Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.2014, Síða 1

Víkurfréttir - 23.04.2014, Síða 1
vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 MIÐVIKUDAGURINN 23. APRÍL 2014 • 16. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan  greiðsluþáttöku Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Hljómsveitin Klassart frá Sandgerði tekurum þessar mundir þátt í evrópskri tón- listarkeppni, sem svipar nokkuð til Júróvisjón. Keppnin kallast Euro Music Contest en hún fer fram á netinu og ekki þarf að búa til tónlist sérstaklega fyrir keppnina, heldur eru hljóm- sveitir hvattar til að taka þátt með eigin efni. „Þannig var það með okkur en starfsmaður frá keppninni hafði samband við mig og spurði hvort við vildum ekki taka þátt. Keppnin er haldin í samstarfi við SoundCloud, sem er tónlistarmiðill á netinu, en þar fann þessi aðili nokkur lög með Klassart,“ segir Smári Guð- mundsson gítarleikari Klassart. Fyrsta keppnin var árið 2011 en þá tóku 28 lönd þátt. EMC hefur stækkað mikið síðan og í ár taka 40 lönd þátt en margar hljómsveitir og listamenn skrá sig frá hverju landi. Auk Klassart skráðu sig fjórir listamenn frá Íslandi til keppni. „Markmið okkar er ekki að reyna að „meika það“ í svona keppni heldur að athuga hvað gæti mögulega komið út úr þessari þátttöku. Ef við komumst í úrslit keppninnar munum við koma fram á sérstökum EMC tónleikum í París síðar á árinu. Ætli það sé ekki gulrótin sem við eltum,“ bætir Smári við. Ef fólk vill aðstoða hljómsveit- ina að komast til Parísar getur það hakað við Klassart á heimasíðu keppninnar euromusiccon- test.com/klassart, en hægt er að kjósa einu sinni á dag til 10. maí næstkomandi. Kiwanisklúbbarnir Keilir og Varða afhentu í gær fyrstu bekkingum allra grunnskóla í Reykjanesbæ reiðhjólahjálma fyrir framan húsnæði klúbbana að Iðavöllum 3. Það voru þakklát og glöð börn sem tóku við hjálmunum sínum en samtals gefa klúbbarnir á þriðja hundrað hjálma í Reykjanesbæ og Vogum. Kiwanisklúbburinn Hof í Garði afhentir svo fyrstu bekkingum í Garði, Sandgerði og Grindavík reiðhjólahjálma. Hjálmarnir eru gjöf frá Kiwanis og Eimskip en þetta er fjórtánda árið sem kiwanishreyfingin af- hendir börnum hjálma og hafa yfir 40.000 börn fengið gefins hjálm á þessu tímabili. Á meðfylgjandi mynd aðstoðar Kristján Geirs- son lögreglumaður ungan dreng við að máta hjálm. Góðar leiðbeiningar fylgja hjálmunum og eru foreldrar hvattir til að fara yfir þær með börnunum sem fá hjálmana. VF-mynd: Hilmar Bragi Nýr Ungmennagarður við 88 Húsið verður vígður á morgun, sumardaginn fyrsta. Hátíðin hefst kl 15:00. Trúbadorarnir Heiðurflytja tvö lög, verðlaunaafhending fyrir lestrarkeppnina 2014, Thelma Rún Matthíasdóttir frá Ungmennaráði flytur stutt ávarp, sem og Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar. Þá mun Ungmennaráð grilla pylsur, stýra leikjum og sjá um púttkeppni á nýju pútt- brautunum. Í verðlaun verður snjallsími. Kynnir verður Valþór Pétursson fulltrúi úr Ungmennaráði. Í Ungmennagarðinum eru þegar minigolf, hjólastólaróla, blakvöllur, ærslabelgur, aparóla og minigolf. ■■ Stór dagur hjá Ungmennaráði Reykjanesbæjar: Ungmennagarðurinn vígður á morgun Klassart í systur- keppni Júróvisjón - Ekki markmiðið að meika það Gefa börnum í 1. bekk reið- hjólahjálma Gleðilegt sumar!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.