Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2014, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 06.03.2014, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. mars 2014 11 -fréttir pósturu vf@vf.is Beiðni Sveitarfélagsins Garðs til Sýslumannsins í Keflavík um að lagt verði lögbann við því að DS flytji hjúkrunarrými hjá hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði að hjúkrunarheimilinu Nesvöllum í Reykjanesbæ var hafnað. Sýslumaður tilkynnti þessa niðurstöðu í síðustu viku. Með þessu er ljóst að ákvörðun meirihluta stjórnar DS stendur, um að halda áfram starfsemi á Hlévangi en um leið að lögð verði niður starfsemi á Garðvangi, enda hefur DS ekki rekstrarheimildir frá ríkinu til þess að reka áfram bæði heimilin, eftir að Nesvellir taka til starfa. „Það er afar gott að fá niðurstöðu í þessu máli. Þó svo að undirbúningi flutninga af Garðvangi og yfir á Nesvelli hafi verið haldið áfram á meðan á málarekstrinum stóð þá leiðir svona mál alltaf til þess að hlutir dragast eða ganga hægar en annars væri. Það hefur farið mikill kraftur, tími og orka í málarekstur- inn og gagnaöflun í kringum hann sem annars hefði nýst að fullu í að undirbúa það sem skiptir mestu máli, þ.e. flutningar fólksins yfir í ný og glæsileg húsakynni á Nes- völlum,“ sagði Böðvar Jónsson, for- seti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og stjórnarmaður í DS, Dvalar- heimilum aldraðra á Suðurnesjum. Stefnt er á formlega opnun hjúkr- unarheimilisins á Nesvöllum 14. mars nk. og að íbúar muni flytja sömu helgi. Framkvæmdir eru á lokastigi í húsinu. Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs samþykktisamhljóða á fundi sínum í síðustu viku að staðfesta kröfu um að niðurstöðu sýslumanns um lögbannsbeiðni verði vísað til Héraðsdóms Reykjaness. Þá hefur bæjarstjórinn í Garði sent bréf til heilbrigðisráðherra með ósk um að flutningi hjúkrunarrýma frá Garðvangi til Nesvalla verði frestað meðan málið er í dómsmeðferð. Lögbanni Garðmanna vegna Garðvangs hafnað – Hjúkrunarheimilið að Nesvöllum verður opnað 14. mars nk. Starfsmenn dvalar- heimila kvaddir Forráðamenn dvalarheimil-anna Garðvangs og Hlévangs buðu starfsfólki þeirra í samsæti í tilefni þess að starfsemi heim- ilanna fór undir hatt Hrafnistu frá 1. mars sl. Þeir Finnbogi Björnsson, forstöðumaður og Böðvar Jónsson, forstjórnar Dvalarheimila aldraðra á Suður- nesjum þökkuðu starfsfólkinu fyrir þeirra störf og óskuðu þeim velfarnaðar á nýjum vinnustað. Finnbogi hefur verið við stjórn hjá dvalarheimilunum í 37 ár eða frá byrjun en starfsemin hófst 1976. Meðfylgjandi myndir voru teknar í hófinu sem fór fram í KK-salnum í Keflavík. -aðsent pósturu vf@vf.is Krabbameinsfélag Suðurnesja er eitt af aðildarfélögum Krabba- meinsfélags Íslands sem styður og eflir baráttuna gegn krabbameinum með leitarstarfi, rannsóknum, for- vörnum og fræðslu. Marsmánuður – Mottumars er mán- uður árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins gegn krabba- meinum hjá körlum. Krabbameinsfélag Suðurnesja mun taka virkan þátt í þessu átaki með ýmsu móti. Munir verða boðnir til sölu, s.s. skeggpinnar, armbönd, herðatré o.fl. Allur ágóði af því sem við seljum hér á svæðinu rennur beint til Krabba- meinsfélags Suðurnesja. Fimmtudaginn 6. mars verðum við að selja í verslunarmiðstöðinni Krossmóa í Reykjanesbæ eftir kl. 16:00. Milli kl. 16:30 og 17:30 munu tveir ungir tónlistarmenn flytja nokkur létt lög. Fimmtudaginn 13. mars verðum við einnig með sölu í Krossmóa. Kl. 17:00 mun Karlakór Keflavíkur mæta og skemmta okkur með söng og gleði. Fundur hjá Rótarý fimmtudaginn 6. mars. Eftir hefðbundin fundarstörf kl. 19:30 verður fundur opinn almenn- ingi þar sem Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameins- skrár Íslands og klínískur prófess- or við Læknadeild HÍ flytur erindi sem hún nefnir „Getum við komið í veg fyrir krabbamein?“ Fundurinn er haldinn í fundarsal Flughótels við Hafnargötu. Laugardaginn 8. mars kl. 11:00 verður hittingur á Kaffi knús. Þangað eru allir velkomnir sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Aðaltilgangur þess að hitt- ast er að eiga notalega stund saman, spjalla um starfsemi félagsins og deila hugmyndum. Einu sinni í mánuði er opið hús á vegum KS og höfum við fengið góða fyrirlesara til liðs við okkur. Næsti fyrirlestur verður þriðjudag- inn 11. mars. Þá mun Ásdís Ragna Einarsdóttir, grasalæknir BSC, fræða okkur um náttúrulegar leiðir til heilsusamlegrar uppbyggingar. Léttar veitingar í boði í fundarhléi. Þriðjudaginn 1. apríl kl. 19.30 mun Helga Birgisdóttir (Gegga) vera með erindi sem hún kallar „Smiler getur öllu breytt“. Þriðjudaginn 6. maí kl. 19.30 kemur Gunnjóna Una Guðmundsdóttir fé- lagsráðgjafi og ræðir um hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem greinast með krabbamein. Allir fundirnir eru haldnir að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ og hefjast kl. 19:30. Frá og með fimmtudeginum 6. mars n.k. er þeim sem greinst hafa með krabbamein boðið í fría jógatíma – Jóga með Ágústu í nýjum og flottum húsakynnum Om setursins. Þetta er í boði eigenda Om setursins og Ágústa Hildur Gizurardóttir jóga- kennari gefur sinn tíma. Tímarnir verða þriðjudaga og fimmtudaga kl 13:00 í Om setrinu við Hafnargötu Einnig bendum við á að stofnaður hefur verið gönguhópur. Gengið er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00 frá Sundmiðstöðinni í Keflavík. n Mikið starf hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja: Mottumars er mánuður árvekni Sumarstörf Óskum eftir starfsfólki í afgreiðslu í sumar. Viðkomandi þarf að hafa náð 21 árs aldri. Tungumálakunnátta æskileg. Ökuréttindi og hreint sakavottorð skilyrði. Óskum eftir starfsfólki í bílaþrif í sumar Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Ökuréttindi og hreint sakavottorð skilyrði. Vinsamlegast sendið umsóknir með ferilskrá til Þórunnar Þorbergsdóttur á netfangið thorunn@bilahotel.is Nánari upplýsingar veittar í síma 421-5566 milli 8:00 og 16:00. 15% afsláttur* Af öllum pa kkningum * Gildir í ma rs

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.