinmæðin ofar öllu. Þarna get ég dundað mér tímunum saman,“ segir Rúnar en hann segir starfið vera afar áhugavert og í raun hafi opnast nýr heimur fyrir honum þegar hann hóf námið. Hann vissi í raun ekkert um fag gullsmiða þegar hann fékk þá hugmynd að kynna sér námið árið 2008. Rúnar fann fljótlega að námið átti vel við hann og síðar hóf hann starfsnám hjá meistaranum Kristni Sigurðssyni sem rekur verslunina Tímadjásn. Þar segist Rúnar hafa lært mikið og þá sérstaklega af viðgerðum á hinum ýmsu skartgripum. Gæti hugsað sér að opna verslun með eigin hönnun Starf gullsmiðsins er nokkuð fjöl- breytt en margir vinna við við- gerðir eða framleiðslu á skart- gripum, á meðan aðrir vinna að eigin hönnun. Rúnar segir að hann hafi örlítið fengist við hönnun og væntanlega megi eiga von á því að hönnun hans líti dagsins ljós á vormánuðum. Í framtíðinni segist hann vel geta hugsað sér að setja á laggirnar eigin verslun þar sem hans eigin hönnun yrði á boð- stólum. Það verði þó að koma í ljós. Sveinsprófið fer þannig fram að nemendur fá teikningu af grip á mánudegi sem skila skal full- unnum á föstudegi. Hópur Rúnars átti að smíða nælu og hlaut Rúnar verðlaun sín fyrir þá smíð. Hátíðin var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og var það forseti Íslands sem veitti nýnemunum viðurkenning- arnar. Forsetinn flutti hátíðarávarp og einnig menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra. Jón Gnarr borgarstjóri flutti lokaávarp við at- höfnina. Fjóla Gullsmiður - Hafnargötu 29 - Sími: 421 1011 Fermingartilboð á nafnahálsmenum 20% afsláttur sem gildir til 21. mars Stál nú kr. 4.980,- Silfur kr. 9.360,- Gullhúðað kr. 9.980,- www.facebook.com/FjolaGullsmidur Hún er glæsileg nælan sem Rúnar smíðaði í sveinsprófinu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.