Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 20.02.2014, Blaðsíða 16
Pálmar Guðmundsson verkefnastjóri hjá Keili Hef fengið yfir 50 rússneska fylgj- endur undanfarið. Ég hef ekki hugmynd um hvað þau eru að skrifa en treysti því að það sé eitthvað fallegt Oddný Harðardóttir þingmaður Forsætisráðherra klúðrar viðtali gjör- samlega og grípur þá til þess ráðs að rýra trúverðugleika þáttastjórnand- ans. Stórmannlegt? Landsföðurslegt kannski? Svolítið klikkað? Gunnar Örlygsson AG Seafood Líf og fjör a bryggjunni i Sandgerði. Sendum þennan væna þorsk á vini mína í Barcelona - 32 kg. Sindri Jóhannsson nemi Þegar menn eru byrjaðir að sturta í sig í hádegishléinu í FS á mánudögum, þá má segja að Neck and nominate sé komið úr böndunum Kristinn Gislason milljónamæringur Held að Gústi Dearborn sé ekkert að hata þessa bjórþömbun. Tikkar eflaust vel inn í kassan þessa dagana á Cafe Petite. Andri Orri Hreiðarsson, nemi Skólabúningur Fs ætti að vera joggari og 66° Sigurður G Þorsteins leikmaður Grindavíkur í körfubolta Það sem kellingar geta talað um mat- arvenjur kallana sinna! #endalaust VIKAN Á VEFNUM vf.is FIMMTUDAGURINN 20. FEBRÚAR 2014 • 7. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR -mundi Bubbi fallinn! Kominn aftur í pólitíkina. Umboðsmaður Vodafone í Reykjanesbæ Vodafone auglýsir eftir traustu fyrirtæki til að sinna umboði Vodafone í Reykjanesbæ. Hlutverk umboðsaðila er kynning á vöruframboði Vodafone, sala og þjónusta við viðskiptavini Vodafone í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar veitir Grétar Hannesson, viðskiptastjóri Umboðssölu Vodafone, sími 669 9357, netfang gretarh@vodafone.is Umsóknir sendist á netfangið gretarh@vodafone.is fyrir 4. mars nk. Vodafone Góð samskipti bæta lífið Leikfélag Keflavíkur æfir nú af krafti fyrir söngleikinn Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur. Söng- leikurinn verður frumsýndur 7. mars nk. Leikstjóri er Gunn- ar Helgason og hann segir þessa uppsetningu á Ávaxtakörfunni vera öðruvísi en fyrri sviðssetn- ingar. Nú sé lifandi tónlist og hljómsveit á sviðinu sem leikur undir söng og dansi. Ávaxtakarfan stendur á tíma- mótum og er fimmtán ára á þessu ári. Áður hefur verkið verið sett upp á stóru sviði í Reykjavík og verið í sjónvarpsþáttum og í kvik- mynd. Nú er Ávaxtakarfan hins vegar komin á svið í heimabæ höf- undarins. Í Sjónvarpi Víkurfrétta, sem er á dagskrá ÍNN og á vf.is í kvöld kl. 21:30, verður skemmtilegt innslag um Ávaxtakörfuna með viðtölum við Gunnar Helgason og Arnar Inga Tryggvason, formann Leik- félags Keflavíkur. Frá æfingu á Ávaxtakörfunni hjá Leikfélagi Keflavíkur nú í vikunn. VF-myndir: Davíð Örn Óskarsson Ávaxtakarfan æfð af kappi - verður í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld kl. 21:30

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.