Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 23.04.2014, Blaðsíða 4
miðvikudagurinn 23. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 -fréttir pósturu vf@vf.is LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL ATVINNA Óskað er e ir leikskólakennurum eða öðru uppeldis- menntuðu starfsfólki í þrjár 100% stöður frá og með 28. júlí 2014. Einnig er óskað e ir þroskaþjálfa til að sjá um sérkennslu. Leikskólinn Heiðarsel er Heilsuleikskóli sem starfar e ir heilsustefnunni. Áhersla er lögð á hreyfingu, næringu og listsköpun í leik og starfi. Aðrir áhersluþæ‘ir leikskólans eru málörvun/læsi og stærðfræði. Menntunar og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Við hvetjum jafnt karla sem konur til að sækja um. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar. www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Frekari upplýsingar veitir Kolbrún Sigurðardóir leikskólastjóri í síma 420 3131/866 5936 eða kolbrún.sigurdardoir@heidarsel.is SKRÚÐGANGA SUMARDAGINN FYRSTA Kl. 10.30 leggur skrúðganga Heiðabúa af stað frá skátaheimilinu við Hringbraut. Gengið verður sem leið liggur í Keflavíkurkirkju þar sem skátamessa fer fram kl. 11:00.   Að messu lokinni er boðið í sumarkaffi/kakó og kökur í skátaheimilinu.  Einnig verður flóamarkaður í og við skátaheimilið fram e ir degi þar sem skátarnir selja ýmislegt til að £árafla fyrir Landsmót skáta sem fer fram í júlí nk. UNGMENNAGARÐUR VÍGSLA Nýr Ungmennagarður við 88 Húsið verður vígður á sumardaginn fyrsta ! Fimmtudaginn 24. apríl kl 15.00  Trúbadorarnir Heiður Grillaðar pylsur Ávörp Minigolf og leikir undir stjórn Ungmennaráðs Hjólastólaróla, blakvöllur, hoppipúði, aparóla og minigolf. Allir hjartanlega velkomnir.  Ungmennaráð. LISTASAFN REYKJANESBÆJAR LEIÐSÖGN Sunnudaginn 27. apríl kl. 14.00 tekur Stefán Boulter á móti gestum og £allar um verk sín á sýningunni MANN- LEGAR VÍDDIR í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum. Stefán er annar tveggja sem sýnir mannamyndir á þessari glæsilegu sýningu sem lýkur nú um helgina. Allir hjartanlega velkomnir „Öllum er ljóst að erfitt ár er að baki. Enn reyndist uppbygging Reykjaneshafnar í Helguvík tefjast, bæði vegna stirðleika í innleiðingu erlends fjármagns, lítillar framþróunar í orkusamningum og ríkisstjórnar sem ekki var sammála um stuðning við atvinnuverkefnin í Reykjanesbæ. Milljarða fjárfesting í atvinnutæki- færum skilaði sér því afar takmarkað á árinu með tilheyrandi fjármagnskostnaði. Atvinnulausum fjölgaði, sem fallið höfðu út af atvinnuleysisskrá vegna tímatakmarkana, en atvinnuleysi þeirra var staðreynd engu að síður. Hluti þessa hóps á rétt á stuðningi bæjarsjóðs, lögum samkvæmt. Bið eftir atvinnutækifærum hefur því reynst atvinnulausum íbúum og bæjarsjóði kostnaðarsöm“. Þetta segir m.a. í bókun sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ við fyrri umræðu um ársreikning Reykjanesbæjar og stofnana hans árið 2013 fór fram í bæjar- stjórn Reykjanesbæjar í síðsutu viku. Jákvæðar vísbendingar um uppbyggingu í Helguvík Þá segir jafnframt í bókun sjálf- stæðismanna: „Jákvæðar vísbend- ingar hafa komið fram á þessu ári um að uppbygging Reykjanes- hafnar í Helguvík sé að fara á fulla ferð og að raunverulegt atvinnu- leysi sé að minnka. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs og samstæðu Reykjanesbæjar er já- kvæð um 2,6 milljarða kr. fyrir af- skriftir og fjármagnsliði. Að teknu tilliti til afskrifta eigna og fár- magnsliða er niðurstaðan neikvæð um 973 milljónir kr. Taprekstur af Reykjaneshöfn nemur 650 millj- ónum kr. Þrátt fyrir þetta var hlutfall skulda Reykjanesbæjar á móti heildar- tekjum í árslok 2013 hið hagstæð- asta frá 2002. Það mældist 271% árið 2002 en var um síðustu áramót komið niður í 248%. Skuldaviðmið Reykjanesbæjar fór hæst í 445% þegar skuldir mögnuð- ust í gengishækkunum efnahags- hrunsins, árið 2009 og hefur síðan farið niður í 248% á síðasta ári. Stefnt er að því að það nái undir 150% árið 2019. Hreint veltufé frá rekstri jókst á milli ára um 54 m.kr í bæjarsjóði og um 628 m.kr í samstæðu. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum hækkaði frá árinu 2012 úr 4,1% í 4,4% hjá bæjarsjóði og úr 10,3% í 13,9% hjá samstæðu. Handbært fé til rekstrar jókst um 507 m.kr í bæjarsjóði og um 862 m.kr í samstæðu. Eignir hækkuðu um tæpan 1,8 milljarð kr. í bæjarsjóði og 2,6 milljarða kr. í samstæðu. Bráðlega muni drjúpa smjör af hverju strái og vín renna í stað vatns Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun: „Já- kvæðar fréttir af „viljayfirlýsingum“ og „nýgerðum samningum“ við erlend og innlend fyrirtæki sem vilja hefja uppbyggingu og rekstur í Reykjanesbæ dynja nú á almenn- ingi. Flestir fjölmiðlar landsins taka þátt í þessum leik og loforðalistinn lengist með hverjum deginum sem líður. Í Reykjanesbæ virðist allt vera að gerast og bráðlega muni drjúpa smjör af hverju strái og vín renna í stað vatns. Svona loforðaflaumur er engin nýlunda, það eru kosningar eftir nokkrar vikur og þá þarf að laga ímyndina. En reyndin er önnur. Það sýna helstu niðurstöðu tölur ársreikn- ings Reykjanesbæjar 2013. Rúmlega 500 milljóna króna tap er t.d. á bæjarsjóði þrátt fyrir auknar skatttekjur og nokkurra hundruð milljóna svigrúm sem nauðungar- samningar við EFF sköpuðu og tæplega milljarðstap er á sam- stæðureikningi bæjarsjóðs og fyrir- tækja bæjarins. Ársreikningurinn veldur miklum vonbrigðum, flestir spádómar og áætlanir brugðust og bærinn okkar er í miklum vanda. Þá setur niður- staðan 10 ára skuldaaðlögunará- ætlun Reykjanesbæjar sem nýlega var skilað til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga í uppnám – aftur! Við, íbúar Reykjanesbæjar, eigum mikið verk fyrir höndum að vinna okkur út úr þessum erfiðleikum,“ segir í bókuninni sem þeir Friðjón Einarsson, Eysteinn Eyjólfsson og Hjörtur M. Guðbjartsson skifuðu undir. Hvað fór úrskeiðis í rekstri Reykjanesbæjar í desember? Gunnar Þórarinsson, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs, lagði fram eftirfarandi bókun: „Uppgjör janúar - nóvember 2013 og útkomuspá fyrir árið 2013, gerð 24. febrúar sl. gáfu til kynna að góður hagnaður yrði af rekstri bæjarsjóðs. Niðurstaða ársupp- gjörs ársins 2013 kemur því veru- lega á óvart og það mikla tap sem ársreikningurinn sýnir og hversu niðurstaða bæjarsjóðs hefur versnað frá nóvemberuppgjöri. Nauðsynlegt er að gera ítar- lega grein fyrir hvað hefur farið úrskeiðis í rekstri bæjarsjóðs í desembermánuði sl. árs og því tapi sem myndast þá,“ segir í bókun Gunnars Þórarinssonar. Reykjanesbær skilar jákvæðu veltufé frá rekstri fjögur ár í röð Veltufé frá rekstri í heildar- reikningi Reykjanesbæjar árið 2013 var tæp 13,9% og það besta sem verið hefur frá því efnahags- kreppan skall á. Reykjanesbær hefur skilað jákvæðu veltufé frá rekstri s.l. fjögur ár en árin 2008 og 2009 var veltufé neikvætt. „Veltufé frá rekstri segir til um hvaða fjármuni sveitarfélag hefur úr eigin rekstri til að greiða af- borganir vegna skulda og skuld- bindinga og það er því grund- vallaratriði að veltufé sé jákvætt frá rekstri og mikilvægt að styrkja það enn frekar á næstu árum,“ segir Þórey I. Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Reykjanesbæjar, í tilkynningu frá Reykjanesbæ. „Rekstrarsamanburður við önnur sveitarfélög hefur sýnt að rekstur okkar er hagkvæmur, þótt alltaf skuli keppt að því að gera betur. Skatttekjur á íbúa eru samt í hópi lægstu sveitarfélaga en kröfur um góða þjónustu ekki síðri. Mark- mið okkar er að ná veltufé frá rekstri mun hærra til að standa undir fjárskuldbindingum,“ segir Þórey jafnframt í tilkynningunni. ■■ Fyrri umræða um ársreikning Reykjanesbæjar: Bið eftir atvinnutækifærum hefur reynst bæjarsjóði kostnaðarsöm – Ársreikningurinn veldur miklum vonbrigðum, sögðu fulltrúar Samfylkingar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.