Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 06.03.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 6. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 Öskudagur hefur verið verið fastur þáttur í tilveru Íslendinga um langa tíð. Nafnið öskudagur kemur fyrir í ís- lenskum handritum frá 14. öld og leiða má líkum að því að það sé enn eldra. Kynslóðir muna eftir þessum degi á misjafnan hátt og venjur breytast. Sú séríslenska hefð að hengja ösku- poka á fólk tíðkast minna en áður, en margir minnast þeirra tíma með ánægju því hluti af stemningunni við undirbúning var einmitt samveran sem fólst í því að sauma pokana og setja eitthvað leyndar- dómsfullt í þá. Síðan voru þeir hengdir á yfirhafnir fólks á götum úti og margir höfðu ekki hugmynd um einn eða fleiri poka á baki sínu fyrr en þeir fóru úr flíkunum. Þróunin síðustu áratugi hefur verið meira á þá leið að börn klæðast búningum uppáhalds hetjanna sinna og eru þeir ýmist heimagerðir, leigðir eða keyptir í verslunum. Ímyndunaraflinu og hugmyndafluginu er gefinn laus taumur og ákveðinn spenningur felst í því að fylgjast með útkomunni hjá öðrum og frumsýna eigin búning. Vinnustaðir hafa einnig tekið þetta upp og fullorðið fólk gleymir sér í gleðinni og dregur fram barnið í sér; syngur jafnvel og dansar í vinnunni. Þetta brýtur upp hversdagsleikann á afar jákvæðan hátt. Þrátt fyrir hlýindi og hálfgerða vortíð undanfarið snjóaði og fraus í nótt en börnin létu slíkt ekki stöðva sig. Þau gengu á milli fyrirtækja og stofnana í slyddu og snjó- komu til þess að syngja og sníkja sætindi. Einlæg gleði þeirra smitast yfir til eldri kynslóða og þau setja litríkan og skemmtilegan svip á bæjarlífið - og nýjar venjur verða til. Einlæg og smitandi gleði á öskudegi -ritstjórnarbréf vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Olga Björt Þórðardóttir skrifar SÍMI 421 0000 -instagram #vikurfrettir Keflavík #vikurfrettir // Mynd: geinars Mynd/Texti: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is n Bæjarstjórinn í Sandgerði kann vel við sig þar: „Birtan hérna er geggjuð“ „Við erum núna komin fyrir vind og búin að vinna þannig úr málum og fara í gegnum reksturinn að hann er að gera sig ágætlega. Við erum skuldsett en við ráðum vel við það sem við erum að gera,“ segir Sigrún Árnadóttir, sem hefur verið bæjarstjóri Sandgerðis- bæjar síðan sumarið 2010. Samningur hennar rennur út þetta kjörtímabil og framundan er óvissutími hjá henni. Hún segist vera tilbúin að sinna starfinu áfram verði sú staða uppi. „Þetta er mjög skemmtilegt og fjöl- breytt starf.“ Erfiðar ákvarðanir en góð samstaða Sigrún segir að þegar hún tók við starfi bæjarstjóra hafi staða sveitarfélagsins verið mjög erfið. „Nýrrar bæjarstjórnar beið erfitt verkefni sem var allsherjar- skoðun á öllum rekstri og skuldum bæjarins. Þetta er búið að vera mikil vinna en við höfum náð góðum tökum á flestu í rekstrinum. Einnig hefur sam- staða verið góð og engin óeining, þrátt fyrir óvinsælar ákvarðanir eins og gjald- skrárhækkanir og viðbótarálag á fast- eignagjöldin. Viðbótarálagið féll niður um áramótin,“ segir Sigrún. Ekkert bitnað á grunnþjónustu Sandgerðisbær hefur undanfarin ár haft mjög lítið fjár- magn í nýjar framkvæmdir en Sigrún segir að í ár séu til ráðstöfunar um 30 milljónir sem muni meðal ann- ars fara í nauðsynlegar fráveituframkvæmdir. „Þetta er allt á réttri leið. Fjárhagslegir erfiðleikar hafa ekki bitnað á grunnþjónustunni. Hér er veitt góð þjónusta og gott er að ala upp börn hér í fjölskylduvænu um- hverfi, með gott skólakerfi; vel haldið utan um börnin.“ Núna sé verið að leggja lokahönd á skólastefnu sem margir hafi komið að. „Svo er það líka þessi áhersla á eldri borgarana og lýðheilsu almennt,“ segir Sigrún. Er líka úr sjávarbæ Eins og með alla bæjarstjóra sem ráðnir eru tíma- bundið var ýmislegt sem Sigrún varð að setja sig inn í. Sjálf er hún úr sjávarbæ, Eskifirði, og fannst því auðveldara að setja sig inn í margt í Sandgerði. Þó hafi ekki margt komið á óvart. „Kannski helst birtan, sem mér finnst geggjuð. Er alveg heilluð af henni. Öll þessi víðátta á Suðurnesjum sem veldur því. Hún er síbreytileg á hverjum degi og ekkert sem skyggir á. Ég hef lagt mig fram við að horfa í kringum mig og njóta.“ Flugvöllurinn stærsti vinnustaðurinn Annars segir Sigrún mjög opið sam- félag vera í Sandgerði og auðvelt fyrir fólk að nálgast hvert annað. Engar hindranir sem komi í veg fyrir það. „Hér er gott að vinna með fólki og það er í eðli sínu bjartsýnt. Flugstöðin er stærsta fyrirtækið í bænum og um 100 Sandgerðingar starfa á flugvallarsvæðinu. Á þriðja hundrað manns starfa svo við sjávarútveg. Bærinn er einnig stór vinnuveitandi. Hér er ungt sam- félag og mikið af fjölskyldufólki. Það er góður grunnur fyrir gott samfélag,“ segir Sigrún að lokum. Ég hef lagt mig fram við að horfa í kringum mig og njóta Sjónvarp Víkurfrétta Þátturinn er á dagskrá í kvöld kl. 21:30 á ÍNN og vf.is ■ Taekwondo í Reykjanesbæ ■ Nettómótið í körfubolta ■ Lífið við Sandgerðishöfn ■ Miðtúnsróló í útikennslu ■ Matargleði í Bláa lóninu ■ Öskudagurinn í Reykjanesbæ Meðal efnis í kvöld Þín auglýsing í þættinum? Viltu auglýsa í Sjónvarpi Víkurfrétta? Þátturinn er sýndur á ÍNN á fimmtudagskvöldum kl. 21:30 og endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring. Þátturinn er einnig í HD á vef Víkurfrétta. Auglýsingasíminn er 421 0001 eða póstur á fusi@vf.is.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.