Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 06.03.2014, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 6. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 -fréttir pósturu vf@vf.is Deiliskipulag Tillögur að breytingum á deiliskipulagi, Sveitarfélaginu Vogum. Með vísan til ákvæða 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga þann 26. febrúar 2014 samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Sveitarfélaginu Vogum. Íþróttasvæði, tjaldsvæði og Aragerði Breytingin afmarkast við reit sem er norðan Hafnargötu, austan Marar- og Mýrargötu og vestan Vatnsleysustrandarvegar. Breytingin felst í að: Norðan og vestan megin við fótboltavöll eru settir inn byggingarreitir fyrir áhorfendastúkur án skyggnis eða þaks. Heimilt er að byggja allt að 2,0 m háan skjólvegg ofan á manartoppi aftan við stúkurnar. Hámarksstærðir að norðanverðu: 50 x 9.2 m eða 460 m² að vestanverðu: 50 x 8.3 m eða 415 m². Lóð nr. 19 er færð um 3 m til suðurs til samræmis við lóðarblað. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð, breytingardags. 10.02.2014 og vísast til hennar um nánari upplýsingar. Vogar – Iðndalur. Breytingin afmarkast af reit sem afmarkast af lóðinni við Iðndal 2. Breytingin felst í að innan lóðar Iðndals 2 er tekin út 45 m² lóð fyrir dreistöð rafveitu, sem er til staðar og hefur ekki verið mörkuð sérstök lóð fram að þessu, og minnkar lóð fyrir Iðndal 2 sem því nemur. Markaður er 30m² byggingarreitur á lóðinni fyrir dreistöð og sett fram kennisnið, sem heimila nýja dreistöð, allt að 2,5 m x 3,5 m að grunneti og 2,3 m háa, komi til endurnýjunar. Einnig er sett inn kvöð um legu lagna og aðkomu að dreistöð ásamt göngustíg fyrir almenning. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð, breytingardags. 11.02.2014 og vísast til hennar um nánari upplýsingar. Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með mánudeginum 3. mars nk. til og með mánudagsins 14. apríl 2014. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er genn kostur á að gera athugasemdir við breytingatillögurnar. Skila skal skriegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en mánudaginn 14. apríl 2014. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillögurnar innan tilskilins frests telst samþykkur þeim. Vogum, 3. mars 2014. F.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF), og Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála skrifuðu sl. föstudag undir saming um eflingu söguferðaþjón- ustu á Íslandi. Ráðuneytið mun styrkja samtökin til þess að vinna að því um 3 milljónir króna á þessu ári og verður árangur metinn í árslok. Undirritunin var liður í dagskrá félagsfundar og málþings Samtaka um söguferðaþjónustu, sem fram fór í Reykjanesbæ um síðastliðna helgi. Samstarfsvettvangur ólíkra aðila Meginmarkmið samstarfsins er að vinna að frekari uppbyggingu og þróun söguferðaþjónustu um land allt þar sem leitast verður við að auka upplifun ferða- manna og afþreyingu sem byggir á menningararfi. Unnið verður að stækkun og eflingu samtakanna, m.a. til að treysta samstarfsvettvang ólíkra aðila, s.s. safna og setra, sem miðla menningararfi til ferða- manna og til að tryggja aðkomu söguferðaþjónustu að stefnumörkun og þróunarstarfi í ferðaþjónustu. Stuðlað verður að lengingu opnunartíma í samvinnu við „Ísland allt árið“, aukinni fagmennsku og gerð heildstæðra ferðapakka.“ 90 félagar um allt land Samtök um söguferðaþjónustu (www.sagatrail.is) voru stofnuð árið 2006 af 18 aðilum í söguferðaþjónustu og hafa hingað til einbeitt sér að tímabilinu frá landnámi til siðaskiptanna um 1550. Því hafa Víkingaheimar verið með frá byrjun. Nú eru félagar orðnir yfir 90 um allt land. Nýverið var ákveðið að stækka samtökin þannig að allir sem eru að vinna með sögu svæða eða staða geta orðið aðilar, óháð þeim tíma sem unnið er með. Þannig munu t.d. Duushús og Hljómahöllin nú koma inn í samtökin auk víkingahópsins Völundar í Reykjanesbæ. Þá hefur Byggðasafn Garðskaga nú einnig gengið í Samtök um söguferðaþjónustu. n Samningur við utanríkisráðuneytið undirritaður: Efla söguferðaþjónustu á Íslandi Fyrirlestur á vegum Krabbameinsfélags Suðurnesja á Flughóteli fimmtudaginn 6. mars. kl. 19:30 Að loknum almennum fundarstörfum hjá Rótarýklubbi Kefla- víkur er almenningi boðið að koma á fyrirlestur í tilefni Mottu- mars. Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameins- skrár Íslands og klínískur prófessor við  Læknadeild HÍ mun flytja fyrirlestur sem hún nefnir „Getum við komið í veg fyrir krabbamein?“ Allir eru velkomnir FYRIRLESTUR Í TILEFNI MOTTU- MARS Rauði kross Íslands á Suðurnesjum Aðalfundur Aðalfundur Rauða krossins á Suðurnesjum verður haldinn miðvikudaginn 12. mars 2014 kl. 20:00 að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf Kaveitingar Önnur mál Hvetjum alla Rauða kross félaga til að mæta og taka þátt í star deildarinnar. Runólfur og Ragnheiður Elín við undirritun samningsins. Mynd: Hilmar Bragi. Menningarvika Grinda-víkur verður dagana 14.- 23. mars nk. Hún er nú haldin í sjötta sinn og er sérlega glæsileg í ár í tilefni 40 ára kaupstaðaraf- mælis Grindavíkurbæjar. „Það er frábær stemmning fyrir Menningarvikunni okkar í ár og tilkynningum um viðburði hefur rignt inn. Hér verður suðu- pottur menningar með tónleika- veislu, ljósmynda- og mynd- listasýningum, námskeiðum, skipulögðum gönguferðum og ýmsu fleiru. Hápunkturinn eru svo stórtónleikar í íþróttahúsinu laugardaginn 22. mars þar sem Jónas Sig, Fjallabræður og Lúðra- sveitir Vestmannaeyja og Þor- lákshafnar stíga á stokk,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðs- stjóri frístunda- og menningar- sviðs Grindavíkurbæjar. Á meðal gesta í Menningarvik- unni verður tónlistarfólk frá Pite, vinabæ Grindavíkurbæjar í Sví- þjóð. Jafnframt verða færeyskir gestir og margt af fremsta tón- listarfólki landsins kemur í heim- sókn eins og Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson. Grindvískt listafólk verður í öndvegi. Þar má nefna glæsilegar ljósmynda- sýningar og málverkasýningar, sérstakt Grindavíkurkvöld með grindvísku listafólki og hljóm- sveitarkvöld með grindvískum hljómsveitum. „Við setningu menningar- vikunnar verður í fyrsta skipti útnefndur Bæjarlistamaður Grindavíkur. Eftir setninguna er gestum boðið í safnaðarheim- ilið í FJÖLMENNINGARLEGT VEISLUHLAÐBORÐ. Grind- vískir íbúar frá Filippseyjum, Tæ- landi, Póllandi og fyrrum Júgó- slavíu kynna og bjóða upp á rétti frá sínum heimalöndum,“ segir Þorsteinn. Auk þessa verður námskeið í sushi, saltfiskuppskriftarkeppni, stórmeistari í skák verður með fjöltefli, málþing um ábyrga nýt- ingu auðlinda, námskeið í menn- ingarlæsi, sýning á traktors- og bílasafni Hermanns Th. Ólafs- sonar í Stakkavík, svo eitthvað sé nefnt. Dagskráin birtist í heild sinni á heimasíðu bæjarins. www.grinda- vik.is, á morgun. Suðupottur menn- ingar í Grindavík – í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.