Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 06.03.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 6. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 Söngleikurinn Ávaxtakarfan verður frumsýndur annað kvöld hjá Leikfélagi Keflavíkur. Nú eru 15 ár síðan höfundurinn Kristlaug María eða Kikka eins og hún er oftast nefnd, samdi þetta skemmtilega verk um ávextina í ávaxtakörfunni sem allir ættu að þekkja. Ávaxtakarfan varð til vegna þess að höfundinn langaði að skrifa leikrit um einelti sem átti að sýna líðan þess sem fyrir eineltinu varð. Hug- myndin vatt uppá sig og varð að leikriti um einelti og fordóma og heimur ávaxtanna varð til með leik og tónlist. Þau 15 ár sem Ávaxtakarfan hefur verið til hefur hún verið sett upp um allt land og í hinum ýmsu útgáfum. Það er sérstaklega ánægjulegt að á afmælisári Ávaxtakörfunnar sé hún sett upp hérna í Frumleikhús- inu í Reykjanesbæ, heimabæ höf- undarins. Í sýningunni er ekkert til sparað og lifandi ávextir, lifandi leikur og lifandi tónlist leiða okkur í heim ávaxtanna. Það er hinn landsþekkti leikari og grínari Gunnar Helgason sem leikstýrir að þessu sinni og gerir það snilldarlega. Þá hefur einnig verið fenginn landsfrægur ljósa- hönnuður, Egill Ingibergsson til að hanna lýsingu og er hann að skila frábæru verki. Það er einlæg ósk okkar sem stönd- um að Leikfélagi Keflavíkur að sem flestir suðurnesjamenn sjá sér fært að mæta á sýningu og styðja við það frábæra starf sem félagið er að sinna. Sjáumst í Frumleikhúsinu. Fh. Leikfélags Keflavíkur, Guðný Kristjánsdóttir. -fréttir pósturu vf@vf.is-aðsent pósturu vf@vf.is Föstudagskvöldið 21. febrúar skellti ég mér ásamt dætrum mínum á sýningu Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Dirty dancing í Andrews. Þessi sýning var sérstök að því leyti að aðgangseyrir rann óskertur til tækja- kaupa á HSS og söfnuðust 414.000 krónur sem er frábært. Ég tek ofan fyrir nemendafélaginu að ráðast í slíka uppfærslu og vil byrja á að óska þeim til hamingju með framtakið sem að sýningunni stóðu. Það þarf kjark og þor til þess að fara af stað með svo veigamikið verk sem Dirty Dancing er og að mörgu ber að huga. Handritið er einfalt og greinilegt að leikstjórinn hefur stytt það töluvert sem kom þó ekki að sök. Leikara- hópurinn stóð sig með mikilli prýði en þar ber af að öðrum ólöstuðum aðalleikarinn Arnar Már Eyfells sem fer með hlutverk Johnny. Arnar bæði leikur vel, syngur sitt lag af mik- illi innlifun auk þess að sýna snilldar- takta í dansi. Auk Arnars má ég til með að nefna Sölva Elísabetuson sem leikur Njál en hann túlkar sitt hlut- verk frábærlega og hótelstýran Ka- talína er vel leikin af Guðrúnu Elvu Níelsdóttur. Silvía Rut Káradóttir var sannfærandi í sínu hlutverki sem Penny og dans hennar frábær. Eins og nafn verksins gefur til kynna þá er mikið um dansa og ber að hrósa danshópnum öllum sem fyllti sýn- inguna lífi með frábærum dönsum og flottum búningum. Ásta Bærings á mikið hrós skilið fyrir sína vinnu sem danshöfundur sýningarinnar. Ekki er ætlunin að rekja það sem betur mátti fara að mínu mati því í heild- ina var sýningin skemmtileg og náði til allra áhorfenda. Ég vil að lokum nota tækifærið og hrósa NFS fyrir að ráðast í svona verkefni og koma þannig til móts við þá fjölmörgu hæfileikaríku nemendur skólans sem hafa áhuga á að leika, syngja, dansa og bara yfirleitt koma fram og standa að leiksýningum. Okkur bæjarbúum ber skylda til að mæta á viðburði sem þessa og styðja þannig við uppbygg- ingu leiklistarlífs og menningar hér á svæðinu. Við Suðurnesjamenn erum rík af hæfileikafólki sem skilar sér í svona uppfærslum. Hér er öflugt leikfélag starfandi, Leikfélag Kefla- víkur, eitt það öflugasta á öllu landinu sem setur árlega á svið tvær stórar sýningar auk þess að taka virkan þátt í hinum ýmsu uppákomum á vegum sveitarfélaganna. Þann 7. mars mun Leikfélag Keflavíkur frumsýna söng- leikinn Ávaxtakörfuna eftir Krist- laugu Maríu Sigurðardóttur og vil ég hvetja alla Suðurnesjamenn til þess að koma á þá sýningu og styðja enn betur við leiklistina hér á svæðinu, það er okkur öllum til heilla. Guðný Kristjánsdóttir. n Guðný Kristjánsdóttir skrifar: Dirty Dancing – Sýning sem nær til allra Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409 FUNDARBOÐ Aðalfundur Grindavíkurdeildar KSK verður á fimmtudaginn 6. mars kl. 17:00 í Sjómannastofunni Vör. SÝNT ER Í FRUMLEIKHÚSINU VESTURBRAUT 17 www.lk.is Forstjóri HSS klökkur yfir hlýhug FS-inga - Söfnuðu rúmum 400 þúsund krónum fyrir stofnunina Sérstök styrktarsýning fyrir Heilbrigðisstofnun Suður- nesja, var haldin á söngleiknum Dirty Dancing. Alls söfnuðust 414.000 krónur til styrktar HSS en Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja stóð fyrir sýningunni. Allur aðgangseyrir styrktarsýn- ingar NFS á Dirty Dancing rann óskiptur til HSS en féð verður notað til tækjakaupa fyrir stofnun- ina. Halldór Jónsson forstjóri Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja þakk- aði kærlega fyrir hönd stofnunar- innar og virtist hann vera örlítið klökkur yfir hlýhug FS-inga. Ávaxtakarfan frumsýnd á morgun Framboðslisti Framsóknar- flokksins kynntur Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar- flokksins fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjanesbæ 31. maí 2014 var kynnt fyrir helgi. Listinn er á þessa leið: 1. Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi og viðskiptafræðingur 2. Halldóra Hreinsdóttir, viðskiptafræðingur 3. Halldór Ármannsson, skipstjóri og formaður Landssambands smábátaeigenda 4. Bjarney Rut Jensdóttir, lögfræðingur 5. Guðmundur Gunnarsson, íþróttakennari og stuðningsfulltrúi 6. Kolbrún Marelsdóttir, þroska- þjálfi og framhaldsskólakennari 7. Baldvin Gunnarsson, framkvæmdastjóri 8. Magnea Lynn Fisher, sálfræðinemi 9. Einar Friðrik Brynjarsson, umhverfisiðnfræðingur og skrúðgarðyrkjumeistari 10. Þóra Lilja Ragnarsdóttir, háskólanemi 11. Freyr Sverrisson, knattspyrnuþjálfari 12. Jóhanna María Kristinsdóttir, söngnemi 13. Eyþór Þórarinsson, búfræðingur og slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður 14. Magnea Herborg Björnsdóttir, leikskólakennari og frístundabóndi 15. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi 16. Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, sjúkraliði og snyrtifræðingur 17. Birkir Freyr Guðbjörnsson, framhaldsskólanemi 18. Kristrún Jónsdóttir, verkakona 19. Ingvi Þór Hákonarson, slökkviliðsmaður 20. Oddný J B Mattadóttir, leiðsögumaður 21. Hilmar Pétursson, fv. bæjarfulltrúi 22. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður og varabæjarfulltrúi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.