Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 06.03.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 6. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 -fréttir pósturu vf@vf.is TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR TVENNIR TÓNLEIKAR LENGRA KOMINNA NEMENDA SKÓLANS Tónleikar lengra kominna nemenda verða haldnir miðvikudaginn 12. mars og fimmtudaginn 13. mars. Báðir tónleikarnir verða í Bíósal Duushúsa og he…ast kl.19.30. FjölbreyŽar og spennandi efnisskrár. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Skólastjóri UPPELDI BARNA MEÐ ADHD / ADD Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar stendur fyrir námskeiði sem ætlað er foreldrum barna með athyglisbrest og/eða ofvirkni (ADHD/ADD) og ekki flóknar fylgiraskanir s.s. einhverfu. Á námskeiðinu fá foreldrar fræðslu um ADHD, hvaða þæŽir geta styrkt ADHD einkenni í sessi og hvað dregið úr þeim. Foreldrar deila með sér hugmyndum um hvað hefur gagnast þeim í uppeldinu. Umsjón verður í höndum Ingibjargar S. HjartardóŽur og Sigurðar Þ. Þorsteinssonar, sálfræðinga á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Námskeiðið fer fram í Holtaskóla og er opið öllum sem búa á þjónustusvæði Fræðsluskrifstofunnar. Tími: Sex skipti, tvo tíma í senn. Hefst 12. mars og lýkur 30. apríl. Tveggja vikna hlé er á milli 5. tíma (9. apríl) og 6. tíma (30. apríl). Skráning fer fram í síma 421-6700, skráningarfrestur er til og með 9. mars. Verð: 3000 kr fyrir einstaklinga / 5000 kr fyrir pör. LISTASAFN REYKJANESBÆJAR SÝNINGARLOK Sunnudaginn 9. mars lýkur sýningu á verkum Svövu Björnsdóur KRÍA / KLETTUR / MÝ í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum. Opið 12:00 – 17:00 virka daga og 13:00 – 17:00 um helgar. Aðgangur ókeypis Það var hörkubarátta um fyrsta sætið en ég er mjög sáttur við niðurstöðuna úr próf- kjörinu, ég fékk 66% atkvæða í fyrsta sætið og það er mjög gott,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri, eftir prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sl. laugardag. Það kom mörgum á óvart að Gunnar Þórarinsson, formaður bæjarráðs, skyldi einnig bjóða sig fram í oddvitasætið en Árni hefur ekki fengið mótframboð með svona skýrum hætti undanfarin tólf ár. „Prófkjör gefur öllum færi á að gefa kost á sér. Það er eðli- legt og lýðræðislegt. Við erum eini flokkurinn hér í bæ sem gerum þetta svona. Núna voru tveir sem buðu sig fram í 1. sætið og það er ekkert við það að athuga, en niður- staðan var ánægjuleg fyrir mig.“ Geturðu lesið einhver skilaboð úr því að þriðjungur hafi kosið annan en þig í 1. sætið? „Það er alltaf hægt að lesa eitthvað út úr hlutunum. Maður á auðvitað alltaf að hlusta. Það er nokkuð ljóst að eftir mikla baráttu síðustu þrjú kjörtímabil, þar sem oft hefur þurft að taka á erfiðum hlutum þar sem fólk spilar inn í, er ekkert óeðlilegt þótt einhverjir séu óánægðir. Það er aldrei hægt að gera svo öllum líki. Slíkt birtist í svona prófkjöri.“ Gunnar Þórarinsson nefndi fjár- málin í sinni prófkjörsbaráttu og vildi auglýsa eftir ópóli- tískum bæjarstjóra. Kom það þér á óvart? „Ég trúi því ekki að einhver stimpil- klukkuembættismaður sé betri en bæjarstjóri sem leiðir hópinn og vinnur öllum stundum að verk- efnum fyrir bæinn sinn. Varðandi fjármálin þá hefur sá málaflokkur alltaf verið mikið í umræðunni í sögu þessa bæjarfélags, líka fyrir minn tíma. En það kom mér jú aðeins á óvart að fá þau skilaboð frá formanni bæjarráðs sem stýrir því ráði sem fer með fjármálin. Auð- vitað eru fjármálin verkefni sem við þurfum sífellt að vera að vinna að. Það hefur verið erfitt en við höfum verið að taka niður skuldirnar. Það hefur verið okkur þungt en er bara á góðri leið. Andstæðingar flokksins notuðu tækifærið og tóku undir þessi orð Gunnars. Þannig varð til svolítið sérstök stemmning sem birtist einnig í áhlaupi á flokk- inn í þessu prófkjöri. Það mátti sjá á samfélagsmiðlum og víðar. En það tókst ekki að berja niður bæjarstjórann sem þeir vildu.“ Hefurðu fundið fyrir vaxandi óánægju Gunnars í ykkar sam- starfi í meirihlutanum? „Okkur hefur aldrei orðið sundur- orða og þetta kom mér á óvart. Ég legg mikla áherslu á að við vinnum saman, að hópurinn vinni með hug- myndir saman. Það er auðvitað ekk- ert sem segir að aðrir megi ekki hafa þá skoðun eða aðrar hugmyndir, t.d. að vilja ópólitískan bæjarstjóra. Það þarf þá að rökstyðja málið. Við förum þá yfir málin og ræðum.“ Árni segist aðspurður hafa hugleitt það alvarlega að nú væri komin tími til að hætta eftir tólf ár sem bæjarstjóri í Reykjanesbæ. En vegna hvatningar og löngunar til að ljúka málum hafi hann ákveðið að láta slag standa og bjóða sig í eitt kjörtímabil í viðbót. „Það er ekkert launungarmál að þetta er oft búið að vera mjög erfitt en nú er uppskeran er að koma í ljós og nú þarf að færa kornið í hlöðurnar. Ég sé að þessi verkefni eru að klárast. Það er mjög spenn- andi að vera með í því og óneitan- lega er ég með þekkingu til þess.“ Hvernig finnst þér hafa tekist til með röðun á lista ykkar? „Þetta er auðvitað allt úrvalsfólk en þetta er góð niðurstaða og margir á listanum eru með reynslu og mikla þekkingu á málefnum bæjarins og allir vilja vinna öllum árum að því, að gera sitt besta fyrir Reykja- nesbæ. Það er markmið allra.“ Það er spennandi að sjá hvað gerist í framboðsmálum annarra flokka. Við buðum eftir síðustu kosningar upp á samstarf við aðra flokka í ýmsum málum. Það var ekki þegið þá en vonandi gæti það orðið núna.“ n Árni Sigfússon, bæjarstjóri, fékk 66% í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ: „Hörkubarátta en mjög sáttur með niðurstöðuna“ Prófkjör - niðurstaða: 1. Árni Sigfússon 2. Böðvar Jónsson 3. Magnea Guðmundsdóttir 4. Baldur Guðmundsson 5. Gunnar Þórarinsson 6. Björk Þorsteinsdóttir 7. Einar Magnússon. Í næstu sætum voru samkvæmt heimildum VF Jóhann Sigurð- bergsson, Guðmundur Péturs- son, Ísak Kristinsson, Una Sig- urðardóttir, Alexander Ragnars- son og Birgitta Jónsdóttir. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, ræðir við félaga sína í prófkjöri sjálfstæðismanna þegar fyrstu tölur voru birtar. Um 1500 manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.